Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Eftir Stefán Snævarr N óbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz gistir Ísland þessa dagana og er flestum aufúsu- gestur. Hann er Bandaríkjamaður af gyðingaættum og var í heiminn borinn á því herr- ans ári 1943. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt, unnið hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, skrifað alþýðleg fræðirit, meðal annars um hnatt- væðinguna, stundað rannsóknir á sviði upplýsingahagfræði o.s.frv. Þær rannsóknir veittu honum Nób- elsverðlaunin árið 2001. Upplýsingar og hagfræði Á Íslandi er vart messufært meðal hagfræðinga nema hinum „frjálsa“ markaði sé sungið lof og prís. En úti í hinum stóra heimi er fjöldi hag- fræðinga sem ekki tekur undir þann rammfalska söng, Stiglitz er einn þeirra. Hann tilheyrir þeim fríða flokki vísindamanna sem gagnrýna frjálshyggjuna og það af talsverðri hind. Það sé engin tilviljun að hönd markaðarins sé ósýnileg, hún sé nefnilega ekki til! Frjáls markaður hafi að forsendu að allir hafi jafnmikla þekkingu, jafn góða yfirsýn yfir alla kosti. En því sé ekki að heilsa í hinum napra veru- leika handan frjálshyggjukenning- anna hátimbruðu. Þekking markaðs- gerenda sé einatt ósamhverf (asymmetrísk), allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir þegar markaðsþekking er annars vegar. Yfirleitt eigi „the usual suspects“, þ.e. hinir ríku og voldugu, greiðari aðgang að markaðsþekkingu en sauðsvartur almúg- inn, það er munur á Jóni og séra Jóni á markaðnum helga. Þetta er einn meg- inþátturinn í upplýsinga- hagfræði Stiglitz en kjarni hennar er nákvæm greining á upplýsingum sem gerendur í efnahags- lífi hafi. Þær séu enda burðarás hvers kyns efna- hagsstarfsemi. Skammarstrik AGS Stiglitz telur að hagfræ- ðikreddur frjálshyggjunnar eigi sök á ýmsu sem miður fer í hnattvæðingu samtímans. Hann er ómyrkur í máli um markaðs- strangtrúarstefnu AGS. Sjóðurinn gefi sér fyrirfram að frjáls markaður sé ævinlega lausnin á öllum efna- hagsvanda. Starfsmenn hans skilji ekki að frjáls markaður virki ekki al- mennilega við skilyrði þar sem upp- lýsingar manna eru takmarkaðar. Það þýðir einfaldlega að hann muni aldrei virka almennilega því útilokað má telja að menn verði alfróðir. Til að gera illt verra nenni sjóðs- menn ekki að kynna sér sérstakar aðstæður í einstökum ríkjum. Þess séu dæmi að þeir hafi ljósritað skýrslur um land X og yfirfært yfir á land Y án þess að vita neitt um Y. Þessi kreddutrú leiddi til þess að sjóðurinn þvingaði Austur-Asíuríkin til opinbers sparnaðar sem lausn á kreppu áranna rétt fyrir aldamót. En sjóðsmönnum yfirsást sú stað- reynd að gróði var á fjárlögum í þessum löndum og að rætur krepp- unnar voru ekki hjá ríkinu heldur einkafyrirtækjum. Ábyrgðarlaus einkafyrirtæki höfðu ástundað fjár- glæfrastefnu og spekúlasjónir, ekki síst í fasteignum, að sögn Stiglitz (segir orðasambandið „ábyrgðarlaus einkafyrirtæki“ Íslendingum eitt- hvað?) Ekki fær stefna sjóðsins í mál- efnum Rússlands hærri einkunn hjá nóbelsverðlaunahafanum. Hann seg- ir að ráðgjafar sjóðsins hafi skipst í tvær fylkingar, frjálshyggjumenn vildu „sjokkterapíu“, sem þýðir „einkavæðingu strax í gær“. Þeir skynsömu (Krugman og Stiglitz) vildu fara hægar í sakirnar, leggja grundvöll að réttarríki og skapa skattakerfi. Án almennilegra réttar- og skattakerfa virki markaðurinn ekki. Eymd frjálshyggjunnar Frjálshyggjumenn telja líka að þróunaraðstoð sé af hinu illa en því andæfir Stiglitz kröftuglega. Sumar þjóðir búa við svo veikburða efna- hagskerfi að þær geta ekki tekið þátt í alþjóðaviðskiptum. Til að gera þeim kleift að verða „alvöru“ mark- aðsgerendur verður að veita þeim aðstoð. Enn fremur segir Stiglitz að mola- kenning (trickle down theory) frjáls- hyggjunnar standist ekki. Mola- kenningarsinnar halda því fram að hinir ríku spari meira en hinir fá- tæku, sparnaðinum sé fjárfest og all- ir hagnist á fjárfestingunum. En í Austur-Asíuríkjunum er mikill sparnaður þótt tekjum sé frekar jafnt dreift. Þessi ríki hafi reynt að koma í veg fyrir mikinn ójöfnuð og jafnframt auka hagvöxt. Þeim tókst það, falsspámönnum molakenning- arinnar til mikillar hrellingar. Ekki eigi falsspámennirnir auð- veldara með að skýra þá staðreynd að lífskjör almennings versnuðu á blómaskeiði frjálshyggjunnar í Bret- landi Viktoríutímans. Eða geta molakenningarsinnar skýrt hvers vegna kjör hinna verst stæðu vest- anhafs versnuðu á níunda áratug síðustu aldar, áratug mikillar markaðsvæðingar? Eftir þrjátíu ára Stiglitz og eymd Hagfræðingurinn Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, gagnrýnandi frjálshyggju. Bækur Nokkur rita Stiglitz um hagfræði. – meira fyrir áskrifendur Fjármál heimilanna Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Það eru erfiðir tímar og þrengir að fjárhag landsmanna. Margir standa ráðþrota frammi fyrir vaxandi skuldum og atvinnuleysi á meðan aðrir vita ekki hvað gera skal við sparnað og fjár- festingar til að forða þeim frá frekara tjóni. Hvernig er staðan og hvað er til ráða svo fólkið í landinu komist hólpið út úr kreppunni? Viðskiptablað Morgunblaðsins skoðar fjármál heimilanna í veglegu sérblaði 10. september næstkomandi • Hvaða úrræði standa venjulegum heimilum til boða til að rétta úr kútnum? • Hvaða leiðir eru færar til að spara í útgjöldum heimilisins án þess að draga úr lífsgæðum? • Kunna Íslendingar að fara með peninga eða kunna þeir ekki að varast gildrurnar? • Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem vilja geyma spariféð sitt? • Hvaða kostir og gallar eru við það að lengja í lánum? Spennandi úttekt sem á erindi við alla landsmenn. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir 569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Auglýsingapantanir eru í síma 569 1134 eða sigridurh@mbl.is til 7. september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.