Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 10
10 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
HAUST 5
Móseldalurinn er ægifagur, haustlitirnir skarta sínu fegursta og vínuppskerutíminn
er hafinn. Flogið verður til Frankfurt og gist í 5 nætur hjá vínbændum í Leiwen við
ána Mósel. Þaðan verður farið í áhugaverðar skoðunarferðir, t.d. til Bernkastel og
Cochem, sem þykir einn fallegasti bær við ána. Þá verður komið til Idar-Oberstein
sem frægur er fyrir skartgripagerð og hellakirkjuna frægu sem byggð er inni í
kletti. Einnig verður komið til elstu borgar Þýskalands, Trier, sem hefur að geyma
miklar fornminjar frá tímum Rómverja. Síðustu 2 næturnar gistum við á góðu
hóteli í Bingen við Rín, en þaðan er upplagt að fara með ferju til Rüdesheim eða
til fallegu borgarinnar Koblenz þar sem árnar Mósel og Rín mætast.
Fararstjóri: Guðbjörn Árnason
Verð: 132.400 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, gisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
9. - 16. október
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Vínbændur &kastalar
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
BAKKABRÆÐUR, sem samkvæmt þjóðsögunni
bjuggu eitt sinn á Bakka í Svarfaðardal, hétu eins
og alþjóð veit Gísli, Eiríkur og Helgi. Þeir voru
orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör þeirra
mjög í frásögur færð. Þeir reyndu til dæmis að
bera inn í gluggalaus hýbýli sín sólskin í húfum
sínum.
Aðrir Bakkabræður, sem ekki eru þjóðsagna-
persónur, heita Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
Þeir voru stærstu eigendur Exista, stærstu hlut-
hafarnir í Kaupþingi og stofnendur og eigendur
Bakkavarar og hafa sem slíkir getað skammtað
sjálfum sér lánsfé að vild úr Kaupþingi, gegn
litlum og/eða ótryggum veðum. Þeir eru ekki orð-
lagðir fyrir heimsku, heldur bíræfni, sem sýnir sig
í mörgum, og flestum ógeðfelldum, myndum.
Bíræfni þeirra felst í endalausum tilraunum
þeirra til þess að koma eignum, sem þeir ekki
eiga, undan og því að reyna að ná yfirráðum í fé-
lögum án þess að borga það sem þeim ber að
borga. Nýlegustu dæmin eru tilraunir Bakka-
bræðra nútímans til þess að skjóta 40% eign-
arhlut Exista í Bakkavör Group inn í sérstakt
eignarhaldsfélag ELL 182, eins og DV greindi frá
í síðustu viku, og að hafa reynt að hrifsa til sín
meirihlutaeign í Exista í fyrrahaust, með því að
auka hlutafé í félaginu um 50 milljarða króna, en
greiða aðeins 2 aura fyrir hvern aukinn hlut í stað
einnar krónu, sem er lögleysa, eins og Fyrir-
tækjaskrá hefur úrskurðað um.
Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista,
var kokhraustur á aðalfundi Exista þann 26. ágúst
sl. þar sem hann sagði m.a. að yfirtökutilboð BBR
ehf. og samþykki annarra hluthafa Exista við til-
boðinu héldi þrátt fyrir að Fyrirtækjaskrá hefði
úrskurðað að hlutafjáraukning í Exista hefði verið
ólögmæt. BBR er í eigu Lýðs og Ágústs bróður
hans.
„Okkar mat er að þetta hafi verið ólögmæt
hlutafjáraukning og hana hafi borið að færa til
baka,“ segir Skúli Jónsson hjá Fyrirtækjaskrá
ríkisskattstjóra. Stofnunin hefur þegar fært
hlutaféð til baka, í samræmi við úrskurð sinn, og
er það núna skráð eins og það var áður en tilkynnt
var um hlutafjáraukninguna.
