Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 52
52 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Ekki hvarflaði að mér miðvikudaginn 19. ágúst, þegar við Sig- urður Odds kvöddumst eftir langt símtal, að hann yrði allur aðeins þremur dögum síðar og að þetta sím- tal væri það síðasta sem við ættum um heimsminjamál, Þingvelli og nor- rænt samstarf. Við Sigurður kynntumst í lok árs 2002, þegar unnið var að undirbúningi þess að fá Þingvelli inn á heimsminja- skrá UNESCO, og upp úr því sam- starfi spratt góð vinátta. Ekki var síðra að kynnast hans góðu konu, Herdísi, en þau hjónin voru einstak- lega samhent. Höfum við Hans notið vináttu og gestrisni á þeirra fallega heimili á Nesinu og sælureitnum í Borgarfirði. Fyrir það skal þakkað af alhug. Við Sigurður höfum átt margar góðar stundir í tengslum við heims- minjamálin, sérstaklega á norrænum vettvangi. Mér er minnisstætt þegar við unnum ásamt fleirum að undir- búningi árlegs fundar norrænna heimsminjastaða, sem haldinn var hér á landi haustið 2005. Fundurinn þótti heppnast mjög vel og hafa fé- lagar okkar á Norðurlöndum enn orð á því hvað það hafi verið einstakt að sækja Ísland og Þingvelli heim. Sú lífsreynsla að fara yfir Kaldadal í björtu veðri en ísköldu og vindasömu, þar sem gerður var stans á hæsta punkti og Sigurður bauð norpandi gestum upp á harðfisk og brennivín, hefur reynst mörgum ógleymanleg. Sigurður var einstaklega skemmti- legur ferðafélagi. Því kynntumst við Helga dóttir mín, þegar við fórum ásamt honum og Herdísi á norrænan heimsminjafund í Alta í Noregi haust- ið 2006, og ekki síður í fyrra, þegar fundurinn var haldinn á Grænlandi. Þar mætti Sigurður að vísu bara einn til leiks en við þrjú áttum saman nokkra góða daga og fórum m.a. í langa siglingu meðfram vestur- ströndinni til að skoða frægt náttúru- undur við grænlenska jökulinn. Sigurður var mikill náttúruunnandi og í sorginni yfir alltof ótímabæru frá- falli hans má þó hugga sig við það að hann var staddur mitt í íslenskri nátt- úru, sem hann unni svo mjög, þegar kallið kom. Við Hans, Helga og Jóhannes send- um Herdísi og allri fjölskyldunni ein- lægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar K. Oddssonar. Ragnheiður Helga Þórarins- dóttir. Okkar kæri vinur Sigurður Odds- son er látinn. Fregnin kom öllum í opna skjöldu eins og ætíð þegar and- lát ber að höndum svo skjótt. Hann kvaddi lífið fyrirvaralaust. Sigurður átti lengi þann draum að ganga á Herðubreið, þetta tignarlega Sigurður K. Oddsson ✝ Sigurður KristjánOddsson fæddist á Hafursá í Vallahreppi í S-Múlasýslu 22. jan- úar 1940. Hann lést á Herðubreið 22. ágúst síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 2. sept- ember. Meira: mbl.is/minningar fjall, drottningu fjallanna. Við, göngu- hópurinn Geirfuglar, vorum eitt sinn á ferð í nágrenni Herðubreið- ar og ætlunin var að ganga á fjallið. Herðu- breið getur verið við- sjárverð og ekki alltaf fært upp sökum veðurs og skýjafars. Við bið- um færis í tvo daga en ákváðum svo að halda áfram suður í Kverk- fjöll þangað sem för okkar var heitið. Ein- sýnt þótti að ekki gæfist færi á að ganga á fjallið í þetta sinn. Ekki vor- um við fyrr lögð af stað en þoku og skýjum létti af fjallinu og heiðskírt varð og bjart. Sumir vildu snúa við og nota tækifærið en samt var ákveðið að halda áfram. Þarna blasti Herðu- breið við okkur í öllu sínu veldi alveg þangað til við komum í Kverkfjöll. Það var engu líkara en að hún væri að stríða okkur og segði: „Ykkur var nær.