Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 53
ekki að slíkur öðlingur færi að flytja frá Íslandi. Ég held að hún hafi skynj- að að ástina væri að finna hér heima. Það reyndist rétt því stuttu eftir heimkomuna kynntist Sigurður ást- inni sinni, Herdísi Tómasdóttur. Her- dís og Sigurður voru mjög samhent. Samband þeirra var sérstaklega fal- legt og einkenndist af gagnkvæmri ást og virðingu. Þau voru bæði miklir fagurkerar og bjuggu sér og börnunum einstak- lega fallegt heimili. Þau voru höfð- ingjar heim að sækja og þar var alltaf glatt á hjalla. Við Gyða áttum einstak- lega góðar stundir með þeim. Einnig var einlægt samband þeirra Herdísar og Sigurðar við Friðfinnu móður mína og systur mínar, Dísu og Sig- rúnu. Sigurður stofnaði Tækniþjón- ustuna sf. ásamt fleirum og oft leitaði ég til hans um úrlausn á flóknum verkefnum, sem hann leysti ávallt með prýði. Sigurður var dagsfarsprúður, kát- ur og léttlyndur í allri umgengni. Hann var náttúru- og útilífsunnandi, göngumaður góður og skíðamaður. En hann var ekki einn um þessi áhugamál því Herdís var hans föru- nautur. Elsku Herdís, missir þinn og fjöl- skyldu þinnar er mikill og sár, en minningin um góðan dreng mun lifa. Við Gyða og Dísa systir vottum þér, fjölskyldu og aðstandendum innilega samúð okkar. Haukur Arnar Viktorsson. Fyrir 26 árum söfnuðu vinir okkar saman hópi hjóna til þess að ganga um víðáttur landsins. Í þessum hópi voru meðal annarra Herdís og Sig- urður og við. Var þetta upphaf að góðri vináttu milli okkar. Árlegar gönguferðir og veislur þar sem litið var yfir farinn veg eru eftirminnileg- ar. En tækifærin til að hittast voru enn fleiri, svo sem afmæli, brúðkaup, Rótarý, jólaboð og aðrir vinafagnaðir. Sigurður var hógvær, háttvís, hreinskiptinn, hjartahlýr og heiðar- legur, allt með hástöfum skrifað. Eftir á að hyggja er H-ið einkennandi fyrir hann. Í júlí gekk gönguhópurinn yfir Hallormsstaðaháls og yfir upptök Hafursár en Sigurður fæddist á sam- nefndum bæ. Í landi Heyholts í Borg- arfirði undu þau hjón við gróðurrækt og smíðar. Þessu lífi lauk síðan á Herðubreið. Það lék allt í höndum þeirra hjóna, hann var völundur til verka og hún listamaður af Guðs náð. Var unun að fylgjast með einstaklega samhentum hjónum og verkum þeirra. Stærsta H-ið er þó Herdís sem hugurinn dvel- ur hjá á erfiðri stundu. Við sendum henni og fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um mæt- an mann lifir og huggun er í öllu því fallega sem Sigurður skilur eftir sig. Guðrún Sveinsdóttir, Jón B. Stefánsson. Eg vil með fáum orðum minnast Sigurðar Oddssonar. Ég varð þess láns aðnjótandi að kynnast fjölskyld- unni á Vesturströnd 5 ungur að árum. Tommi, sonur þeirra hjóna, hefur verið minn besti vinur frá því ég man eftir mér og var ég mikið inni á heimili þeirra á mínum uppvaxtarárum. Sig- urður var einstaklega vel gerður mað- ur með hlýja og einlæga nærveru og hafa margar góðar minningar rifjast upp fyrir mér undanfarna daga. Ég fékk margoft að fara með fjöl- skyldunni í skíðaferðir í Skálafell og aðrar útivistarferðir. Það var alltaf farið snemma af