En þetta breytir nú litlu í huga hins kokhrausta
stjórnarformanns Exista, því hann segir að yf-
irtökutilboðið haldi, án þess að rökstyðja það
frekar. Hann er eiginlega eins og kenjóttur
krakki, sem notar röksemdina „Af því bara“
þegar hann kemst í rökþrot.
Lagalega séð átti BBR ehf. að greiða eina
krónu fyrir hvern hlut í yfirtökutilboðinu,
en ekki tvo aura. TVO AURA! Hugsið ykk-
ur frekjuna, yfirganginn og græðgina!
Hvenær ætla þessir menn að læra að fyrir
margt löngu hafa þeir ofboðið almenningi
þessa lands, sem situr nú uppi með afleiðing-
arnar af græðgisvæðingu þeirra og annarra
og þarf að axla að miklum hluta
þær óheyrilegu skulda-
byrðar sem þeir rétti-
lega hefðu átt að axla.
Þetta ákváðu þeir
Bakkabræður, Lýð-
ur og Ágúst Guð-
mundssynir, í
desember sl. og
Fyrirtækja-
skrá úrskurð-
aði fyrr í
sumar að
um ólög-
mæta hlutafjáraukningu hefði verið að ræða. en
þeir gefa ekkert fyrir það, því þeir vita svo miklu
betur. Alveg eins og þeir vita að þeir eiga að fá
uppgert við Kaupþing samkvæmt evruskráningu
Seðlabanka Evrópu í haust, ekki samkvæmt
skráningu evru í Seðlabanka Íslands.
Svo toppaði Lýður sjálfan sig í ósvífni, í ræðu
sinni, þegar hann bað hluthafa afsökunar og þótt-
ist þar með vera að axla hluta ábyrgðarinnar á því
hvernig staða Exista var orðin. Hann var að biðja
sömu hluthafa afsökunar og hann og bróðir hans
höfðu rænt með hlutafjáraukningunni. Mér býður
í grun að Lýður hafi ofboðið lýðnum öllum með
þessari svokölluðu afsökunarbeiðni.
Á einum punkti í ræðu Lýðs fann ég þó til mik-
illar samkenndar og samstöðu með honum, en það
var þegar hann lét „samfélag hugleysingja“ í
bloggheimum fá það óþvegið: „Ég ætla ekki að
elta ólar við það samfélag hugleysingja sem stór
hluti bloggheima virðist orðinn. Sóðakjaftur
þeirra sem þar skýla sér undir dulnefnum á samt
sinn þátt í því andrúmslofti sem daglega er kynt
undir og því miður leika nokkrir oddvitar umræð-
unnar í netheimum þar talsvert hlutverk líka,“
sagði Lýður orðrétt.
Þetta eru orð að sönnu hjá Lýð. Bleyður, sem fá
útrás fyrir lágar hvatir, róg, óhróður, mannorðs-
morð og hvers konar skepnuskap í skjóli nafn-
leysis eru vitanlega ekki svaraverðar. Þær dæma
sig sjálfar af orðum sínum og vita sem er, að með
því að koma fram undir nafni gætu þær ekki verið
í þeim drullukökuleik, sem þær virðast njóta svo
mjög í ábyrgðarlausu skjóli nafnleysisins.
agnes@mbl.is
Agnes segir…
Bíræfnir Bakkabræður
Bakkabræðurnir Gísli, Eiríkur og Helgi báru sól-
skin í húfum sínum inn í dimma húsið sitt.
Bakkabræður nútímans Lýður og Ágúst Guðmundssynir eru ekki orðlagðir
fyrir heimsku, heldur fyrir ótrúlega bíræfni og ósvífni, þegar kemur að því að
raka til sín eignum, hvort sem fyrir þær hefur verið greitt eða ekki.
