Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 32
32 Uppruninn
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Alþýðulýðveldið Srí Lanka er
65.610 km² eyríki út af suðaust-
urströnd Indlandsskaga með tæp-
lega 20 milljón íbúa.
Fram til 1972 nefndist landið
Sey lon.
Opinbert tungumál er sinhala, auk
tamílsku og ensku.
Gjaldmiðill er rúpía.
Srí Jajevardenepúra, stjórn-
sýsluleg höfuðborg, er í útjaðri Co-
lombo, og hefur þingið haft þar að-
setur frá 1982.
Colombo, sem áður var höfuðborg,
er fjölmennasta borgin með um
650 þúsund íbúa.
Þjóðarlén er .lk.
!!"
Srí Lanka
Morgunblaðið/Heiddi
Sandra Oddsdóttir fæddist 29. nóvember 1984 í Colombo á Sri Lanka.
Margrét Erlingsdóttir og Oddur Rósant Ólafsson ættleiddu hana nokk-
urra mánaða gamla.
Hún á íslenskan bróður, Róbert, sem er þremur árum yngri en hún.
Þau systkinin ólust upp hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði, þau búa
núna á Selfossi.
Sandra á þriggja ára dóttur, Asíu Björk. Þær mæðgur bjuggu í fjóra
mánuði með föður Asíu á Írlandi, en fluttust aftur til Selfoss fyrir
rúmu ári.
Sandra stundaði nám í Iðnskóla Reykjavíkur/Tækniskólanum í graf-
ískri miðlun og stefnir á nám í Margmiðlunarskólanum í haust. Draum-
ur hennar er að vinna við teiknimyndagerð og fleira sem tengist marg-
miðlun.
Hún vinnur á kvöldin á lyfjavaktinni á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði.
Sandra
upp á okkur héldum við þreytt og
ánægð á hótelið. Ég gat varla sofnað
fyrir tilhlökkun yfir að eyða næsta
degi með bróður mínum og fjöl-
skyldu. Innan skamms yrði ég hjá
henni, bai amma, móður minni.
Ógleymanleg stund
Bróðir minn og bílstjóri sóttu
okkur klukkan sex um morguninn.
Fólk var á leið í vinnu og krakkar í
hvítum, snyrtilegum skólabúningi á
leið í skóla. Í úthverfum borgarinnar
tóku við skógi vaxnir fjallgarðar og
hrísgrjónaakrar eins langt og augað
eygði. Kýr gengu meðfram vegum
og alls staðar var fólk við vinnu,
annaðhvort hálfbogið eða á hækjum
sér, og oft bar það heilu heybaggana
á höfðinu. Ég fyldist forvitin með
daglegu lífi Srí Lanka-búa á leið
minni norður á bóginn í Kalawewa-
hérað, rétt fyrir utan hina sögu-
frægu borg Anaradhapura.
Við keyrðum í um fjóra tíma og
hitinn magnaðist eftir því sem nær
dró Uhmo, þorpi móður minnar, þar
sem loftið er mun hreinna en í Co-
lombo og allt afslappaðra. Þegar við
renndum í hlað stóð móðir mín við
brunn og var að nudda vatni í andlit
sitt. Hún gekk að mér, dró djúpt
andann og brast í grát þegar hún
faðmaði mig. Ég hélt þétt utan um
hana, ilmur hennar var kunn-
uglegur, hún horfði í augu mín,
strauk mér um vanga og leiddi mig
inn í hús. Eftir að við höfðum jafnað
okkur hlustaði ég á djúpa og hlýja
rödd hennar, fylgdist með hreyf-
ingum hennar og horfði á hana
aðdáunaraugum. Mér leið eins og
átta ára barni og fannst þetta eitt
eðlilegasta augnablik sem ég hafði
upplifað – að vera komin heim til
hennar.
Eftir þessa eftirminnilegu stund
tók ég í hönd systur minnar, Hemal-
ate, og heilsaði upp á syni hennar og
eiginkonu eldri stráksins, gullfallegt
fólk. Þarna var líka sonur Janaka,
prinsinn á heimilinu, vinkona móður
minnar ásamt dóttur sinni og barni,
sem voru greinilega partur af fjöl-
skyldunni. Þegar ég hafði heilsað
upp á alla var okkur Brynleifi, bíl-
stjóranum og Janaka boðið að borða
í borðstofunni. Móðir mín settist við
hliðina á mér en hinir í fjölskyldunni
mötuðust í eldhúsinu. Matinn, sem
var vel kryddaður og góður, sann-
kallaður mömmumatur, borðuðum
við með höndunum. Eftir mat fór ég
ásamt móður minni inn í hús henn-
ar, sem stendur til hliðar við aðal-
húsið, en í þriðja húsinu var mat-
urinn tilreiddur og geymdur.
