Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Herra Níels hét hann, apinn hennar Línu Langsokks. Hann klifraði upp um alla veggi, eða upp á herðar á eigandanum. Þessi litli api er hins vegar svo smár, að hann heldur um vísi- fingur eins og hann sé að klifra upp trjástofn. Hann er ungur enn, en fullvaxinn verður hann ekki nema um 20 sm. Hann og ættingjar hans búa í trjám í Suður-Ameríku og lifa á skor- dýrum, ávöxtum og laufi. Að vefja apa um fingur sér Elian Gonzalez sneri heim til Ha-vana á Kúbu 28. júní árið2000. Þessi sex ára drengur var þá orðinn tákngervingur 40 ára baráttu kúbverskra útlaga í Banda- ríkjunum gegn kommúnistastjórn- inni á Kúbu. Kúba hafði sigur í þetta sinn. Elian litli flúði frá Kúbu ásamt móður sinni og tólf öðrum í nóvember 1999 á litlum bát. Í miklu hvassviðri bilaði vél bátsins og honum hvolfdi. Aðeins þrír komust af, Elian og tveir aðrir og fundust á hjólbarðaslöngu í hafinu undan strönd Flórída. Móðir hans, Elísabet, drukknaði. Elian var komið fyrir hjá ætt- ingjum í Flórída, en faðir hans á Kúbu krafðist þess að fá drenginn heim á ný. Foreldrar Elians höfðu skilið að skiptum nokkru fyrr og ætt- ingjarnir voru ekki á því að dreng- urinn sneri aftur til Kúbu. Þeir vísuðu m.a. til þess að móðir hans hefði viljað að hann freistaði gæfunnar í Banda- ríkjunum. Málið vakti upp heitar tilfinningar, jafnt í Bandaríkjunum sem á Kúbu. Farnar voru kröfugöngur í báðum ríkjunum, þar sem þess var ýmist krafist að drengurinn yrði áfram í Bandaríkjunum, eða fengi að snúa heim til Kúbu. Fidel Kastro Kúbu- leiðtogi lét ekki sitt eftir liggja og krafðist þess að drengurinn fengi að snúa heim á ný. Repúblikanar og demókratar tók- ust heiftarlega á. Tveir menn stefndu á embætti forseta Bandaríkjanna þetta sumar, þeir Al Gore varaforseti og George W. Bush ríkisstjóri í Tex- as. Þeir reyndu að stíga varlega til jarðar. Í Miami í Flórída er stórt og öflugt samfélaga fólks frá Kúbu, sem hefur gríðarmikil áhrif í stjórn- málum. Stuðningur þess hóps er stjórnmálamönnum mikilvægur. Hörðustu baráttumennirnir vísuðu til Elians sem „litla kraftaverksins“ og líktu honum gjarnan við Móses, sem fannst í sefinu. Al Gore vildi ekki styggja þennan hóp og gaf til kynna að besta lausnin væri að Elian og faðir hans fengju að búa í Bandaríkjunum, nokkuð sem faðirinn, Juan Miguel, hafði aldrei hugsað sér að gera. Bush var á því að drengurinn ætti að vera áfram í Bandaríkjunum. Bill Clinton forseti studdi þá af- stöðu innflytjendayfirvalda, að drengurinn færi úr landi. Al Gore tók undir þá afstöðu, þrátt fyrir fyrri yf- irlýsingar. Sú breytta afstaða hans gerði honum erfitt fyrir í kosninga- baráttunni og margir vilja rekja naumt tap hans fyrir Bush í Flórída til þessa máls. Erlendir ráðamenn tóku afstöðu með og á móti og hver einasti frétta- tími var undirlagður fréttum af litla drengnum og hvað yrði um hann. Elian var eltur af fjölmiðlum í Disney World og hitti stjórn- málamenn, ráðvilltur á svip. Tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum voru á því, hvað sem allri pólitík leið, að faðirinn ætti að fá drenginn sinn heim. Sóttur af lögreglu Ættingjar Elians urðu ekki við fyr- irmælum Janet Reno dóms- málaráðherra um að afhenda dreng- inn. Sérsveitarmenn sóttu hann inn á heimili þeirra fyrir birtingu 22. apríl. Sá atburður var afar umdeildur og þótti mörgum harkalegt að senda menn með alvæpni að sækja dreng- inn. Á hitt bera að líta, að ættingj- arnir höfðu gefið í skyn að þeir ættu vopn á heimilinu og myndu ekki láta drenginn af hendi