Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 51
Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 ✝ Dóra Þórðardóttirfæddist í Haga í Skorradal 26. apríl 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. ágúst síðastliðinn. Dóra var dóttir hjónanna Þórðar Kristjáns Runólfs- sonar, f. 18. sept- ember 1896, d. 25. september 1998 og Halldóru Guðlaugar Guðjónsdóttur, f. 8. október 1891, d. 13. maí 1982. Dóra á einn bróður, Óskar, f. 5. júní 1920. Dóra ólst upp í Haga í Skorradal. Dóra giftist 16. maí 1948 Teiti Daníelssyni frá Grímarsstöðum í Andakílshreppi, f. 12. október 1924, d. 15. ágúst 1992. Þau eignuðust fimm syni. Þeir eru: 1) Þórhallur, f. 7. apríl 1949. 2) Daníel, f. 15. ágúst 1950, d. 21. ágúst. 2005. 3) Grímar, f. 17. febrúar 1952, kvæntur Petrúnu Berglindi Sveins- dóttur, þau eiga þrjú börn og 6 barnabörn og fyrir á Grímar einn son. 4) Guðmundur, f. 26. janúar 1954, d. 26. janúar 2006. Eftirlif- andi kona hans er Elín Bjarnadóttir, þau eiga fjögur börn og 5 barnabörn. 5) Auðunn Teitsson, f. 6. janúar 1957, d. 24. september 1982 . Dóra var húsfreyja á Grímars- stöðum í Andakíl og stundaði bú- störf þar frá 8. janúar 1948 til ársins 2001. Dóra dvaldi á Sjúkrahúsi Akraness frá árinu 2001 til dauða- dags. Dóra var jarðsungin frá Akra- neskirkju í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Á stundum sem þessum þegar ást- vinir falla frá eru minningarnar dýr- mætar, svo dýrmætar að þær verða vel varðveittar í hjarta margra þeirra sem eftir lifa. Minningarnar sem ég á frá því ég var barn um ömmu mína, Dóru Þórðardóttur frá Haga í Skorradal, mun ég varðveita vel í hjarta mínu um ókomna tíð. Dóra amma gaf sig ekki mikið að okkur systkinunum þegar ég var að alast upp, en þær minningar sem ég á og standa upp úr frá heimsóknum mínum upp að Grímarstöðum eru ljúfar. Minningar á borð við ferðirn- ar með henni í fjósið, í hænsnahúsið og inn í búr, heimabakaða sveita- brauðið hennar sem mér þótti svo gott, stólinn hennar í eldhúsinu þar sem hellt var upp á kaffi og hrafnana sem biðu eftir að hún henti til þeirra æti út um gluggann. Um leið og ég kveð Dóru ömmu vil ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman í heimsóknum mínum til hennar í herbergið á sjúkrahús- inu. Það var margt sem við spjöll- uðum um, bæði gamalt og nýtt . Sér- staklega fannst mér gaman að heyra frásagnir hennar frá gamla tímanum því Dóra amma var með minnið í lagi þó að líkaminn sjálfur hafi verið far- inn að gefa sig á síðustu árum. Minn- ingar þessar um Dóru ömmu mun ég einnig varðveita vel í hjarta mínu og sérstaklega minninguna frá minni síðustu heimsókn til hennar þar sem hún var svo kát á spjalli í rúminu sínu og að sjá hvernig þakklætið og ánægjan skein úr andliti hennar við það litla sem ég gaukaði að henni. Dóra amma, ég er þakklát fyrir að þú hafir fengið að kynnast börnun- um mínum þar sem pabbi á þess ekki kosts og ég trúi að pabbi, Teitur afi, Danni og Aui hafi tekið vel á móti þér og leiði þig nú um veröldina hinum megin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þórdís Bjarney Guðmundsdóttir. Fyrir viku síðan bárust okkur þær fregnir að amma Dóra væri dáin. Við systkinin viljum minnast hennar með fáeinum orðum. Amma í sveitinni, eins og við köll- uðum hana alltaf, var merkileg fyrir margar sakir. Hún var spaugsöm, fróð og fannst ekkert skemmtilegra en að fá heimsókn og spjalla um hitt og þetta. Sveitin og það sem henni tengdist var henni þá ofarlega í huga, enda var það veröldin eins og hún þekkti hana best. Við systkinin, ásamt foreldrum okkar, kíktum reglulega við að Grím- arsstöðum