Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Howard Unruh var hægláturmaður. Eftir að hann sneriheim úr síðari heimsstyrj- öldinni bjó hann heima hjá mömmu sinni. Þar kom hann sér upp sko- tæfingasvæði í kjallaranum og smám saman hætti hann nánast að fara út fyrir hússins dyr. Hann var sannfærður um að nágrannar hans í smábænum Camden í New Jersey sætu á svikráðum við hann og bak- töluðu hann. Smám saman jókst ofsóknaræði Unruh. Hann hélt nákvæman lista yfir allt það, sem hann taldi bæj- arbúa hafa gert á sinn hlut. Við sum nöfnin skrifaði hann „retal.“, sem er stytting á „retaliation“ (hefnd). Unruh fór í bíó að kvöldi 5. sept- ember. Þegar hann kom heim upp- götvaði hann að garðhliði, sem hann hafði smíðað, hafði verið stolið. Svo virðist sem sá þjófnaður hafi gert gæfumuninn í sjúkum huga hans. Daginn eftir snæddi hann morgunverð með móður sinni. Eftir að hún fór að heiman tók hann þýska Luger-skammbyssu, sem var minjagripur úr stríðinu, gekk út og hugði á hefndir. Fyrsta skot hans fór naumlega framhjá ökumanni sendibíls bak- arísins. Þá gekk hann inn á rakara- stofu, skaut rakarann og sex ára dreng, sem var að fá klippingu í til- efni skólabyrjunar. Hann skaut mann, sem stóð fyrir dyrum apó- teksins, gekk inn og skaut þrjá til viðbótar. Klæðskerinn átti að verða næsta fórnarlamb, en þegar hann reyndist ekki vera í verslun sinni skaut Unruh konu hans í staðinn. Hann skaut vegfarendur í bíl, jafnt fullorðna sem börn. Lítill tveggja ára drengur, sem horfði út um gluggann heima hjá sér, varð enn eitt fórnarlambið. Á aðeins 12 mínútum myrti How- ard Unruh 13 manns. Hann varð þar með fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að ganga berserksgang með skotvopni með þessum hætti. Síðar hafa komið upp fjölmörg tilfelli, þar sem menn hafa t.d. mætt vopnaðir til vinnu og myrt vinnufélaga sína eða skotið skólafélagana. Howard Unruh var talinn of veik- ur á geði til að vera sakhæfur. Hon- um var komið fyrir á geðsjúkrahúsi og þar er hann enn, 88 ára gamall. Aukin aðstoð Howard Unruh var ekki eini fyrrverandi hermaðurinn, sem framdi voðaverk eftir síðari heims- styrjöldina, þótt enginn hafi framið sams konar fjöldamorð. Þar að auki sviptu fjölmargir hermenn sig lífi eftir heimkomuna. Talið er að morðæðið, sem rann á Howard Unruh að morgni 6. sept- ember 1949 hafi orðið hvatinn að því að yfirvöld lögðu aukið fé í að aðstoða hermenn, sem glímdu við alvarlegar andlegar afleiðingar her- þjónustunnar. rsv@mbl.is Myrtur Thomas litli Hamilton átti aðeins 11 daga í þriðja afmælisdaginn sinn þegar Howard Unruh skaut hann. Tólf aðrir lágu í valnum þennan dag. Á þessum degi … 6. SEPTEMBER 1949 ÆÐI RENN- UR Á UNRUH Tekinn Howard Unruh í haldi lög- reglu. Hann lokaði sig inni á heimili sínu eftir morðin, en gafst upp fyrir ofureflinu. Það er800 7000 • siminn.is E N N E M M /S ÍA /N M 38 91 7 INTERNET SÍMANS Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging Leið 2: Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu, Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum. * Hraði allt að 8 Mb/sek. Hraði, 8 Mb/sek*. Gagnamagn, 60 GB. Verð 5.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.