Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 27

Morgunblaðið - 06.09.2009, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Leikir og lærðir hafa löngumvelt því fyrir sér hvort tónlistsköpuð af okkur mönnunumnái eyrum annarra lífvera á jörðinni. Þannig komst greinarhöf- undur að því fyrir hreina tilviljun að gári sem hann átti sem barn var for- fallinn aðdáandi bandaríska tónlistar- mannsins Bruce Springsteens. Í hvert sinn sem hann heyrði í Springs- teen í útvarpinu umturnaðist gárinn, steig trylltan dans í búri sínu og söng af hjartans innlifun. Lagið Dancing in the Dark var í sérstöku uppáhaldi. Um leið og Springsteen lauk flutningi sínum steinþagnaði gárinn enda þótt lög með öðrum tónlistarmönnum kæmu í kjölfarið. Honum gat ekki staðið meira á sama um þá. Tveir áratugir eru síðan gárinn flaug á fund feðra sinna en ég hef allt- af verið sannfærður um að Springs- teen færði honum ósvikna gleði. Lit- aði fábrotna tilveru fuglsins. Ef til vill er það misskilningur. Getur verið að gárinn hafi hatað Springsteen eins og pestina og viljað þagga niður í kauða? Það er erfitt að segja en engum blöð- um er um það að fletta að gárinn átti við geðræn vandamál að stríða. Síð- ustu ár ævi sinnar hékk hann t.a.m. öllum stundum á hvolfi í búri sínu. En það er önnur saga. Apar vilja apatónlist Þetta rifjaðist upp fyrir mér í vik- unni þegar ég rakst á grein í breska dagblaðinu The Guardian þess efnis að vísindamenn væru búnir að semja tónlist byggða á apahljóðum sem rannsóknir sýndu að höfðaði mun betur til apanna en tónlist málsmet- andi listamanna úr mannheimum. Liður í rannsókninni var að leika brot úr fjórum ólíkum tónverkum fyr- ir fjórtán apaketti (e. cotton-top tam- arin). Meðan á flutningi stóð fylgdust vísindamennirnir grannt með hegðun apakattanna og hvort tónlistin hefði einhver áhrif á þá. Tónverkin voru Adagio fyrir strengi eftir Samuel Barber og þrjú rokklög: The Fragile með Nine Inch Nails, Of Wolf and Man með Metal- lica og The Grudge með Tool. Niðurstaðan var sú að Barber, To- ol og Nine Inch Nails fóru fyrir ofan garð og neðan enda þótt öllum lægi þeim mikið á hjarta. Metallica náði aftur á móti eyrum apakattanna og – merkilegt nokk – hafði róandi áhrif á þá. Eins og menn þekkja er Metallica þekkt fyrir allt annað en vögguvísur. Skildu apakettir vera öfugsnúnari en aðrar skepnur? Þessi niðurstaða rennir vitaskuld stoðum undir þá kenningu að tónlist Metallica sé merkilegri en önnur tón- list manna. Eða hvað? Fróðlegt væri að rannsaka næst hvaða áhrif dauðarokksveitir á borð við Entombed eða Mayhem hafa á þessa ágætu apaketti. Þeir steinsofna kannski yfir þeim? Slöppuðu af og átu meira Þegar búið var að gefa apakött- unum tóndæmi úr mannheimum var „apatónlistin“ leikin, þ.e. tónlist byggð á hljóðum sem öruggir og af- slappaðir apar gefa frá sér. Ekki var um að villast, apakettirnir brugðust við tónlistinni og tengdu greinilega tilfinningalega við hana. Hún virtist gera þá rólegri, auk þess sem þeir átu meira meðan hún hljómaði. Alltént var það niðurstaða vísindamannanna. Spurning hvað lýðheilsuyfirvöld segja við þessu? Að sama skapi hafði tónlist byggð á hljóðum sem taugaveiklaðir apakettir gefa frá sér slæm áhrif á apakettina í tilrauninni. Þeir tóku að iða og urðu óöruggir með sig. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vikunni í vísindatímaritinu Royal Society Journal Biology Lett- ers og segja höfundarnir að þær muni hjálpa vísindamönnum að skilja betur uppruna tónlistar og áhrif hennar á heilastarfsemina. Fram kemur að tónlist sé víða leik- in fyrir dýr á rannsóknastofum í því augnamiði að auka á þægindi þeirra en þessar niðurstöður benda til þess að það geti verið varasamt. Eða eins og Chuck Snowdon, sál- fræðingur við Wisconsin-háskóla bendir á: „Við getum ekki gengið út frá því sem vísu að aðrar lífverur hríf- ist af tónsköpun okkar bara vegna þess að við erum menn. Hvers vegna ætti apa að þykja okkar tónlist þægi- leg, sjálfum þykir mér „apatónlistin“ frekar pirrandi.“ Reuters Afslappandi Apakettirnir fjórtán í rannsókninni slökuðu á þegar þeir heyrðu í James Hetfield og félögum í bandarísku þrasssveitinni Metallica. Slöppuðu af með Metallica Kostulegur Apaköttur af þeirri gerð sem tók þátt í rannsókninni. Ný rannsókn sýnir að apakettir vilja frekar hlusta á tónlist byggða á eigin hljóðum en háþróaða tón- list úr mannheimum. Þeir róast þó við að heyra í gamla góða málm- skrímslinu, Metallica. Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Joseph Stiglitz, Columbia University, tekur þátt í opnum umræðum í Öskju, stofu 132, mánudaginn 7. september 2009, kl. 12.30-14.30 Eins og kunnugt er gerðu íslensk stjórnvöld lánasamning við AGS í nóvember s.l. sem byggir á forsendum þess tíma. Eftir afgreiðslu fyrsta hluta lánsins frá sjóðnum hefur frekari greiðslum verið frestað ítrekað. Lítil umræða hefur verið um hver raunveruleg áhrif sjóðsins eru hér og að hve miklu leyti aðgerðir stjórnvalda og áætlanir um niðurskurð í ríkisútgjöldum eru samkvæmt kröfum sjóðsins - eða yfirleitt hverjar kröfur sjóðsins eru. Þá hefur lítið verið fjallað um forsendur lánsins. Þátttakendur í panel með prófessor Stiglitz verða Ársæll Valfells, Gylfi Zoega, Jón Daníelsson og Lilja Mósesdóttir. Egill Helgason stýrir umræðum. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. HAGFRÆÐIDEILD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.