þar sem hún bjó megnið af sinni ævi. Þaðan eigum við ófáar minningar sem seint gleymast. Við tókum þátt í heyskap á Grímarsstöð- um og var það oft mikið ævintýri fyr- ir okkur. Blönduðu ávöxtunum, rjómanum og gotteríinu í skúffunni gleymum við seint. Amma var ekki mikið fyrir ferðalög og mannfagnaði og þótti það merkilegt að hún hafi fengist til að fara í veiðiferð með okk- ur fjölskyldunni í Straumfjörð. Þar áttum við fjölskyldan virkilega góðar stundir saman með ömmu og Þór- halli enda mikið spjallað og hlegið. Eftir að amma var komin á e- deildina á Sjúkrahúsinu á Akranesi færðust heimsóknir okkar þangað. Sumir hlutir breyttust ekki og var nammidósin óspart notuð, litlum munnum til mikillar gleði. Það má segja að hún hafi ekki verið þessi dæmigerða amma sem knúsaði mann og kreisti heldur sýndi hún ást og umhyggju á sinn hátt. Hún var stolt og glöð yfir barnabörnum og barnabarnabörnum og fylgdist vel með enda var hún dugleg að afla sér fregna af hinu og þessu. Þegar við kíktum í heimsókn skein gleðin frá henni og var þá oft glatt á hjalla. Þegar við komum lá hún í rúminu sínu annaðhvort sofandi eða prjónandi. Hún sagði nú oft að það hafi sótt svo að henni áður en við komum að hún hafi steinsofnað. Prjónaskapar var hennar yndi og var hún dugleg að gauka sokkapör- um að fjölskyldumeðlimum. Hlátur hennar og spaugsemi stendur ofarlega í huga þegar við minnumst hennar. Þrátt fyrir mikið mótlæti í lífinu kvartaði hún sjaldan. Það er ekki erfitt að sjá hana fyrir sér hlæjandi með brosið út að eyr- um. Amma var góð kona og dugnað- arforkur í vinnu. Hún var minnug og mundi og vissi ótrúlegustu hluti. Það má segja að hún hafi verið mikill kvenskörungur sem hlífði sér aldrei. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. Vinakveðja okkar allra er hér borin fram í dag, kærleikshlý við hvílu þína, er klukkur leika sorgarlag. Fögur samstarfsmanna minning mestur dýrðarsjóður er. Blítt á leiði blómum vaggar blærinn, sem um dalinn fer. (Höf. ók.) Með þessum orðum kveðjum við systkinin ömmu Dóru. Minning hennar lifi. Sveinn Rúnar, Hjördís Dögg, og Tinna Ósk Grímarsbörn. Dóra Þórðardóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát okkar ástkæru INGIBJARGAR GEORGSDÓTTUR, Bakkagerði 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13-E Landspítala við Hringbraut. Árni Magnússon, Sigfríður Þórisdóttir, Björg Árnadóttir, Markús H. Guðmundsson, Magnús Árnason, Rannveig Sigfúsdóttir, Erla Sigríður Grétarsdóttir, Gísli Þ. Arnarson og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Sóltúni 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslu- deildar og lungnadeilda Landspítalans í Fossvogi og Túngötu fyrir góða umönnun. Ingólfur Hauksson, Kjartan Sæmundsson, Kateryna Siparenko, Ásta Kristín Sæmundsdóttir, Tommie Norrman, Guðrún Sæmundsdóttir, Kjartan Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KATRÍN JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 28. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. september kl. 13.00. Jón Kristinn Valdimarsson, Margrét Örnólfsdóttir, Gunnar Valdimarsson, Guðrún Oddgeirsdóttir, Dóróthea Valdimarsdóttir, Kristján Antonsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILBORGAR INGIBJARGAR ANDRÉSDÓTTUR frá Snotrunesi, Borgarfirði eystri, áður til heimilis Foldahrauni 40, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunar- og starfsfólki Hraunbúða Vestmannaeyjum fyrir umhyggju og frábæra umönnun. Andrés Sigurvinsson, Ólafur Sigurvinsson, Þóra Guðmundsdóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Ásta Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ar