Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 22

Morgunblaðið - 06.09.2009, Page 22
22 Afmæli MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is E lsti Hafnfirðingurinn, Sig- urveig Guðmundsdóttir kennari, hefur ekki leyft Elli kerlingu að ná á sér góðu taki. Andinn er enn brennandi þótt líkaminn hafi látið dá- lítið undan síga og hún sé hætt að ganga á fjöll og ferðast um heiminn eins hún gerði mikið af. Og það er stutt í brosið hjá Sigurveigu þegar hún rifjar upp eitthvað skrítið og skemmtilegt. Hún er orðin sjónskert en ekki blind og notfærir sér nú hljóðbækur Blindrafélagsins. „Þetta heldur mér við andlega, þess vegna hef ég beðið fólk um að láta Blindrafélagið njóta þess ef það vill gefa mér einhverja gjöf,“ segir hún. „Og eitt vil ég taka sérstaklega fram: það er einstaklega gott að vera hér á Hrafnistu, starfs- fólkið er svo frábært, ég er eins og drottning í höll.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skráði á sínum tíma æviminningar Sig- urveigar, Þegar sálin fer á kreik. En hver er þessi kjarnakona sem gerðist kaþólsk á unglingsárum, fór í píla- grímsgöngu til Rómar, hefur alla sína tíð barist fyrir réttindum kvenna og skipti snarlega um flokk, gekk í Kvennalistann, komin á áttræð- isaldur? Hún heitir fullu nafni Sigurveig Kristín Sólveig Guðmundsdóttir og er hundrað ára í dag. Aðspurð við- urkennir hún fúslega að hafa verið „félagsmálafrík“. En stjórnsöm? „Nei, nei, en ég held hafi oft reynt að vera eins konar smali eða forystu- kind. Ég vil að fólk haldi hópinn þeg- ar það vill gera eitthvað merkilegt. Þetta er í eðlisfarinu, ég var strax svona sem krakki. Þá kallaði ég á hina til að fara í leiki.“ Vandræði og sviðnar skóbætur Og Sigurveig hefur enn sterkar skoðanir, hún studdi meðal annars stækkun álversins í Straumsvík. „Þetta er mikið vandamál. Auðvitað viljum við ekki eyðileggja landið okk- ar en við verðum nú einu sinni að lifa í þessu landi og fólk þarf að hafa at- vinnu,“ segir hún. Sigurveig verður hugsi. „Allt líður þetta hjá, allt streymir, líka þessi vandræði þjóð- arinnar núna. Móðir mín var lausa- leiksbarn, hún ólst upp í koti í Fljót- unum þar sem ekki var neitt til að éta. Húsmóðirin kom þá með skóbæt- ur, þær hreinsuðu þetta eins vel og þær gátu, sviðu yfir eldi og nöguðu. Og svo erum við að kvarta!“ Sigurveig lauk gagnfræðanámi í Flensborg og fullnaðarprófi frá Kvennaskólanum. Árið 1933 lauk hún svo kennaraprófi og var næstu átta árin við kennslu í Landakotsskóla. Hún eignaðist sjö börn með eig- inmanni sínum, Sæmundi Jóhann- essyni, sem var lengi sjómaður en hann lést 1988. Þau bjuggu á Pat- reksfirði á fimmta áratugnum en fluttu síðan aftur suður. Árið 1958 hóf Sigurveig að kenna á ný, nú við Lækjarskóla í Hafnarfirði þar sem þau hjón bjuggu í húsinu Gerði við Lækinn. „Sæmundur var mikill afbragðs- maður. Hann var alþýðuflokksmaður og við þess vegna ekki sammála í póli- tík, ég var í Sjálfstæðisflokknum. Ég er kaþólsk og Meulenberg biskup svaraði, hálfnauðugur, þegar ég spurði hvað ég ætti að kjósa: „Kjósið þér Sjálfstæðisflokkinn, hann gerir heilagri kirkju minnstan skaða.