Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 sem þýðir bróðir, eða „puta“, sem þýðir sonur. Auðvitað eru til rotin epli inn á milli, en heildin er samheldin eins og ég sannreyndi t.d. þegar við lentum í umferðaröngþveiti. Allir hlógu, stigu út úr bílum sínum og hjálp- uðust að við að leysa hnútinn. Mér fannst yndislegt að sjá hve allir voru afslappaðir og mikill kærleikur í garð náungans ríkjandi. Eftir kvöldmat sátum við kon- urnar í eldhúsinu á meðan karlarnir börðu á trommur og sungu úti í garði. Nágrannakonur voru enn að flykkjast að og heilsa upp á mig. Ég fékk Hemalate systur mína til þess að tala smáensku við mig og hún kenndi mér singhale í leiðinni. Áður en við fórum að hátta setti hún reykelsi í leirpott fyrir framan her- bergið mitt til þess að svæla út moskító og risavaxnar flugur og hindra að kóngulær kæmust inn. Eðlurnar innandyra voru smáar og vinalegar og héldu pöddunum frá auk þess sem mamma átti þrjá hunda sem vöktuðu húsið og átu óboðna snáka. Eftir tveggja daga dvöl hjá móður minni og fjölskyldu snerum við aftur til borgarinnar. Bróðir minn sýndi mér hvernig ég ætti að kveðja móð- ur mína að búddískum sið, sem ég og gerði með því að krjúpa, beygja höfuð mitt með hendur saman og þakklæti í huga. Ég geymi minninguna um sam- verustundirnar í hjarta mínu og vona að dóttir mín fái að kynnast líf- inu á Srí Lanka. Í Colombo voru hafin þriggja daga hátíðahöld í tilefni afmælis Búdda. Húsin voru skreytt mismun- andi, handunnum ljósakrónum og borðar og búddafánar blöstu hvar- vetna við. Alls staðar var frítt að borða, fólk beið í löngum röðum eft- ir mat og bíllinn okkar var stöðv- aður reglulega og okkur boðið upp á safa eða kaffi og kex. Á kvöldin var mikið líf og fjör, tónlist og dansandi fólk með grímur á pallbílum á leið í miðborgina. Við fórum á flug- eldasýningu niður á strönd þar sem margt fólk var samankomið til þess að njóta dýrðarinnar eins og við. Á leiðinni úr borginni þurftum við að þræða mjóar götur í gegnum alls konar hverfi, þar sem lyktin var stundum óþægileg. Fólkið virtist þó ekkert minna glatt en aðrir yfir þessum þremur dögum gjafa og góðvildar. Þarna sá ég alls konar fólk sem örlögin höfðu greinilega leikið illa. Systir mín Tittra Ein systir mín, Tittra, var sjö ára gömul látin í fóstur annars staðar á Srí Lanka. Hún býr núna í Singapúr þar sem hún starfar sem ráðskona. Eins og ég er hún fyrst núna að kynnast móður okkar og bróður. Ég hringdi í hana og við gátum talað saman því hún talar góða ensku. Mér fannst eins og ég hefði þekkt hana alla ævi, hún var eins og syst- irin sem ég hafði alltaf þráð að eiga. Hún spurði hvort ég vildi finna föð- ur minn og bauðst til að hjálpa mér þegar hún kæmi aftur til Srí Lanka 2013, en þá stefnum við á að hittast og kynnast betur. Lokadagar á Srí Lanka Við eyddum tveimur síðustu dög- unum á Hikkaduwa, miklum ferða- mannastað á suðurströndinni. Þar er lífið afar ólíkt því sem ég hafði kynnst annars staðar á Srí Lanka. Allt snerist um túrista, veitingahús voru í vestrænum stíl og tónlistin líka. Við blönduðum ekki mikið geði við túristana, heldur snerum okkur að innfæddum, sem voru svo vel að sér í ensku að ég náði að kynnast og fræðast enn betur um land og þjóð. Ég var fegin að komast til borg- arinnar, þar sem bróðir minn og eig- inkona hans fylgdu okkur út á flug- völl. Mikilvægt að þekkja upprunann Ferð mín til Srí Lanka kenndi mér margt um sjálfa mig og fjöl- skyldu mína. Þar er gríðarlega mik- ið lagt upp úr fjölskyldutengslum og mikil virðing í garð náungans. Ég áttaði mig á mikilvægi þess að þekkja uppruna sinn og hversu sterk blóðböndin eru. Þótt ég hefði farið fjögurra mánaða frá Srí Lanka fannst mér ég tilfinningalega tengd landinu. Ísland verður þó alltaf heimili mitt og fjölskyldan hér ætíð fjölskylda mín. Ég á henni líf mitt að þakka og mun deila því með henni um ókomna tíð. En allt í einu á ég líka aðra fjölskyldu og heima- land sem ég er að kynnast og mun þekkja betur með tímanum. Þótt ég tali íslensku og hafi notið þeirra forréttinda að mennta mig á Íslandi, og eignast vini og vanda- menn sem skipta mig öllu, þá er ég frá Srí Lanka og hef þangað sterkar taugar. Eflaust mun Srí Lanka toga meira í mig eftir því sem ég eldist og þroskast. Tveir heimar sameinast í mér, heimar sem styrkja mig og færa mig nær því sem ég raunveru- lega er. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þessa lífsreynslu og vona að þessi grein geti hjálpað þeim sem eru ættleiddir. Draumar rætast og allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Ég þakka öllum þeim sem gerðu þessa ferð að veruleika; mömmu og pabba fyrir að vera þau og alla hjálpina, Asíu Björk fyrir að vera til, Brynleifi fyrir allt sem hann gaf í þessa ferð og Janaka bróður mínum fyrir að tengja okkur öll saman. Fann þýskan kafbát við Skotland Sagt er frá því í enskri bók um flugvélar að á stríðsárunum hafi Ti- ger Moth flugvél fundið þýskan kaf- bát við strönd Skotlands og komið skilaboðum til sjóhersins breska sem náði að sökkva kafbátnum. Í einni af ágætum bókum Þórs White- head er mynd af Tiger Moth flugvél breska hersins sem brotlenti í kál- garði uppi við Elliðaár 1942. Herinn hefur þá verið með slíka flugvél hér. Fram kemur í breskum bókum að flest allir flugmenn stríðsáranna hafi fengið sína fyrstu þjálfun á þessa tegund flugvéla. Og nokkrir íslenskir flugmenn sem hófu nám í Bretlandi laust fyrir 1948 lærðu fyrstu handtökin á Tiger Moth, má þar nefna m.a. Brynjúlf Thorvalds- son, Björn Guðmundsson, Skúla Magnússon, Valberg Lárusson, Ingimar Ingimarsson, Garðar Gísla- son, Örlyg Þorvaldsson og fl. Reykur og eldglæringar Kennsluflugvélar þessara ára voru án talstöðvarsambands við flugturninn. Var notast við merki frá flugturninum til flugmanna með ljósalömpum. Blikkandi grænt þýddi heimill akstur, stöðugt grænt heimilt flugtak eða lending, svo var það rauði lampinn sem táknaði allt öfugt við græna ljósið. Stundum kom blikkandi hvítt sem táknaði að maður átti að aka til baka til sama staðar. Alloft kom það fyrir að flug- menn sáu ekki ljósin og hófst þá mikil ljósaskothríð út um glugga flugturnsins. Átti þetta sér einkum stað þegar tvær flugvélar voru sam- tímis á lokastefnu til lendingar á sömu braut. Var þetta oft besta skemmtun á að horfa og ágæt til- breyting þegar þessar rauðu reyksprengjur og eldglæringar komu í gríð og erg út um glugga flugturnsins. Menn voru ekkert að spara skotin. Man ég oft eftir slík- um atvikum. Gat þá að líta Katalina- flugbát á lokastefnu til lendingar og Tiger Moth í krappri beygju frá flugbátnum, en hún hafði þá líka verið á leið til lendingar. Flug- umferðarstjóri á vakt veitti þá oft- ast flugmanni litlu vélarinnar ær- legt tiltal uppi í turni eftir lendingu og lenti ég í því eins og aðrir. Engin varðveitt Engin af þeim mörgu Tiger Moth flugvélum sem hér voru árum sam- an var varðveitt. Þeim var flestum fleygt eins og öðrum gömlum flug- vélum, og er eiginlega óskiljanlegt að enginn skyldi finna upp á því snjallræði að varðveita þó ekki væri nema eina af þessum ágætu kennsluflugvélum. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri. VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Kanarí í vetur Las Camelias GROUP Beint morgunflug, glæsilegur flugkostur. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Verð frá 91.000 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias 27. jan.–3. feb. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. á Las Camelias. * Verð án Vildarpunkta: 101.000 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Aðeins hjá VITA Verð frá 181.400 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Félagar í Góðu fólki 60+ fá 5.000 kr. aukaafslátt af öllum ferðum klúbbsins Las Camelias 25. okt.–24. nóv. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnherbergi. * Fullt verð án afsláttar og punkta: 196.400 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Meðal þess sem í boði verður eru göngu- ferðir, leikfimi, mini-golf, boccia, spilakvöld og kvöldvökur. Einnig verður hægt að bóka sig í skoðunarferðir með fararstjóra. Klúbburinn fer til Kanarí: 25. okt.–24. nóv., 3.–24. feb. og 3.–24. mars. ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 47 18 2 09 /0 9 Í tilefni af Vísindavöku 2009 efnir Rannís til teiknisamkeppni barna 6-9 ára og 10-12 ára. Efni myndanna skal vera „Vísindin í daglegu lífi“ Myndum skal skilað fyrir 16. september til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 25. september 2009. Nánari upplýsingar á... ...www.rannis.is/visindavaka Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Vísindavaka 2009 Skilafrestur er til 16.sept. 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.