Stundum eru skynsamlegar til-lögur ekki líklegar til að fá
brautargengi vegna þess að rang-
ur maður ber þær fram. Þetta átti
mjög sennilega við um málflutning
Björns Vals Gíslasonar, varafor-
manns fjárlaganefndar, í hádegis-
fréttum Ríkisútvarpsins á fimmtu-
dag, þegar hann lagði til að
sjómannaafslátturinn yrði afnum-
inn.
Á meðan 62þingsystkin
Björns Vals sátu
á sumarþingi í
allt sumar og
lögðu mörg hver
nótt við nýtan
dag til þess að
ná lendingu í
hinu mjög svo
umdeilda Ice-
save-máli, var Björn Valur, vara-
formaður þingnefndarinnar, sem
mest mæddi á í málinu, úti á sjó.
Þar var hann sem skipstjóri
Kleifarbergsins, og hefur vænt-
anlega bæði notið skipstjóralauna
og sjómannaafsláttar.
Er ekki tvískinnungur í því hjáþingmanninum að gera það að
sinni fyrstu tillögu eftir að hann
hefur hoppað í land, að afnema
sjómannaafsláttinn?
Svo allrar sanngirni sé gætt, þálagði þingmaðurinn ekki til að
sjómannaafslátturinn yrði aflagður
með öllu, heldur að útgerðin tæki
að sér að greiða hann. Enda er
sjómannaafslátturinn í raun ekki
annað en niðurgreiðsla skattgreið-
enda á launakostnaði útgerðarinn-
ar.
Björn Valur veit mætavel, einsog allir sjómenn, núverandi og
fyrrverandi, að ítrekað hafa
stjórnvöld reynt að koma því til
leiðar að sú leið sem hann leggur
til yrði farin, en útgerðin hefur
jafnharðan þvertekið fyrir að svo
yrði. Það sama hefur gerst nú.
Hvað gerir Björn Valur þá?
Björn Valur
Gíslason
Rétt tillaga, rangur maður
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 8 skúrir Lúxemborg 10 skýjað Algarve 20 heiðskírt
Bolungarvík 7 skýjað Brussel 12 léttskýjað Madríd 16 heiðskírt
Akureyri 2 heiðskírt Dublin 11 skýjað Barcelona 21 skýjað
Egilsstaðir 5 alskýjað Glasgow 12 skýjað Mallorca 23 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 7 rigning London 12 heiðskírt Róm 24 léttskýjað
Nuuk 6 alskýjað París 10 heiðskírt Aþena 25 heiðskírt
Þórshöfn 10 skýjað Amsterdam 14 skúrir Winnipeg 17 heiðskírt
Ósló 11 heiðskírt Hamborg 13 skúrir Montreal 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 15 skúrir Berlín 12 skúrir New York 23 alskýjað
Stokkhólmur 14 heiðskírt Vín 13 skúrir Chicago 17 léttskýjað
Helsinki 15 skýjað Moskva 11 þoka Orlando 24 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR
6. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.12 0,3 7.13 3,9 13.22 0,4 19.26 4,0 6:26 20:27
ÍSAFJÖRÐUR 3.20 0,2 9.09 2,1 15.26 0,3 21.19 2,2 6:25 20:37
SIGLUFJÖRÐUR 5.38 0,2 11.52 1,2 17.40 0,2 6:08 20:21
DJÚPIVOGUR 4.27 2,1 10.36 0,4 16.42 2,1 22.50 0,4 5:54 19:58
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á mánudag
Austlæg eða breytileg átt, víða
5-10 m/s og rigning eða skúrir.
Hiti 7 til 12 stig.
Á þriðjudag
Norðan- og norðvestan 8-13
m/s og víða rigning eða skúrir,
en hægara og bjart SA-lands.
Hiti 6 til 11 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag
Suðvestlæg átt með skúrum,
en bjart NA-lands.
Á föstudag
Breytileg átt og úrkomulítið, en
kólnar heldur.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Fremur hægur vindur, 1-7 m/s.
Rigning með köflum en þurrt á
N- og A-lands framan af degi.
Hiti 7 til 14 stig.