“ Mikla eftirsjá vakti í hópnum að hafa ekki notað tækifærið, snúið við og gengið á fjallið. Sigurður hét því að hann skyldi sigra þetta ögrandi fjall þótt síðar yrði. Engan grunaði þá að sá sigur yrði svo örlagaríkur sem raun varð á. Sigurður lagði af stað í sína síðustu fjallgöngu, á Herðubreið, laugardag- inn 22. ágúst sl., komst á toppinn en þá kom kallið. Hann andaðist í faðmi Herðubreiðar, draumurinn rættist en hann reyndist dýrkeyptur. Við sem eftir lifum stöndum hnípin og söknum vinar í stað. Sigurður var einstaklega ljúfur maður, góður vin- ur, skemmtilegur og frábær ferða- félagi. Við vottum Herdísi, börnum þeirra og fjölskyldunni allri innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir. Ragnar Ragnarsson. Okkur setti hljóð og við vorum harmi slegin þegar okkur barst sú frétt að Sigurður K. Oddsson, félagi okkar og vinur, hefði látist á göngu upp á Herðubreið laugardaginn 22. ágúst sl. Vinskapur okkar við Sigurð og Herdísi á sér langa sögu. Hvað Krist- ínu og Herdísi varðar allt frá þeim tíma þegar þær voru saman í mennta- skóla. Það var því eitt fyrsta verk Kristínar þegar við kynntumst sum- arið 1969 að kynna Geir fyrir Herdísi vinkonu sinni, líklega til að kanna hvernig henni litist á þennan unga mann. Þá hitti Geir Sigurð í fyrsta sinn. Síðan vorum við erlendis í nokk- ur ár, en alltaf þegar við komum heim þá heimsóttum við þau. Þegar við vor- um síðan alkomin heim uxu og treyst- ust vinaböndin. Við teljum að það hafi verið mikil gæfa að eiga þau sem vini og félaga. Allt frá árinu 1983 höfum við ásamt fleiri vinum ferðast um landið og í samveru við góða vini upp- lifað ótrúlega töfra Íslands. Á göngu um friðsæla staði töluðum við saman um margbreytilega þætti mannlífsins og deildum með Sigurði skini og skúr- um í lífinu. Sigurður var einstakur smekkmað- ur. Smekkur þeirra Herdísar fór mjög vel saman og á Vesturströnd- inni bjuggu þau sér einstaklega fal- legt heimili, allt féll þar ljúflega sam- an og myndaði einstaklega heildstæða mynd og fagurt heimili. Sigurður var lærður tæknifræðing- ur og smiður. Fyrir allnokkrum árum byggðu þau Herdís sér sumarbústað í Heyholti í Borgarfirði og varði hann ófáum stundum við að byggja húsið og síðan við stækkun þess í nokkrum áföngum. Bústaðurinn ber gott vitni um hversu mikill og góður hand- verksmaður Sigurður var og er hann annað dæmi um einstakan smekk þeirra hjóna. Þar var ekki eingöngu fallegur bústaður, þar var ekki síður hlýlegt hreiður þar sem manni líður vel. Að koma í heimsókn til þeirra hvort sem var á Vesturströndina eða í Hey- holtið var alltaf mjög ánægjulegt, því gestrisnin var einstök. Manni leið svo vel í návist þeirra því sambandið þeirra á milli var svo gott, náið og gagnkvæmt. Maður skynjaði um- hyggju og ást þeirra hjóna hvors á öðru. Sigurður var mikill fjölskyldumað- ur og umhyggja hans fyrir Herdísi og fjölskyldunni var einstök. Umhyggja sem við vitum að var endurgoldin. Sigurður var einstaklega heilsteypt- ur, vandaður og ljúfur maður og það var mjög gott að vera í návist hans. Hann hafði einstaklega hlýtt viðmót og góða nærveru. Við teljum