Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 12
12 Stjórnmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is S teingrímur, það er orðið ljóst að Icesave- samningurinn í núver- andi mynd, með þeim fyrirvörum sem Al- þingi hefur sett fyrir samþykki á ríkis- ábyrgð, er langt frá því að vera sá samningur sem Svavar Gestsson og co. undirrituðu í sumar og þú hugs- aðir þér í upphafi að keyra óbreytt- an í gegnum Alþingi. Er ekki ljóst að þeir fyrirvarar sem gerðir voru á samningnum af Alþingi hafa bjarg- að miklum hagsmunum fyrir Ís- land? „Það eru tvær fullyrðingar í þess- um spurningum þínum, sem ég get ekki skrifað upp á. Sú fyrri, að þetta sé í grundvallaratriðum breytt mál. Það er það ekki, því miður. Hin seinni er sú, að ég hafi ætlað að knýja málið í gegn óbreytt. Auðvitað er þetta í grunninn sami lánasamningurinn, sem verið er að veita ríkisábyrgð á, en með fyrir- vörunum er sett ákveðin efnahags- leg umgjörð um það hvernig Ísland geti efnt samninginn. Það getur haft talsverð áhrif á greiðslurnar og getur þýtt að endursemja þurfi um málin. Ef þær aðstæður skapast, eins og skýrt er tekið fram í lög- unum, að það stefni í það á ein- hverjum tíma, að lánið verði ekki að fullu endurgreitt við lok samnings- tímans, þá taka aðilar upp viðræður. Það er megininntak þeirra breyt- inga sem Alþingi gerði á frumvarp- inu um ríkisábyrgð. Vissulega er þetta umgjörð sem segja má að skapi Íslandi aukið öryggi og setur þak á það hversu þung greiðslu- byrðin getur orðið á endurgreiðslu- tímanum. En þetta er í grunninn sama óláns Icesave-málið og sami lánasamningurinn sem Ísland ætlar að reyna að efna, en á þann hátt sem tiltekið er í þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti. Fyrir mér er aðalatriði málsins það, að við séum að komast í gegn- um þetta erfiða mál sem var hér óleyst og hindraði framgang ann- arra mála. Það er enn of snemmt að segja til um það, að við séum komin í gegnum þetta mál, en við skulum sjá til hver viðbrögð verða, eftir nokkra daga.“ Stórt og þungbært mál - Liggur ekki fyrir að þeir fyrir- varar sem samþykktir voru á Al- þingi í síðustu viku eru um leið mik- ill áfellisdómur yfir þínum störfum og störfum þeirra manna sem þú settir í samningagerðina? „Ég er algjörlega ósammála því. Ég held að ekkert hafi verið leitt fram, sem afsanni það, að allir þeir sem að þessum samningum komu, samninganefndin sjálf, ráðgjafar hennar og þeir sem voru henni til aðstoðar í stjórnkerfinu, hafi reynt sitt allra besta til að ná sem bestri mögulegri niðurstöðu fyrir Ísland. Sannarlega náðust mun hagstæðari lánskjör en stefndi í í vetur, lán til lengri tíma án vaxta og afborgana í sjö ár, sem skiptir okkur miklu máli á meðan við erum að koma okkur út úr erfiðleikunum og lengra lán á föstum tiltölulega hóflegum vöxtum. Þannig að því verður aldrei á móti mælt, að þegar þessi lána- samningur er borinn saman við hugmyndir um að ljúka málinu, sem uppi voru í október og nóvember í fyrra, með láni fyrir allri upphæð- inni til tíu ára, sem bæru fulla vexti frá fyrsta ári og afborganir hæfust af eftir þrjú ár, að þar er ólíku sam- an að jafna. Þetta er mun hagstæð- ari lánasamningur fyrir Ísland og gefur okkur miklu meira svigrúm til að koma okkur upp úr erfiðleik- unum, þótt auðvitað sé þetta áfram mjög stórt og þungbært mál fyrir Ísland. Það eru bara óraunhæfar kröfur að ætlast til þess að komið sé heim með lítinn og sætan samn- ing, þegar verið er að leysa stórt og vont mál. Það þýðir ekkert að rembast við að reyna að gera þá að sökudólgunum í þessu máli, sem voru að reyna að leysa það.“ Ósanngjarnar fullyrðingar - Steingrímur, þetta hefur þú margoft sagt undanfarnar vikur. Þetta er farið að hljóma eins og klisja úr munni þínum. Samt sem áður hefur umgjörðin tekið miklum breytingum í meðförum Alþingis og líklega er þorri Íslendinga þeirrar skoðunar að niðurstaðan sé mun betri og ásættanlegri en í stefndi, þegar málið kom til meðferðar þingsins í júlíbyrjun. Hvers vegna getur þú ekki viðurkennt að þeir sem þú settir til starfa í Icesave- samningunum voru einfaldlega ekki hæfir og starfi sínu vaxnir? „Ég viðurkenni það ekki, Agnes Bragadóttir, vegna þess að samn- ingurinn er óbreyttur og fullyrð- ingar um vanhæfni samninganefnd- arinnar eru einfaldlega bæði rangar og ósanngjarnar. Samninganefndin kom heim með mun betri samning, en í stefndi sl. haust að samið yrði Erum ein fjölskyl Morgunblaðið/Kristinn Önnum kafinn Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra hefur verið önnum kafinn undanfarna mánuði. Hann kveðst vera í ágætu fjöri og því víli hann ekki fyrir sér að vinna 12 til 16 tíma á dag. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, er algjörlega sannfærður um að engin leið önnur hafi verið fær fyrir íslensku þjóðina en að klára Icesave-málið. Frekari frestur á málinu hefði að hans mati aðeins komið til með að kosta þjóðina enn meira. Steingrímur ræðir í samtali við Morgunblaðið Icesave-samninginn, stjórnarsamstarfið, stöðu efnahagsmála, það sem framundan er, persónuna Steingrím J. Sigfússon og fleira.  Fjármálaráðherra segir Íslendinga ekki hafa átt neitt val  Nauðsynlegt hafi verið að leysa Icesave  Telur að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið  Segir erfiðan vetur framundan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.