blaðsíður ekki fleiri. Horfinn er einn af helstu frumkvöðlum listdans á Íslandi, glæsilegur dansari og höf- undur fyrsta alíslenska ballettsins, en Sigríður samdi dansverkið „Eldur“ árið 1950 við tónlist Jórunnar Viðar. Ballettskóli Sigríðar Ármann hefur starfað frá árinu 1952, eins og áður sagði, og þar hefur alltaf verið unnið samkvæmt kröfum Sigríðar um vönd- uð vinnubrögð, hreina tækni og fág- aðan stíl. Ég veit að Ásta, dóttir Sig- ríðar, mun sem skólastjóri halda minningu móður sinnar á lofti með því að mennta unga listdansara með þessar kröfur í huga. Þeim systkin- um, Ástu, Pálínu og Sigbirni, mökum þeirra og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Ingibjörg Björnsdóttir. Sólin er horfin á bak við fjöllin. Þegar ég frétti af andláti Sigríðar kom hún upp í huga mér svo björt og brosandi og full af eldmóði, þegar hún hvatti okkur, sem stóðum í baráttunni fyrir íslenskum listdansi. Ung að árum hélt hún yfir hafið með skipalest til dansnáms og lét ekki ógnir stríðsáranna aftra sér frá að láta drauma sína rætast. Draumar hennar urðu síðar draumar annarra sem á eftir komu. Þeir gátu af sér vel menntað listafólk, sem sífellt sótti í nægtabrunna heimsmenningarinnar og kom færandi hendi heim á litla landið okkar. Sem frumkvöðull sáði hún til framtíðar. Hún dansaði og kenndi listdans, barðist fyrir tilveru listgreinarinnar og hvatti aðra til dáða. Hún samdi fyrstu íslensku dansverkin, þar sem hún sótti inn- blástur í rætur íslenskrar menningar. Íslendingar eiga fjársjóði í fólki eins og henni sem gefst ekki upp á hug- sjónum sínum heldur gengur veginn til enda. Ég vil þakka Sigríði lífsstarf hennar, því með starfi sínu markaði hún ómetanleg spor í danssögu okkar. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Nanna Ólafsdóttir. Níls og Ásgerði Erlu. Einar vann við kaupmennsku mestan part starfsævi sinnar fyrir ut- an síðustu starfsár sín, en þá var hann kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Hann keypti Sunnubúðina við Sörlaskjól upp úr 1970 eftir að hafa unnið þar til fjölda ára. Einar breytti nafninu í Skjólakjör sem þau Erla ráku saman eftir það í áraraðir. Þar var andrúms- loftið svo heimilislegt og notalegt að fólk kom þangað oft langar leiðir að til að versla við þau og um leið fá smá- skerf af elskusemi þeirra og góðri nærveru. Börnin í hverfinu sóttu líka mikið á sömu mið. Þeirra hjónanna var sárt saknað er þau hættu með Skjólakjör og fannst mörgum þeir hafa misst kaffihús hverfisins og héldu nágrannar þeirra og vinir þeim óvænta tjaldveislu síðasta daginn þeirra í vesturbænum. Á þeim árum voru þau um tíma í hestamennsku en eignuðust svo hundana sína tvo, Hrefnu og Bangsa, sem voru þeim góðir vinir og miklir gleðigjafar. Þetta voru einir fyrstu björgunarhundar landsins og þurftu því mikla þjálfun og hreyfingu og voru þau bæði áhugasöm um að veita þeim hana, en Einar svo mjög að það datt aldrei úr dagur, hvernig sem viðraði allan ársins hring, að hann færi ekki í langa göngutúra með þá báða. Samband þeirra hjóna var einstak- lega fallegt og notalegt. Þau urðu með árunum alltaf nánari og samrýndari. Þau voru eiginlega orðin sem einn maður, eins og segir í Biblíunni, þó þau væru svo sannarlega líka tveir nokkuð ólíkir einstaklingar. Missir Erlu og fjölskyldunnar allr- ar er því mikill. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu góðs vinar og öð- lings og styrkja og blessa Erlu, Einar Þór, Ágúst Nils, Ásgerði Erlu og Ingibjörgu. Steinþór og Lilja, Stefán og Pálína, Anna Fríða, Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.