það mikla gæfu að hafa átt hann sem góð- an vin og félaga. Á þessum tímamótum koma upp í hugann atburðir frá liðnum árum, sem skerpa þá mynd sem við höfum af Sigurði. Í huga okkar mun lifa einkar hugljúf mynd af ljúfum og góð- um manni, mynd sem við eigum fá orð til að lýsa en varðveitum með okkur svo lengi sem við lifum. Við vitum að harmur Herdísar, Tómasar, Kristínar, Sigríðar og fjöl- skyldna þeirra er mikill við skyndi- legt fráfall Sigurðar. Hugur okkar er með þeim á þessari stundu og við biðj- um að ljúfar minningar um hann veiti þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Kristín og Geir. Mér var verulega brugðið þegar sú frétt barst að Sigurður K. Oddsson væri fallinn frá á besta aldri, svo skömmu áður en hann hugðist minnka við sig störf og snúa sér að áhugamálum sínum, sem voru mörg. Sigurði kynntist ég fyrir rúmum 10 árum í gegnum starf mitt fyrir Þing- vallanefnd og höfum við átt mikil og ávallt farsæl samskipti í gegnum tíð- ina í tengslum við það. Sigurður hafði einstaklega ljúfa og notalega nærveru, en gat samt verið fastur fyrir þegar svo bar undir og á þurfti að halda. Á reglulegum fundum okkar, þegar við höfðum lokið við að fara yfir þau verkefni sem á dagskrá voru, áttum við alltaf skemmtilegt spjall um daginn og veginn. Honum varð tíðrætt um börnin sín og barna- börn, sælureit þeirra hjóna, sumarbú- staðinn, skíðaferðir, gönguferðir og útivist almennt. Ég tel mig hafa lært margt af Sigurði og þá það ekki síst að lifa lífinu lifandi. Lífið bíður ekki eftir manni. Ég kveð Sigurð með söknuði og votta Herdísi, eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og barnabörnum inni- lega samúð mína vegna fráfalls hans. Lilja Jónasdóttir. Við kveðjum í dag með söknuði vin okkar og félaga Sigurð K. Oddsson. Árið 1983 ákváðu nokkur vinahjón að ganga Laugaveginn, þeirra á með- al Herdís og Sigurður. Í framhaldi af þeirri ferð stækkaði síðan hópurinn, til varð hópur sem við köllum Geir- fuglana, sem á hverju sumri síðan þá hefur ferðast saman innanlands til að kynnast fegurð landsins og njóta fé- lagsskapar hvert með öðru. Einnig hafa verið farnar nokkrar ferðir út fyrir landsteinana í sama tilgangi. Herðubreið höfðaði af einhverjum ástæðum sérstaklega til Sigurðar. Hann hafði staðið á toppi Öræfajök- uls, hæsta fjalls landsins, með Tómasi syni sínum og hann hafði gengið með okkur á Snæfell, hæsta fjall utan jökla, en Herðubreið var eftir. Á ein- um af ferðum okkar um landið höfð- um við ætlað að ganga á Herðubreið, en morguninn sem fara átti á fjallið var toppur þess hulinn skýjum þannig að hætt var við för. Ákveðið var í stað- inn að fara í Öskju. Þegar komið var að Upptyppingum var áð og þegar horft var til Herðubreiðar, drottning- ar allra fjalla, blasti fjallið við í allri sinni dýrð, skýin voru horfin. Þá sagði einn í hópnum: „Sjáið helvítið hana Herðubreið.