Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 34
34 Svipmynd
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Texti: Freysteinn Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Ljósmyndir: Árni Sæberg
saeberg@mbl.is
K
omdu sæll, ég heiti Björn Sigurðsson, kall-
aður Bangsi,“ segir hann þegar Árni Sæ-
berg ljósmyndari kynnir okkur, og hand-
takið er þykkt. Svo heilsar hann tíkinni
með virðingu. Þau Svarthvít þekkjast frá
fyrri ferðum þeirra Árna til Hvamms-
tanga.
„Ég er nú búinn að vera hér á sömu torfunni alla tíð,
fæddur í byrjun árs 1935 og því kominn á þann aldur að það
tekur því ekki fyrir karlinn að flytja.“ Hann er fæddur í
Syðsta-Hvammi fyrir ofan þorpið, þar sem nú er tjaldstæði
og unaðsreitur til útivistar, Kirkjuhvammskirkja og Myllan
sem Bangsi smíðaði upp við annan mann.
Foreldrar hans voru Sigurður Davíðsson kaupmaður og
Ósk Jónsdóttir, seinni kona Sigurðar.
„Afi minn bjó á Ánastöðum. 1882 rak hval út á Krossanesi
á Vatnsnesi og þangað fór afi að kaupa hval. En þegar hann
var að færa hvalinn upp á hest kom Hans á Þóreyjarnúpi til
hans og sagði: Þú þarft ekki að fá mikinn hval núna Eggert
minn. Þú færð meira bráðum.
Skömmu síðar rak 32 reyðarhvali undan ís niður undan
Ánastöðum. Þeir urðu lífsbjörg fólki í fleiri en einni sýslu.
Hefur fengizt smávegis við hitt og þetta
Ég ólst upp við þessa venjulegu leiki og störf, sem þá tíðk-
uðust, en ég hef snemma haft gaman af veiðiskap, því ég
man eftir því að þegar ég var í kringum fermingu bað Anna
systir mig að taka kolanetin. Þau voru lögð frammi á firði.
Síðan hef ég mest veitt úr sjó, en líka farið í Vesturhópsvatn.
Svo hef ég eitthvað smávegis fengizt við eitt og annað í
landi; byggingavinnu, bátasmíð og rækjuvinnslu.
En í raun og veru hef ég aldrei gert neitt. Og ekki hefur
það skánað í seinni tíð. Ég fer í kaffihornið í kaupfélaginu að
hitta karlana og svo kem ég við í bókasafninu og lít í blöðin.
Nú er ég aftur orðinn smápatti á bryggjunni og skrepp á
sjó þegar mig langar til. Ég þakka bara fyrir meðan ég get
staðið í lappirnar og farið á sjóinn.“
Þykir vænzt um verzlunarhúsið og Mylluna
Bangsi segir að af þeim handtökum sem hann eigi á
Hvammstanga þyki honum vænzt um hús Sigurðar Páls-
sonar og Mylluna. Karl Sigurgeirsson, vinur Bangsa og
fréttaritari Morgunblaðsins, segir að þegar Bangsi gerði við
verzlunarhúsið hafi hann lagað magnaða steypublöndu, sem
hann vildi alls ekki gefa upp. „En þetta heldur og að auki er
handbragðið einstaklega fallegt.“ Myllan uppi í Hvammi
hafði ekki verið notuð í 100 ár þegar Bangsi gerði henni til
góða við annan mann. „Svo byggði ég þetta hús sem ég bý í.
Ég gat það alveg.“ Og Naust lofar meistarann eins og önnur
hans verk.
Bangsi hefur smíðað átta báta um ævina og rær sjálfur á
einum sem hann smíðaði 1958. „Þeir ætluðu nú einu sinni að
saga hann í sundur, en vinur minn, Þór Magnússon þjóð-
minjavörður, sagðist þá ganga í það að friða bátinn. Ég þorði
samt
ekki annað en loka hann inni í bílskúr í heilt ár.
Ég mála hann tvisvar á ári þannig að það eru komnar
kringum 100 umferðir á hann. Ætli hann hangi ekki bara
saman á málningunni eins og sagt var um skektuna á Heggs-
stöðum að hún héngi saman á tjörunni.