Klósettaðstaðan var í litlum snyrti-
legum skúr, þar á móti var úti-
sturta, þar sem ég baðaði mig undir
stjörnubjörtum himni í kufli með
froskunum á kvöldin. Ég skoðaði
alla litlu hlutina í húsi móður minnar
og kannaði umhverfið. Hún sagði
mér frá fæðingu minni og útskýrði
hversu erfiðar aðstæður hefðu verið.
Hún var í senn yfirveguð og dreym-
in og þótt hún talaði enga ensku og
ég aðeins nokkur orð á singhale
björguðum við okkur með handamáli
og bendingum. Mér fannst gott að
sjá hana, loksins vissi ég eitthvað
um rætur mínar og skildi af hverju
mér hafði oft þótt ég svo ólík öllum
öðrum sem ég þekki. Allt var ein-
hvern veginn svo eðlilegt og nátt-
úrulegt fyrir mér.
Fegurðin alltumlykjandi
Bænatími móður minnar var kom-
inn þannig að hún kvaddi og hélt í
búddamusterið sitt. Ég, Janaka,
Brynleifur og Akashe, sonur Ja-
naka, ásamt syni annars bróður
míns gengum um hverfið með flug-
dreka. Við gengum berfætt í sandi
og grjóti sem varð eins heitt og eld-
ur þegar stigið var á það. Langar
eðlur hlupu um eins og þær ættu líf-
ið að leysa og falleg gul fiðrildi
flögruðu um blómaskreytta runna
og tré. Þvílík fegurð!
Við stöldruðum við hjá þremur
konum sem Janaka þekkti. Þær
glöddust mikið yfir því að ég væri
komin og buðu okkur að smakka
hitt og þetta sem óx villt í garðinum
hjá þeim. Þá héldum við áfram til
musteris móður minnar, þar sem við
hittum fyrir fjölda kvenna. Þarna
var stórt tré alsett marglitum klút-
um, sem konurnar höfðu bundið og
áttu að veita þeim styrk við að yf-
irstíga erfiðleika.
Þegar heim kom afhentu frændur
mínir og bílstjórinn okkur hand-
klæði og kufla, það var kominn tími
á bað. Við keyrðum í um 10 mín-
útur, lögðum bílnum hjá maísakri og
gengum berfætt á gömlum áveitu-
stokki í átt að frumskóginum. Í
rjóðrinu beið okkar tær og falleg á
milli hárra trjáa, þar sem sól-
argeislar brutust í gegn. Við stukk-
um út í og böðuðum okkur meðal
apa, sem hoppuðu glaðlega á milli
trjánna.
Mikill trommusláttur barst okkur
til eyrna í nágrenninu þegar við
snerum heim á leið. Frá musterinu
heyrðist síðan karlmannsrödd kyrja.
Þetta átti ég eftir að heyra tvisvar á
dag, kvölds og morgna.
Hamingja og jákvætt viðhorf
Þegar ég hjálpaði mömmu að
handþvo þvottinn, leggja föt í bleyti
í bala, vinda og berja við stein áður
en við hengdum þau upp hugsaði ég
að þrátt fyrir að hafa ekki „lífsgæði“
eins og þvottavél virtist fólkið á Srí
Lanka vera hamingjusamara en
heima á Íslandi. Viðhorf þess til lífs-
ins er einstaklega jákvætt og það
kemur vel fram við ókunnuga. Ja-
naka ávarpaði menn ávallt „ayya“,
Móðurlandið Teikning eftir mig sem sýnir hvernig ég upplifði Sri Lanka, móðurland mitt.
Eftir Snorra Snorrason
T
alsverður flugáhugi var
hér á landi í stríðslok,
enda mikil gróska í far-
þegaflugi innanlands
bæði hjá Flugfélagi Ís-
lands og hinu nýstofnaða félagi
Loftleiðum. Snemma sumars 1945
komust á laggirnar tveir flugskólar,
annar á vegum Svifflugfélagsins en
hinn nefndist Cumulus. Þrír flug-
stjórar Flugfélagsins áttu og ráku
þann skóla, en það voru Jóhannes
R. Snorrason, Magnús Guðmunds-
son og Smári Karlsson. Keyptar
voru notaðar kanadískar Tiger
Moth kennsluflugvélar og annaðist
Kristján Mikaelsson flugmaður
þessi kaup. Um svipað leyti var
stofnsettur flugskóli á Akureyri og
var þar að verki eldhuginn Árni
Bjarnason o.fl. Ráku Akureyring-
arnir tvær Tiger Moth kennsluflug-
vélar sem höfðu aðsetur á
Melgerðismelum. Var þessi flugvél
því áberandi í kennsluflugi næstu
árin.