stað til að nýta dag- inn vel og með gott nesti. Það fór mjög vel um mig í þessum ferðum. Mér hefur þótt vænt um að þegar við höfum hist á liðnum árum höfum við rifjað upp þessar ferðir. Á skólaárunum, allt frá grunnskóla og gegnum háskóla, meðan Tómas bjó í heimahúsum, nutum við skóla- félagarnir margoft einstakrar gest- risni og hlýhugar Sigurðar og Her- dísar. Stór vinahópurinn var ávallt velkominn á Vesturströnd 5 og köll- uðum við hann okkar á milli „Sigga á Nesinu“ með mikilli virðingu. Margir hafa nú misst góðan mann en minningin um Sigga Odds mun lifa. Aðalsteinn Jónsson. Minningar 53 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 ✝ IngimundurSmári Björnsson fæddist í Laufási í Víðidal í V-Húna- vatnssýslu, 28. apríl 1947. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi föstudaginn 21 ágúst sl.. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jóns- dóttir húsmóðir í Laufási, f. 1913, d. 1994 og Björn Líndal Guðmundsson bóndi í Laufási, f. 1906, d. 1996. Systkini Smára eru: a) Inga Björnsdóttir, Stöðvarfirði, f. 1935, var gift Kristni Sigurðssyni, látinn, börn hennar eru Hafdís Magn- úsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Sævar Kristinsson, Björn Ingi Kristinsson, Halldór Kristinsson, Hafsteinn Kristinsson og Jónas Ægir Kristinsson. b) Trausti Björnsson, f. 1938, búsettur á Laug- arbakka, var kvæntur Lilju Kol- brúnu Steindórsdóttur, látin, börn þeirra eru Dóra Kristín Trausta- dóttir og Björn Líndal Traustason. c) Jón Helgi Björnsson, f. 1948, bú- settur í Danmörku, kvæntur Dag- björtu Sveindóttur, börn hans eru Ingibjörg Jónsdóttir og Sigríður Jónsdóttir og stjúpbörn hans eru Borga Harðardóttir, Sigurður Héð- inn Harðarson og Pétur Jónsson. Smári ólst upp hjá foreldrum sín- um í Laufási og fékk snemma áhuga á bifvélavirkj- un. Hann vann við vélaviðgerðir bæði á Íslandi og einnig um tíma í Svíþjóð og Nor- egi. Smári kvæntist 28.10.1982, Álheiði Ósk Einarsdóttur frá Bjarmalandi í Vest- mannaeyjum, f. 1943. Þau áttu engin börn saman en áður átti Álfheiður Guðrúnu Eyju Hafliðadóttur, f. 1963, d. 1968, og þrjú önnur sem urðu jafnframt fóst- urbörn Smára: Bjarna Diðrik Sig- urðsson prófessor, f. 1966, maki Anna Jónsdóttir, börn þeirra eru Sigurður Sturla Bjarnason og Hekla Hrund Bjarnadóttir; Einar Rúnar Sigurðsson, ferðaþjón- ustubóndi í Hofsnesi í Öræfasveit, f. 1968, maki Matthildur Unnur Þor- steinsdóttir, börn þeirra eru Aron Franklín Jónsson, Ísak Einarsson og Matthías Einarsson; Eyrún Ósk Sigurðardóttir leikskólakennari, f. 1972, sonur hennar er Salómon Smári Óskarson. Smári og Álfheiður voru fyrst bú- sett á Hornafirði, síðar í Vest- mannaeyjum og síðustu 8 árin á Hvolsvelli. Útför Smára fór fram í kyrrþey. Jarðsett var í Hvolsvall- arkirkjugarði. Meira: mbl.is/minningar Smári var hægur, hljóðlátur og fá- máll en glaðværðin var aldrei fjarri. Ég tók eftir þessum manni þegar hann starfaði í FES-Vestmannaeyj- um. Hann var iðulega í vélastörfum. Hann fæddist í Laufási í Víðidal. Skólaganga hans var stutt en lang- skólanámið var vélaverkstæðið heima og á Laugarbakka. Hann