“ En þá var of seint að snúa til baka og ganga á fjallið. Oft síðar hafði Sigurður á orði að við yrð- um að ganga á „helvítið hana Herðu- breið“. En því miður varð aldrei úr því að við færum saman á Herðu- breið. En fjallið hafði eitthvert sér- stakt aðdráttarafl á Sigurð og ekkert okkar grunaði þegar við fréttum að nú væri hann loksins að fara á Herðu- breið að það yrði hans síðasta ferð. Við vorum öll svo ánægð að nú léti hann drauminn rætast. Við vitum öll hvernig fór, en hann komst þó að lok- um upp á Herðubreið, þótt það yrði hans síðasta ferð. Við fráfall Sigurðar hefur stórt skarð verið höggvið í þennan vinahóp, skarð sem ekki verður fyllt. Við sem eftir lifum geymum minninguna um ljúfan dreng og mjög góðan félaga. Kæra Herdís og fjölskylda, við vit- um að harmur ykkar er mikill við óvænt fráfall Sigurðar. Hugur okkar er með ykkur á þessari stundu og við biðjum að ljúfar minningar um hann og almættið veiti ykkur styrk. F.h. Geirfuglanna, Geir A. Gunnlaugsson. Það dimmdi yfir þegar Rótarý- félögum á Seltjarnarnesi bárust þau sorglegu tíðindi að góður og vinsæll félagi okkar, Sigurður K. Oddsson, væri látinn 69 ára að aldri. Sigurður gekk í Rótarýklúbb Sel- tjarnarness 14. júní 1985. Hann var gjaldkeri klúbbsins 1988/89 og kosinn verðandi forseti klúbbsins í desember sl. Hann var sæmdur Paul Harris- orðunni 2007 fyrir góð störf í þágu klúbbsins. Vegna starfa sinna sem þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum átti hann ekki gott með mætingar yfir sumartímann en þess á milli var hann mjög virkur og sannur Rótarýmaður sem setti þjónustu ofar eigin hag. Félagar nutu og góðs af veru hans á Þingvöllum, þar tók hann á móti okkur í einni af sumarferðum klúbbsins, leiddi okkur um staðinn og sagði deili bæði á nátt- úru og sögu, af sinni einkennandi yf- irvegun og þekkingu. Ég minnist Sigurðar sem afskap- lega ljúfs manns í allri viðkynningu, trausts félaga sem gott var að ræða við. Gamansögur hans af þeim fé- lögum Matta og Pekka verða mér alltaf ógleymanlegar. Það er afskap- lega sárt að sjá á bak okkar ágæta fé- laga og vini í blóma lífsins. Félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnar- ness þakka Sigurði langa samfylgd og gott starf í þágu klúbbsins. Mörg okk- ar hafa eftir fráfall hans haft á orði hve nærvera hans hafi alltaf verið þægileg á fundum. Hann alltaf hóf- stilltur og fágaður í allri framgöngu. Sigurður flutti mál sitt á yfirvegaðan hátt með vönduðu orðfæri þannig að það sem hann hafði að segja náði eyr- um félaganna og oftast hitti hann í mark. Í Færeyjaferð klúbbsins fyrir tveimur árum stóð Sigurður upp í há- tíðarkvöldverði og flutti minnisstæða ræðu. Hann spurði samferðafólk sitt hvort það hefði tekið eftir því að hrafninn í Færeyjum flygi hægar en hrafninn á Íslandi. Út af því lagði hann, taldi hreyfingar hrafnsins mót- ast af mannlífinu og sýna að það væri meiri rósemd yfir Færeyingum en okkur Íslendingum. Ekki gat farið á milli mála hvorn framgangsmátann Sigurður kunni betur að meta. Hóg- værð hans og yfirveguð framganga gerðu spurningu þess efnis óþarfa. Herdísi ekkju hans og öðrum ástvin- um vottum við samúð okkar. Guð blessi minningu Sigurðar K. Oddssonar. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Seltjarnarness, Egill Þór Sigurðsson forseti. Síðustu fundir okkar voru um margt táknrænir fyrir Sigurð; það var snemma morguns, hann sagði frá því með blik í augum, að nú skyldi haldið á Herðubreið. Drottning fjallanna var ein eftir af þeim ögrun- um í fjallamennsku sem hann hafði sett sér fyrir löngu. Bjartsýnn, kátur, við hlógum saman og klöppuðum hvor öðrum á bakið í kveðjuskyni, eins og svo oft áður. Tveim dögum seinna kom símhringingin. Siggi örendur í efstu hlíðum fjallsins. Ótímabært