Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 20
20 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 MANNVIT MIKIÐ – Norræn ráðstefna um gæði í fullorðinsfræðslu Fræðslunetið Nordiskt nätverk för formell vuxenutbildning stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum dagana 10.-12. september 2009 í Reykjavík. Dagana 10.-12. september verður haldin Norræn ráðstefna um fræðslumál fullorðinna. Fræðslunetið Nordiskt nätverk för formell vuxenutbildning tilheyrir Netvärk för Vuxnas lärande(NVL). Á ráðstefnunni verður fjallað m.a. um gæðakerfi, gæði í raunfærnimati, kennaramenntun, skapandi hugsun og ígrundun. Ráðstefnan fer fram á ensku og norðurlandamálum. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á menntunarmálum, og þá sérstaklega menntunar- málum fullorðinna, innan sem utan formlega skólakerfisins. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu Nordiskt nätverk http://www.nordisknetvaerk.net/ og heimasíðu IÐUNNAR fræðsluseturs www.idan.is Einnig er hægt að fá frekari upplýsingar með því að senda póst á netfangið mottaka@idan.is eða í síma 590-6400. f.h. Fræðslunetsins Nordiskt nätverk för formell vuxenutbildning Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Hildur Eir: Mér finnst í raun alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess að Jóna systir hafi einhvern tímann verið ósjálfbjarga barn, mér finnst eins og hún hljóti að hafa gengið frá fæðingu og hvorki notað bleyju né snuð, mamma segir einmitt að hún hafi alla tíð verið sjálfbjarga og að hvorki hún né pabbi hafi nokkurn tímann þurft að hafa áhyggjur af henni. Jóna er svo sannarlega manneskja með frumkvæði, hún bíður aldrei eftir því að aðrir taki fyrsta skrefið, það verður seint hægt að lýsa henni sem hikandi ein- staklingi. Ef þú myndir ræna henni um borð í flugvél og sleppa henni yfir frumskógum Afríku þá eru all- ar líkur á því að tveimur mánuðum síðar fréttirðu af henni þar sem hún væri komin inn í áður óþekktan ættbálk og þar væri hún búin að stofna svo sem eins og einn gó- spelkór, tíu bænahópa og fjölmenn- ingarhóp til að berjast gegn for- dómum, já jafnvel þó hún væri eini útlendingurinn í hópnum, hún skap- ar allstaðar samfélag í kringum sig. Jóna Hrönn er manneskja sem gæti bjargað sér við hvaða að- stæður sem er, hún gæti aldrei dáið ráðalaus og ef ég hugsa út í það þá finnst mér í raun ekki bara óbæri- legt heldur óhugsandi að hún geti yfirhöfuð dáið, því hún býr yfir svo miklum lífskrafti og lífsgleði að í raun er hún eins og gangandi kjarnorkuverksmiðja. „Doninn“ í fjölskyldunni Jóna er „Doninn“ í fjölskyldunni, hún sér til þess að fólkið haldi tengslum, að það hittist reglulega, hún passar meira að segja upp á að fólk gefi sómasamlegar gjafir enda er hún sjálf með eindæmum gjaf- mild og stór í sér þegar kemur að þeim málum. Auðvitað er hún ansi stjórnsöm en það helgast full- komlega af ást og þörfinni fyrir að fólkinu hennar farnist vel, oft hef ég grætt á stjórnsemi hennar en ef ég er ekki sammála henni, þá segi ég bara já og geri eitthvað annað og það kostar nákvæmlega ekkert í okkar samskiptum. Það er varla hægt að segja að við höfum alist upp saman, fjórtán ár skilja okkur að í aldri þannig að hún var orðinn fullveðja einstaklingur þegar ég fór að muna eftir mér, ég man bara eft- ir því þegar hún var að koma heim í fríum, þá lifnaði heldur betur yfir kotinu. Það voru ekki bara við Bolli bróðir sem nutum þess heldur for- eldrar okkar sem gátu þá fengið smá hvíld frá daglegu amstri enda gekk Jóna í öll verk án þess að hika. Viðkvæmur töffari Í raun finnst mér við hafa náð hvað dýpstum tengslum í veikindum föður okkar sem voru löng og erfið, við vorum mjög samstiga í því ferli og þar uppgötvaði ég að Jóna Hrönn er viðkvæmasti töffari sem ég þekki en hún er heldur ekkert feimin við að sýna tilfinningar sínar, hún einfaldlega grætur ef hún þarf að gráta og oft skældum við í kór á þessum tíma en vorum svo kannski farnar að hlæja nokkrum mínútum síðar. Ég veit líka að þrátt fyrir að hafa starfað sem prestur í 17 ár og aflað sér mikillar reynslu er hún ekkert upptekin af því að mynda með sér einhvern skráp, því þó hún sé töffari sem lætur fátt stöðva sig þá hefur hún alltaf mjög mikla sam- úð með fólki og hún lifir sig sterkt inn í aðstæður fólks, ég held að það sé nú einmitt ástæðan fyrir því að hún er mjög farsæl í starfi. Jóna Hrönn er líka hugmyndamaskína, hún fær þúsund hugmyndir á klukkutíma og þess vegna held ég að ríkisstjórnin ætti að ráða hana í sérverkefni við að byggja upp hið Nýja Ísland og ég er ekki að grín- ast. Mikill kærleiksbjörn Jóna hefur alltaf haft hjarta fyrir börnum og unglingum og komið ófáum verkefnum á fót sem hafa stuðlað að velferð þeirra, má þar nefna hópa fyrir börn sem hafa orð- ið fyrir einelti, hún stofnaði Adrenalínhópinn sem hefur starfað í áratug og er fyrir unglinga af ís- lenskum og erlendum uppruna, gospelkór fyrir framhaldsskóla- nema ofl. Meðan hún var miðborg- arprestur stóð hún vaktina í mið- bænum helgi eftir helgi og hlúði þar að unglingum sem voru að kanna galeiðuna á eigin fótum. Jóna er í einu orði sagt mikill kærleiksbjörn fyrir utan hvað hún er óstjórnlega fyndin og skemmti- leg, það er ekki séns að láta sér leið- ast nálægt henni. Morgunblaðið/RAX Þær Hildur Eir og Jóna Hrönn Bolladætur Gústavssonar, Hólabiskups, og Matthildar Jónsdóttur hafa báðar fetað í fótspor föður síns sem þjónar kirkjunnar. Glaðværðina eiga þær líka sameiginlega og þær eru einlægir trúnaðarvinir. Eins og gangandi kjarnorkuverksmiðja Hún er fædd 25. apríl 1978. Stúdentspróf tók hún frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri og guðfræðipróf frá Háskóla Íslands 2005. Hún var æskulýðsfulltrúi Laugarneskirkju 2001-2005 og hefur verið prestur við þá kirkju frá 2006. Hún er gift Heimi Haraldssyni, náms- og starfsráðgjafa Háskólans í Reykjavík, og eiga þau tvo drengi; Harald Bolla og Jónatan Huga. Hildur Eir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.