fór til Noregs og Svíþjóðar til að vinna og lagfæra vélar. Hann bjó á Flötum 10 með Heiðu sinni og börnum hennar þeim Bjarna, Einari og Eyrúnu. Hann fór að venja komur sínar í Betel en Heiða hafði fáum mánuðum áður gengið í söfnuðinn. Ég vissi ekki hvernig Smára líkaði samkomuhald eða prédikun. Svo kom Smári með okkur að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð að und- irbúa sumarmót Hvítasunnumanna. Ýmislegt þurfti að undirbúa fyrir slíkt mót. Prédikunin þar greip Smára. Hann fór til fyrirbænar yfirvegaður og rór. Þá varð bylting í lífi Smára. Honum varð ekki svefnsamt þá nótt. Ég hitti hann árla um morguninn og heilsaði. Hann tók undir á ógleyman- legan hátt, kom til mín og sagði: „Mig langar nú bara að taka utanum þig!“ það var hlýtt faðmlag frá góð- um manni. Kvöldið áður hafði hann reynt kröftuga heilags anda snert- ingu. Trúin á Jesú, að hvort sem ég lifi eða dey þá er ég Drottins, hélt hon- um uppi í dauðastríði. Snorri í Betel. Smári Björnsson ✝ Björgvin Þór Guð-mundsson fæddist á Seyðisfirði 26. sept- ember árið 1957. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Svanhvít Hannesdóttir, f. í Fagradal í Vopnafirði 17. janúar 1928 og Guðmundur Vigfús Björgvinsson, f. á Ket- ilsstöðum í Jökuls- árhlíð 1. maí 1925. Systkini Björgvins eru Rúnar, f. 1951, Guðríður Birna, f. 1952, Stefán Árni, f. 1954, Hannes Sigurður, f. 1959, Hilma Lind, f. 1963 og Sólveig Dögg, f. 1965. Hálf- systir Björgvins sammæðra er Vil- borg Helgadóttir, f. 1970. Sambýliskona Björgvins síðustu tvo áratugi er Ingi- björg Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, f. 1953. Björgvin bjó fyrstu æviárin á Seyðisfirði og síðan á Egils- stöðum. Haustið 1962 flutti hann að Skála- túni í Mosfellssveit og bjó þar til 1980. Eftir það bjó Björgvin á sambýlum í Reykja- vík á vegum Áss styrktarfélags. Lengst af í Auð- arstræti 15. Björgvin var um tíma nemandi í Þjálfunarskóla ríkisins við Stjörnugróf. Hann vann í Bjark- arási og síðar á vinnustofunni Ási. Útför Björgvins fór fram frá Digraneskirkju 6. ágúst. Meira: mbl.is/minningar Björgvin minn, ég trúi því ekki að þú, þessi góði drengur, sért farinn. Björgvin var alltaf hress og kátur, það var gott að búa með honum og gaman að kynnast honum. Við rædd- um oft um daginn og veginn en við unnum saman á Ási. Ég vona að nú líði honum vel og að Guð veri með honum. Hvíl í friði. Þinn vinur, Stefán sendill. Ég kynntist Björgvini í Skálatúni á síðustu öld. Hann var tíu ára gam- all þegar ég kynntist honum. Hann gerði stundum að gamni sínu þegar vel lá á honum. Við fórum oft út að labba í góða veðrinu og við löbbuðum á hitaveitustokknum. Það var gaman að ganga út í góða veðrinu í Skála- túni. Gaman að vera úti með góðu fólki en ég hafði mest kynnst honum. Þá var oft gaman að vera til og tína blóm í haganum. Björgin var vinur minn í 42 ár. Við fórum oft í bíó um helgar að sjá góða mynd í Háskóla- bíói klukkan þrjú. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þín vinkona Ingeborg Eide Geirsdóttir. Björgvin Þór Guðmundsson Ævi Guðrúnar Stef- ánsdóttur móðursyst- ur okkar var löng, far- sæl og að sumu leyti ströng. Minning okkar um hana er samofin hugrenningum okkar um Skuld, heimili móður- ömmu og afa okkar. Skuld var vett- vangur fjölskyldumeðlima, vina og nágranna fyrir samveru, skeggræð- ur og spil. Þessar minningar virðast okkur systrabörnum Guðrúnar nú fjarlægar í mósku tímans, frá því löngu fyrir gos. En þetta eru góðar minningar sem hafa búið notalega um sig í hugarfóstri okkar. Guðrún var elsta systir móður okkar og ein fimmtán ár á milli þeirra. Elsti sonur hennar, Stefán eða Denni, var nánast eins og bróðir mömmu. Þó að aldursmunirinn á mömmu og Guðrúnu væri töluverður var mjög kært á milli þeirra og sterkur strengur. Heimili Guðrúnar eftir að hún fluttist til Reykjavíkur eftir gos var dýrmætt athvarf fyrir okkur þegar við áttum erindi í bæ- inn. Dyrnar og faðmurinn voru alltaf opin og þegar Stefán bróðir okkar hóf sitt háskólanám sinnti hún hon- um eins og eigin syni. Hann snæddi Guðrún Stefánsdóttir ✝ Guðrún Stef-ánsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní árið 1908. Hún lést 13. ágúst sl. Útför Guðrúnar var gerð frá Landa- kirkju 5. september sl. ófáa málsverðina í Tjarnarbólinu og á sunnudögum var yfir- leitt reitt fram lamba- læri að hætti „mömmu“. Erna syst- ir okkar átti einnig margar gistinætur hjá Guðrúnu í sínum er- indagjörðum í höfuð- borginni þar sem mörgum kvöldstund- um var eytt í notalegt spjall. Erna minnist hennar ekki bara sem frænku heldur vin- konu og reyndar átti Guðrún þær margar og á öllum aldri. Aldursmun- ur var óþekkt fyrirbæri í þessu sam- hengi. Við minnumst hennar léttu lundar og ríku kímnigáfu. Þó mikið hafi reynt á hana í lífinu bar hún það ekki utan á sér, yfir henni var reisn og myndugleiki og alltaf var stutt í hennar létta, vinalega hlátur. Þegar systurnar þrjár, Guðrún, Eygló og Minna, móðir okkar, komu saman var mikið hlegið og gantast, gaman- sögur sagðar af samferðafólki þar sem eftirherman fékk að njóta sín. Guðrún var heiðarleg og réttsýn kona sem kom fram við samferða- menn sem jafningja. Við þökkum okkar góðu frænku alla umhyggjuna, væntumþykjuna og hlýjuna og kveðjum með miklum söknuði. Blessuð sé minning Guð- rúnar Stefánsdóttur frá Skuld. Margrét Rósa, Erna, Tómas, Stefán Haukur, Iðunn Dísa og Ingunn Lísa Jóhannesarbörn.                          ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HALLDÓRS KRISTINS VILHELMSSONAR söngvara og trésmiðs, Furulundi 10, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítala Landakoti fyrir einstaka alúð og umhyggju í veikindum hans. Áslaug B. Ólafsdóttir, Sigurður Halldórsson, Stefanía Adolfsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÞORLÁKSDÓTTUR, Hávallagötu 33, Reykjavík. Arnfríður Sigurðardóttir, Erna Sigurðardóttir, Már Gunnarsson, Ásgeir Sigurðsson, Marín Pétursdóttir, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Björg Jónasdóttir, Kristín Huld Sigurðardóttir, Erin, Patrick Steinn, Þór Sigurður, Fjóla, Sigurður, Pétur Steinn, Sólveig, Kristín Auður, Aðalheiður Björg, makar og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.