“ En Sæmundi var alveg sama hvar ég var í pólitík eða trúmálum, hann fór sinna ferða og ég minna. Hann var eiginlega nútímamaður. Þegar ég var úti í skóla að kenna í Lækjarskóla hver átti þá að elda ofan börnin? Það gerði hann og var mjög góður kokk- ur. Honum fannst svo gaman að elda að þegar ég var eitthvað að snuðra í eldhúsinu ýtti hann mér bara frá! Ég var mjög vel gift kona.“ Þrátt fyrir stóra fjölskyldu og störf sem kennari fann hún tíma til að vinna að félagsmálum fyrir Slysa- varnafélagið og Kvenréttindafélagið og var einnig virk í flokknum. En hún hefur ávallt verið mikil kvenrétt- indakona og þegar Kvennalistinn var stofnaður upp úr 1980, gekk sjálf- stæðiskonan Sigurveig til liðs við hreyfinguna, eins og ekkert væri sjálfsagðara. „Mig munaði ekkert um það! En ég hafði mjög gaman af því að vera í Sjálfstæðisflokknum, var mjög hrifin af Ólafi Thors. En líka af Einari Ol- geirssyni, hvort ég var! Þetta voru svo miklir eldhugar.“ Þegar erkihertoginn var drepinn – En hvað man hún langt aftur? „Ég man fyrst eftir mér svona þriggja eða fjögurra ára gamalli, við áttum heima þar sem hét á Steinum í Hafnarfirði,“ segir Sigurveig. „Og fyrsta heimsfréttin sem mig rámar í er þegar Titanic fórst haustið 1912. Einhvern veginn tengdi ég þetta við myndabók heima, þar var mynd af syndaflóðinu. Fólk var að drukkna á þessari mynd og ég man að ég var voðalega hrædd við þetta. Ég man eftir því að árið 1914 kem- ur faðir minn, Guðmundur Hjaltason, gangandi frá Reykjavík og áður en hann er kominn alla leið að húsinu kallar hann og segir: „Nú kem ég með ljótar fréttir, það er búið að drepa erkihertogann í Austurríki.“ Þetta orð mundi ég síðan, erki- hertogi. Þetta var morðið á Franz Ferdinand í Sarajevo, atburðurinn sem kom af stað fyrri heimsstyrjöld. Næsta ár fengu íslenskar konur kosningarétt. Faðir minn var sér- stakur áhugamaður um menntun kvenna en ég man ekki eftir umræðu um atburðinn enda bara sex ára. En annað man ég frá þessu ári; allir voru að hlaupa upp á Hamarinn í Hafn- arfirði og þeir störðu inn til Reykja- víkur. Þeir sáu svo mikinn eld, þá var miðbærinn að brenna, Hótel Reykja- vík og mörg önnur hús. Þetta var 1915. Frá árinu 1918 man ég eftir því að það var farið að kólna svo mikið og orðið sem ég heyrði svo oft var „eldi- viðarleysi“. Kolin voru svo dýr eins og allir hlutir í heimsstyrjöldinni fyrri, búðirnar tæmdust, ekkert var til. Engin mjólk var til enda kúabúin fá og þá var keypt inn þykk, dönsk mjólk í dósum sem okkur fannst voða góð. Dósirnar með einhverju rauðu og hvítu merki, líklega verið danski fáninn. Frostaveturinn mikli var byrjaður, ofan á allt eldiviðarleysið bættist kuldinn. Og ég man að Katla gaus, það var undarlegt að við sáum svo miklar eldingar á himninum yfir gos- mekkinum.