Það voru einhverjir karlar, sem spáðu ekki vel fyrir mér
þegar ég var að byrja bátasmíðina. Einn gat ekki á heilum
sér tekið yfir þessari hrokasmíð, en eftir að báturinn var
kominn niður sagði hann ekki orð. Annar fékk yfir höfuðið,
þegar hann sá samsetninguna, en svo bráði af honum, þegar
báturinn flaut. En þessir menn voru nú engir smiðir. Þótt
mönnum hafi ekki litizt á upphafið þá bjargazt allt fyrir horn
hjá mér.“
Ég hef orð á því hvað Svarthvít er elsk að Bangsa. „Já
þeir kunna að meta mig hundarnir,“ segir hann. „Eitt sinn
kom til mín minkaveiðihundur af bæ hér skammt frá og sett-
ist upp hjá mér. Hér var hann í tíu ár, fór alltaf heim um
veiðitímann, en kom svo hingað aftur. Ég held honum hafi
líkað betur frelsið hjá mér en að vera bundinn heima við.“
Hann er bara að sökkva
„Nei blessaður vertu, það hefur aldrei neitt sögulegt hent
mig á sjó. Ég dró alltaf grásleppunetin þannig að ég gæti
fleygt þeim út aftur ef með þyrfti.
En einu sinni var ég úti á flóa, þegar hann hvessti skyndi-
lega. Ferðin gekk vel inn að firðinum, en það var dálítið mál
að halda bátnum á floti. Hann var farinn að síga að framan,
þegar stór skvetta kom inn, ég henti öllu út og náði að keyra
hann upp aftur. Einhverjir voru þarna úti og kölluðu mig
upp í talstöðinni og spurðu, hvort eitthvað væri að. Já, svolít-
ið, sagði ég. Hann er að sökkva. Þeir sigldu þá til mín, en
þegar þeir komu var ég búinn að bjarga bátnum og á heim-
leið inn fjörðinn.
Ég tala við bátinn eins og hund. Ef eitthvað kemur fyrir
þá er það ekki bátnum að kenna, heldur mér.“
Eitt af því sem Bangsi hefur lagt gjörva hönd að á
Hvammstanga er verzlunarminjasafnið. „Pabbi var kaup-
maður í 50 ár og hann henti aldrei neinu. Það var því eitt og
annað til, þegar verzluninni var lokað, og ég tók margt til
handargagns og eitthvað af því er á verzlunarminjasafninu.
Safnari? Ég? Veit ekki hvað skal segja. Það er svona ým-
islegt drasl í kringum mig.
Ég held ég eigi bara vini en enga óvini. Ég hef reynt að
lifa laus við öfund og hatur. Þau fara illa með marga. Ég
gleðzt frekar en hitt, þegar öðrum gengur vel. En nú eru
erfiðir tímar hjá mörgum og ég finn til með því fólki sem á
bankabágt.
Ég hef aldrei tekið lán í banka. Einu sinni þurfti ég á því
að halda en fékk neitun. Það bjargaði mér alveg. Ég hefði
ekki haft gott af því að fara að skulda peninga og vinna fyrir
banka.“ Og Bangsi ekur sér eins og einhver óværa hafi læðzt
niður bakið á honum.
„Ég var einhvern tímann að telja fisktegundirnar sem ég
hef fengið. Man nú ekki í svipinn hvað þær eru margar og
finn ekki snepilinn sem ég krotaði þetta á. En ég hef fengið
lax, það er reyndar bannað að veiða lax í sjó, en það bannar
þér enginn að sleppa honum aftur. Eru ekki allar laxveiðar
orðnar upp á það að sleppa fiskinum aftur?
En nýjustu tegundirnar sem ég hef fengið eru skötuselur
og makríll. Hann beit mig nú skötuselurinn fyrir vikið. Það
má svo sem segja að ég hafi boðið honum upp með því að
vera án ullarvettlinganna.“
Lífskúnstner og líka hvers manns hugljúfi
„Þótt Bangsi hafi verið piparsveinn alla tíð er hann ekki
einfari, heldur gæðir hann allt lífi og fjöri í kringum sig.
Hann er vinmargur og meistari á mannamótum,“ segir Karl
Sigurgeirsson. Í Syðsta-Hvammi var það lenzka í fjölskyld-
BETRI ER
SMÁR
FENGINN EN
STÓR ENGINN
Við erum á spegilsléttum Miðfirði, báturinn pústar letilega en taktfast
og Bangsi situr aftur í, með aðra hönd á stýri og hina á handfærarúll-
unni. Áður en nemur við botn er fiskur á hverjum öngli. Bangsi dregur
þá brosmildur upp í bátinn. Hann ætti að vera glaður með þetta karl-
inn, segir hann. Betri er smár fenginn en stór enginn.