Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Í UPPHAFI er rétt að vefengja þá
skilgreiningu sem haldið er á loft af
bakhjörlum RWWM (fjári gott
nafn), að myndin sé fyrsti íslenski
spennutryllirinn. Ekkert er fjær
sanni. Upphaf „kvikmyndavorsins“
hófst með spennumyndinni Morð-
sögu, síðan hafa þær verið nánast
árlegur viðburður. Köld slóð, Mýr-
in, Reykjavík Rotterdam, o.s.frv.
RWWM er öllu frekar fyrsta „splat-
ter“, eða blóðhrollurinn í íslensku
kvikmyndaflórunni og ekki vonum
seinna, þessi grein hefur notið
furðu mikilla vinsælda frá því að
hún stakk upp ófrýnilegum koll-
inum í einhverjum mæli á 7. ára-
tugnum. Samt sem áður er ekki um
dæmigerða splattermynd að ræða
(á borð við Hostel, Saw, The Texas
Chainsaw Massacre, Halloween og
allar hinar subbulegu eftirhreytur
þeirra). Vissulega bregður fyrir
suddalegum köflum þar sem blikar
á flugbeitt axarkjagg og ofbeldi og
kvalalosti taka völdin, en samt sem
áður er RWWM í aðra röndina og
engu síður groddaleg gamanmynd
með talsverða áherslu á hina
spaugilegu og kaldhæðnu hlið
vandamálanna sem hópur ferða-
langa víðs vegar að úr heiminum
upplifir í því sem lagt var upp í sem
venjulega hvalaskoðunarferð sem
endar síðan í blóðdrifinni martröð.
RWWM hefst á klassísku mið-
bæjarfylliríi, síðan fyrir alvöru
morguninn eftir niður við höfn, þar
sem túrhestahópur bíður þess að
hvalaskoðunarbátur taki hann upp
og sigli út á flóann, á vit stórhvela.
Þetta er sundurleitur söfnuður,
gegnsýrður af óvild, vantrausti og
fordómum. Hvalaskoðarar verða
fyrir ýmiss konar áreiti, ekki síst
frá vanheilum piltungi, sem mynd-
ast við að pranga inn á þá útskurð-
arverkum meðan beðið er bátsins.
Um síðir birtist fleyið, langt á eft-
ir áætlun. Eitthvað hefur farið úr-
skeiðis því óásjálegur manndráps-
bolli hefur verið dubbaður upp í
hlutverk skoðunarskipsins, en far-
þegunum er lofað glæstri hvalasýn
og þeir drífa sig um borð. Þar ræð-
ur ríkjum Pétur skipstjóri (Gunnar
Hansen út Texas Chainsaw Massa-
cre). Skyggni er slæmt, kapteinninn
endar líf sitt hroðalega, eins og Raf
Vallone í The Omen, og nokkrar
slíkar vísanir hressa upp á atburða-
rásina. Skoðunarferðin endar með
ósköpum og obba ferðalanganna er
bjargað um borð í gamallegt hval-
veiðiskip. Þar ræður ríkjum morðóð
fjölskylda fyrrum hvalfangara sem
hafa verið sviptir lífsafkomu sinni
fyrir tilstuðlan erlendra hvala-
verndunarsinna, sem fjölskyldan
setur undir einn hatt. Nú hugsar
hún sér gott til glóðarinnar að ná
fram hefndum á þessum slæp-
ingjum. Fordæðan, mamman (Guð-
rún Gísladóttir) og Tryggvi (Helgi
Björnsson), elsti sonurinn, stýra
blóðbaðinu.
Hér er á ferðinni enn ein myndin
byggð á sígildu hrollvekjuefni: Sak-
lausu ferðamönnunum sem verða
fórnarlömb geðveikrar, drápsglaðr-
ar fjölskyldu. Framan af er myndin
á góðri siglingu, minnir jafnvel ör-
lítið á snilldarmyndina Deliverance,
á meðan óvitalegir túristarnir eru
að koma sér af stað út í óvissuna,
jafnvel gáfnaskerti piltungurinn til
staðar, þó hann taki ekki upp banjó-
ið. Haldið er á vit framandi æv-
intýra á aflóga dalli í dumbungs-
veðri, fyrir stafni aðstæður sem
þeir þekkja ekki hið minnsta. Hand-
ritið lúrir á meinfýsnum at-
hugasemdum farþeganna hver í
garð annars, kynhneigð-ar- og kyn-
Blóðbað í bugtinni
Sambíóin
Reykjavik Whale Watching Massacre
(RWWM)
bbmnn
Leikstjóri: Júlíus Kemp. Aðalleikarar:
Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir,
Stefán Jónsson, Gunnar Hansen, Pihla
Vitala, Nae Yuuki, Miranda Hennessy,.
Útlitshönnun: Eggert Ketilsson. Tónlist:
Hilmar Örn Hilmarsson. Hljóð: Árni
Gústafsson. Klipping: Sigurbjörg Jóns-
dóttir. Kvikmyndatökustjóri: Jean-Noël
Mustonen F.S.C. Handrit: Sjón. 90 mín.
Ísland, Finnland, Bretland. Kisi ehf.,
Solarfilms Oy. Kvikmyndafélag Íslands
ehf. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára
Magnað og blóðugt
framhald af Halloween
sem Rob Zombie
færði okkur
fyrir tveimur árum.
Hinn stórhættulegi og snargeðveiki
raðmorðingi Michael Myers heldur
áfram að myrða fólk á hrottalegan hátt!
Bráðskemmtileg heimildarmynd um mestu goðsögn
tískuheimsins, Önnu Wintour, fyrirmynd persónu
Meryl Streep í myndinni The Devil Wears Prada.
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef
ÓDÝRT
Í BÍÓ
Í REGNBOGANU
M 750kr. TILBOÐSVERÐ550 KR Á SÝNINGAR MERKTAR RAUÐU
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
The Taking of Pelham 123 kl. 6 B.i. 16 ára
Time Travelers Wife kl. 8 B.i. 12 ára
The Goods kl. 10 B.i. 14 ára
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3 (300 kr.) LEYFÐ
Karlar sem hata konur kl. 3 (600 kr.) B.i. 16 ára
September issue kl. 6 - 8- 10 LEYFÐ
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 B.i.16 ára
The Time Traveler´s Wife kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára
Stelpurnar okkar kl. 4 (550 kr.) LEYFÐ
Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Night at the Museum kl. 3:30 (300 kr.) LEYFÐ
Gullbrá kl. 4 (300 kr.) LEYFÐ
Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 4 (300 kr.) LEYFÐ
G.I. Joe kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 750 kr B.i.12 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára
The Goods, live hard.... kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 750 kr B.i.14 ára Night at the Museum kl. 4 300 kr LEYFÐ
Taking of Pelham 123 kl. 5:30 - 8 - 10:30 750 kr B.i.16 ára Ice Age 3 (enskt tal) kl. 3:40 300 kr LEYFÐ