“ Lærði lexíurnar við rúmið með líki föður síns „Ég var níu ára þegar faðir minn dó skyndilega í janúar 1919 í spænsku veikinni. Það var ekkert lík- hús og það mátti ekki hafa neinn hita, líkin stóðu uppi í heimilunum og eitt man ég vel: Ég sat í stól við hliðina hjá honum dánum í rúminu þegar ég las lexíurnar mínar, vildi vera nálægt honum eins lengi og ég gat. Ég grét ekki. Hugsunarháttur móður minnar, Hólmfríðar Björnsdóttur, hefur lík- lega forðað mér frá mikilli sorg. Hún sagði: Þó að hann pabbi þinn sé dáinn þá fylgir hann þér alltaf, hvar sem þú ferð. Allt sem þú gerir veit pabbi þinn um og hann hjálpar þér.“ Við mamma fluttumst til Reykja- víkur þegar ég var 16 ára, Margrét systir mín, svo falleg að karlmenn sneru sér við þegar hún gekk fram hjá, var þá þegar gift eða allavega trúlofuð. Hún var stóra systir, allt var bjart í kringum hana. Ég fékk berkla þegar ég var 14 ára í fyrsta bekk í Flensborg; afleiðing- arnar finn ég enn þann dag í dag. Ég var eitt sumar á Vífilsstöðum, fór aft- ur í skólann en veiktist á ný og lenti á Vífilsstöðum og þar var ég í nokkur ár. Þar var mikið af ungu fólki. Enn man ég tilkynningu í Morg- unblaðinu 1922. „Í dag verður bisk- upun í Landakoti, þar verður bisk- upaður Stefán frá Hvítadal og biskupsvottur verður Halldór Kiljan Laxness.“ Stefán var fermdur þenn- an dag. Og mikið var rifist um Vef- arann hans Laxness 1926. Við unga fólkið héldum öll með honum. En strákarnir fóru sumir að gera sig til og reyna að vera eins og að- alpersónan, Steinn Elliði. Þá fannst okkur þeir leiðinlegir af því að hann var leiðinlegur við kvenfólk en þeir vildu að við værum eins og kvenper- sónan Diljá, afskaplega mikil rola. Æ,já! Mest héldum við líklega upp á Stef- án af því að hann var sjálfur berkla- veikur. Davíð var náttúrlega kominn fram á sviðið en hann átti ekki svona bágt. Þegar ný ljóðabók kom út vildu allir vera fyrstir til að lesa hana og geta sagt hvaða kvæði þeim fyndist best.“ – Þú gerðist kaþólsk í æsku. Hvernig tók þitt fólk þessu? „Illa, það sagði að ég hefði svikið mína barnatrú, lúterskuna, óvirt Lút- er. En ég er ekki sammála öllu í kirkjunni, síst af öllu er ég sátt við stöðu kvenna, þótt ég eigi myndir af öllum síðustu páfunum hérna á veggnum. Ég vil að konur geti orðið prestar. Kirkjan er stór, meira en þúsund milljónir manna. Af aðeins 12 postulum Jesú var einn svikari; hvernig er þá hægt að gera ráð fyrir að allir séu heilagir í kirkjunni?“ „Ég hef oft reynt að vera eins konar forystukind“ Morgunblaðið/Ómar Ern Sigurveig Guðmundsdóttir.„Þegar ný ljóðabók kom út vildu allir vera fyrstir til að lesa hana og geta sagt hvaða kvæði þeim fyndist best.“ Ferðalangur Sigurveig hefur ferðast mikið, hér er hún í Grikklandi. ‘‘HÚSMÓÐIRIN KOM ÞÁ MEÐ SKÓBÆTUR,ÞÆR HREINSUÐU ÞETTA EINS VEL OG ÞÆR GÁTU, SVIÐU YFIR ELDI OG NÖGUÐU. OG SVO ERUM VIÐ AÐ KVARTA! Sigurveig Guðmunds- dóttir, fyrrverandi kenn- ari í Hafnarfirði, er hundr- að ára í dag og hefur sem fyrr ákveðnar skoð- anir á þjóðmálum. Hún er kaþólsk en vill að konur geti orðið prestar. Lítil Sigurveig sex ára gömul í föð- urhúsum, árið þegar íslenskar kon- ur fengu kosningarétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.