andlát hans kallar fram ótal minningar. Ferðalög með göngu- hópnum okkar, Geirfuglunum, um allt Ísland, frá afskekktustu fjörðum til hæstu tinda; um Alpana, sunnan meg- in og norðan, gangandi eða á skíðum, frá starfsvettvangi hans í þjóðgarð- inum á Þingvöllum; í matgæðinga- veislum; eða bara að hitta þau Herdísi úti í búð hér á Nesinu lága, þar sem, andstætt því sem Þórbergur kvað, stórt er hugsað. Það var sama í hvaða aðstæðum var ferðast; í margra daga grenjandi rigningu og kulda á Hornströndum, á hálendinu fjarri mannabyggðum, undir Alpatindum, alltaf kom hann að lausnum vandamála af yfirvegun og glaðværð. Í öllu volki Geirfuglanna vildi stundum hvessa milli manna, og jafnvel milli hjóna, þó aldrei alvarlega eða lengi. En milli Herdísar og Sigga geislaði alltaf brosmildi og samlyndi, sama hvað gekk á. Myndirnar í hugskoti okkar ein- kennast af hlýju hans og eðlislægri gleði. Hann var í senn forvitinn og fræðandi; kurteis þiggjandi og frá- bær gefandi. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af virðingu og alúð fyrir verkefninu, jafnt í starfi hans sem þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um; skógarhögg eða annað smátt eða stórt í kringum bústað þeirra í Borg- arfirði; og ekki síst sem eiginmaður, faðir og afi. Missir Herdísar, barna þeirra, tengdabarna og barnabarna er stór. Í lok hverrar Geirfuglaferðar var stórveisla, etið og drukkið, talað mik- ið og sungið undir harmónikkuleik. Lokalagið var gjarnan þjóðvísan góða frá Álandseyjum, „Vem kan segla fö- rutan vind“ og leiddi Sigurður söng- inn. Lokalínurnar eru. „Men ej skiljas från vännen min utan att fälla tårar“. Eftir stöndum við og drúpum höfði í minningu um góðan dreng. Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson. Drengur góður og vinur er horfinn á braut langt um aldur fram. Við sem eftir stöndum erum harmi slegin. Ég kynntist Sigurði í gegnum Guðmund eldri bróður hans, en við vorum á sama reki. Foreldrar þeirra bræðra, Oddur húsasmíðameistari og Guð- björg, bjuggu í Helgamagrastræti 15 á Akureyri og var heimilið okkur vin- unum ætíð opið. Það var ekki fyrr en eftir að ég fór í nám í arkitektúr til Þýskalands en Sigurður í húsasmíði og við fórum að vinna saman við mæl- ingar og fleiri störf að við kynntumst betur og hélst sú vinátta alla tíð síðan. Sigurður fór í framhaldsnáms við Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Á þessum tíma var skylda í námi mínu að taka eitt ár í praxís á teiknistofu. Ég ákvað að reyna að fá vinnu í Stokkhólmi og spurði Sigurð hvort mögulegt væri að fá húsaskjól hjá honum á meðan ég leitaði að vinnu og var það auðfengið. Sigurður leigði hjá greifynjunni von Rosen sem hafði verið sendiherrafrú í Brasilíu áður en hún varð ekkja. Ég var fljótur að fá vinnu en erfiðara var að fá leigt svo ég dvaldist þar lengur en ætlað var. Það ríkti gagnkvæm virðing á milli greif- ynjunnar og Sigurðar en hún var einnig verndari hans gagnvart sænskum stúlkum þar sem hún vildi ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar og systur okkar, UNNAR KETILSDÓTTUR frá Ísafirði, Kleppsvegi 120, Reykjavík. Innilegar þakkir fær starfsfólk Fríðuhúss, Laugaskjóls og Skjóls. Auður Bjarnadóttir, Ása Ketilsdóttir, Dóra Ketilsdóttir, Guðmundur Ketilsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.