Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Framleiðendur leik-fanga hafa oft sættgagnrýni fyrir að
selja leikföng, sem for-
eldrum þykja ýta undir
ofbeldi eða vera á annan
hátt óæskileg fyrir börn-
in.
Nú er komin á markað
dúkka, sem virðist slá
fyrri met hvað þetta
varðar. Dúkkunni fylgir
hringlaga svið með blikk-
andi diskóljósum og á
sviðinu er súla. Dúkkan
getur farið „upp og niður
og hring eftir hring“ eins
og framleiðendurnir aug-
lýsa stoltir.
Markaðssetningin
virðist hins vegar misráð-
in, ef marka má frétta-
flutning og bloggskrif er-
lendis. Viðbrögðin eru flest á sömu
lund: Foreldrar eru ævareiðir yfir
að nokkrum skuli detta í hug að búa
til dúkku, sem er súludansmær.
Hvaða skilaboð senda slíkar dúkkur
til barnanna, sem leika sér með þær?
Fyrir tæpum þremur árum varð
mikið uppnám í Bretlandi, þegar
verslanakeðjan Tesco seldi súlur í
leikfangadeildinni. Súlurnar voru í
bleikum kössum og fylgdi sögunni
að þær væri auðvelt að setja upp
heima og svo gæti hver dansað af
hjartans lyst. Síðar kom í ljós, að
súlurnar voru alls ekki ætlaðar til
sölu í leikfangadeildum, svo ekki var
við framleiðandann að sakast. Tesco
fékk hins vegar skömm í hattinn fyr-
ir að setja þær í hillurnar hjá Bar-
bie-dótinu.
Þegar fréttist af súludansdúkk-
unni urðu margir til að benda á ýmis
vafasöm leikföng önnur. Til dæmis
fæst dúkka, sem gefur frá sér hljóð
eins og barn sem drekkur af brjósti.
Það gerir hún þó aðeins, þegar and-
lit hennar er lagt upp að sérstökum
bol eigandans. Litla stúlkan, því oft-
ast eru það stúlkur, klæðist sem
sagt bleikum bol með áföstum blóm-
um í geirvörtustað. Í dúkkunni eru
skynjarar, sem kveikja á hljóðinu í
dúkkunni þegar hún er lögð að
barmi barnsins.
Hverjum líkist barnið?
Börnin eru ekki ein um að vilja
leika sér með dúkkur. Hugmynd
læknis í London gengur út á að
verðandi foreldrar fái dúkku, sem
lítur út eins og ófætt barn þeirra.
Eftir að móðirin hefur farið í
þrívíddarómskoðun er myndin af
fóstrinu notuð til að skapa ná-
kvæma eftirmynd af því. Foreldr-
arnir geta farið stoltir og glaðir með
eftirmyndina heim í lófanum, í stað
þess að sýna ættingjum óskýrar,
svarthvítar myndirnar, sem hingað
til hafa nægt flestum.
Uppfinningamaðurinn segir
dásamlegt að sjá svipinn á foreldr-
unum, þegar þeir átti sig á hversu
smátt fóstrið er.
Framfarir? Dæmi hver fyrir sig.
rsv@mbl.is
Brjóstagjöf Dúkkan sýnir viðbrögð um leið og
hún er lögð upp að „geirvörtu“ eigandans.
Mamma, ég vil
fá súludansmey!
Súludans Kannski gefur svona dúkka börnum hugmyndir um framtíðarstarf?
© Royal College of Art London
Fóstur Svona lítur sá stutti út, alveg eins og pabbi sinn.
Það er800 7000 • siminn.is
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
38
91
8
INTERNET SÍMANS
Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging
Leið 3:
Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu,
Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess
fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum.
Hraði,
16 Mb/sek*.
Gagnamagn,
120 GB.
Verð 7.190 kr.
* Hraði allt að 16 Mb/sek.