Ég var starfsmaður flugskólans
sumrin 1946 og 1947, hringdi í nem-
endur, sá um bensínáfyllingu og
þess háttar, og auðvitað byrjaði ég
þá að læra flug. Er mér alltaf hlýtt
til míns gamla kennara og góða vin-
ar alla tíð Antons G. Axelssonar,
sem dreif mig í sólóflug í sept. 1946.
Prófdómari minn var handhafi flug-
skírteinis nr. 1, Sigurður Jónsson.
Ógleymanlegt er það augnablik eftir
æfingaflug og tvær lendingar þegar
Sigurður snéri sér við í framsætinu
og spurði: „Viltu fara einn“? ég
svaraði ákveðið já. Snemma árs
1947 var annar kennari kominn til
flugskólans Cumulus. Það var heið-
ursmaðurinn Jón Jónsson. Þegar ég
kom suður aftur frá Akureyri vorið
1947 sýndi ég Jóni sólóflugskírteini
mitt og tók hann til við að kenna
mér undir A-próf. Brosandi hafði
Jón sérstaklega gaman af að lesa
yfir mér þau varnaðarorð sem
prentuð voru aftan á þetta skírteini
en þar stendur m.a. „að sýni hand-
hafi þessa skírteinis kæruleysi eða
glannaskap á flugi varði það missi
flugleyfis um stundarsakir eða fyrir
fullt og allt“. Nokkrum árum síðar
var ég aðstoðarflugmaður hjá Jóni á
Katalina-flugbátum Flugfélagsins.
Nokkur nöfn eru minnisstæð úr
hópi flugnema þessi ár, m.a. bræð-
urnir Jósep og Andri Heiðberg, Sig-
urður Egilsson, Oddur Guðmunds-
son, Ólafur Grímsson, Geir
Baldursson, Sigurgeir Sigurdórsson
og Sindri Sigurjónsson. Sindri kom
alltaf á skellinöðru út á flugvöll og á
meðan hann var að fljúga lék ég
mér á hjólinu.
Ágæt kennsluflugvél
Tiger Moth tvíþekjan var sterk-
byggð og afbragðs kennsluflugvél.
Breski flugherinn notaði hana til
kennslu rétt upp úr 1930 og fram
yfir stríð. Um 9000 flugvélar voru
smíðaðar af þessari gerð, m.a. í
Kanada, en þaðan komu okkar flug-
vélar. Þær voru lítið eitt frábrugðn-
ar þeim bresku, þannig að plasthlíf
var yfir báðum flugmönnum en þær
bresku voru opnar. Hjól var undir
stélinu, en þær bresku voru með lít-
ið skíði. Og svo voru hemlar á hjól-
unum, en ekki á þeim bresku.
Mönnum þótti hins vegar Gipsy-
hreyfillinn, sem skilaði 130 hest-
afla orku, harla viðhaldsfrekur.
Bensíntankurinn sem var á milli efri
vængjanna tók um 19 bresk gallon,
sem entist aðeins til rúmlega
tveggja stunda flugs.
Stélhjólsflugvél
Þeir sem lærðu á Tiger Moth
fengu góða tilsögn í hvernig beita
skyldi stýrum í hliðarvindi. Það kom
sér vel þegar menn fóru svo að
fljúga Douglas DC-3 flugvélum. Þar
þurftu flugmenn aldeilis að beita
stýrunum rétt bæði í lendingu og
flugtaki, í sterkum hliðarvindi, til
þess hreinlega að rjúka ekki út af
flugbrautinni. Ekki stóð vindurinn
alltaf beint á braut, eins og það var
kallað. Vorum við vel undirbúnir t.d.
í Vestmannaeyjafluginu, þar sem
lengst af var aðeins ein flugbraut,
og æði oft bæði hliðarvindur og mis-
vindasamt.
Ljósaskothríð
úr flugturni
Tiger Moth Tvær af Tiger Moth kennsluflugvélum flugskólans Cumulus á
flugi við Þingvallavatn. Flugskólinn átti um þetta leyti, þ.e. 1947, þrjár vél-
ar, TF-KBE, TF-KBD og TF-ABC. Bláa og rauða flugvélin TF-ABC var
keypt af Agnari Kofoed Hansen. Hún var sú eina af þessum flota sem keypt
var ný frá Kanada, en eyðilagðist á ísilögðu Elliðavatni haustið 1948. Breski
listamaðurinn Wilfred Hardy málaði myndina fyrir greinarhöfund.