baráttulaust. Þeg- ar til kom var sérsveitin örfáar mín- útur að fara inn á heimilið og taka drenginn. Hann var í fangi frænda síns, sem reyndi að dyljast í fataskáp með barnið í fanginu. Fjórum tímum síðar var Elian kominn í fang föðurins, sem hafði flogið frá Kúbu til að endurheimta soninn. Þeir feðgar biðu svo end- anlegs úrskurðar í Bandaríkjunum, um hvort drengurinn ætti að vera þar eða fara. Áfrýjunardómstóll bandaríska al- ríkisins komst að þeirri niðurstöðu að ættingjar Elians í Bandaríkjunum hefðu ekki rétt til að fara fram á póli- tískt hæli þar fyrir hans hönd. Dreng- urinn væri ólögráða og aðeins á færi föðurins að ákvarða framtíð hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði svo föður hans að taka hann með sér til heimalands síns. Við komuna til Kúbu 28. júní árið 2000 varð Elian þjóðhetja. Í Cardé- nas, þar sem Elian býr, hefur verið sett upp „Safn um baráttu hug- mynda“. Þar er sérstakt Elian- herbergi, þar sem bronsstytta af drengnum með steyttan hnefa á lofti er í öndvegi. Heima hjá ættingjum hans á Flórída hefur líka verið komið upp eins konar safni, þar sem svefn- herbergi drengsins er óbreytt frá því sem var þegar hann dvaldi þar í fimm mánuði. Fidel Castro Kúbuleiðtogi er vinur Elians, að því er drengurinn sagði í viðtali fyrir fjórum árum. Hann sagð- ist raunar líta á leiðtogann sem föður sinn og sést oft við opinber tækifæri á spjalli við leiðtogann. Elian er nú á 16. ári. Í fyrra gekk hann í Samtök ungra kommúnista á Kúbu. rsv@mbl.is Deila „Skilið drengnum okkar“ stóð stórum stöfum undir mynd af Elian á veggspjaldi á götu í Havana, höf- uðborg Kúbu, þegar deilan um drenginn stóð sem hæst. AP Félagar Kúbuleiðtoginn Fidel Castro og Elian Gonzales spjalla saman á Menningardegi Kúbu í október 2004. Elian var þá tæplega 11 ára. Milliríkjadeila um lítinn dreng Ráðstefna – 10. september 2009 Dagskrá / Agenda 13:00 Setning / Welcome–Chairman of The Icelandic Travel Industry Association Hr. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 13:05 Ávarp / Address Fr. Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra / Minister of Tourism 13:15 Almennt um fundamarkaðinn – Hver er staðan í dag? General introduction to the meetings sector – What is happening today? Mr. Paul Flackett, Managing Director IMEX 14:00 Fundamarkaðurinn og ávinningur samfélagsins The meetings industry & benefits to the local community Mr. Patrick Delaney, Managing Director, Co – Founder OVATION Global DMC 14:45 Kaffihlé / Coffee break 15:00 Hvernig náum við í viðskiptin? / Winning the business Mr. Lutz Vogt, General Manager, German Convention Bureau 15:45 Möguleikar Íslands / Iceland potential Fr. Anna R. Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands 16:05 Framtíðarstefna Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina Future strategy of the new Conference Centre by the harbour Hr. Pétur J. Eiríksson, chairman of Portus Group 16:25 Hlé / Break 16:40 Pallborð - Ráðgjöf til íslenskra fyrirtækja Panel Session – Professional advice to Icelandic companies Paul Flackett, Patrick Delaney, Lutz Vogt and Árni Gunnarsson 17:30 Ráðstefnuslit – Conference close Ráðstefnustjóri – Rósbjörg Jónsdóttir, Dir. of Marketing Hotel Holt / Chair of the Accommodation Committee of SAF Verð: 4.900 kr. (3.500 kr . per mann umfram einn frá sama fyrirtæki). Þátttaka tilkynnist í síma 511-8000 eða með tölvupósti info@saf.is Hilton Reykjavík Nordica Mikilvægi fundamarkaðarins Importance of the meeting industry
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.