Morgunblaðið - 06.09.2009, Blaðsíða 46
46 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009
Klettaborg 56, Akureyri
Raðhús á tveimur hæðum með bílskúr 134 fm.
Verð 30 millj. Hugsanleg skipti á íbúð í rvk. Laust.
Myndir á www.gellir.is
Hafnastræti 83 – 600 Akureyri
Sími: 461 2010 – www.gellir.is
Til sölu
Tískuverslun Steinunnar Akureyri
Rótgróin verslun í miðbæ Akureyrar
Húsnæði, lager, innréttingar.
Hafnastræti 83 – 600 Akureyri
Sími: 461 2010 – www.gellir.is
Furugerði v. Álmgerði - sími 588 2030 - fax 588 2033
Lögg. fasteignasali: Sigríður A. Gunnlaugsdóttir
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
STÓRAGERÐI 42-44
Hafin er sala á hágæða þriggja til fimm herbergja íbúðum í nýbyggingu sem staðsett er
milli Stóragerðis og Háaleitisbrautar, stutt frá Fossvogsspítala. Húsið er fjórtán íbúða
lyftuhús á fjórum hæðum með bílastæðakjallara undir. Afhending er áætluð í júlí til
ágúst á næsta ári. Allar íbúðir eru rúmgóðar með sérinngang af svölum sem gegnið er
út á frá sérstæðu lyftuhúsi. Tvö baðherbergi eða snyrting og
baðherbergi verða í hverri íbúð. Einnig er yfirleitt gert ráð fyrir
sér fataherbergi og þvotthúsi inni í íbúð. Traustur verktaki.
8445
Nánari upplýsingar á www.borgir.is
HINN 28. ágúst 2009, sam-
þykkti Alþingi með 34 (af 63) at-
kvæðum ábyrgð ríkissjóðs á
nauðgunarsamningi vinstri
manna, Steingríms Sigfússonar
og Svavars Gestssonar, við félaga
okkar í NATO. Ýmsir fyrirvarar
voru settir af Alþingi, fyrirvarar
sem ég skil ekki, og maðurinn,
sem á að borga, skilur ekki.
Þessir fyrirvarar skipta mig ekki
máli. Ég á ekki að borga, en af-
komendur mínir eiga að borga.
Ég er ekki ánægður, en Jóhanna
Sigurðardóttir er ánægð. Konan,
sem hefur talað máli litla manns-
ins í áratugi, er ánægð.
Hvar eru þeir núna? Hvar eru
mennirnir, sem stóðu saman, (all-
ir gegn engum) í stóru málum
þjóðarinnar, Jón Sigurðsson í
sjálfstæðismálinu, Guðmundur
Kærnested og sjómenn, Lúðvík
Jósepsson, Matthías Bjarnason
og Ólafur Jóhannesson í land-
helgismálinu. Birtast þeir nú í
Steingrími og Jóhönnu? Hvernig
verður skrifað um Steingrím og
Jóhönnu, þegar saga þjóðarinnar
verður skrifuð af sagnfræðingum
framtíðarinnar?
Hvar eru þeir núna? Heyrist
nú ekkert í sjálfskipuðum tals-
mönnum þjóðarinnar, sem
nauðguðu réttarkerfi lýðveldisins
til að hrekja löglega ríkisstjórn
frá völdum,
Hvar er nú trúbadorinn, sem
narraði löghlýðna en vonsvikna
borgara niður á Austurvöll til
þess að standa við bakið á skríl?
Hvar er nú fundarstjórinn úr
Háskólabíó, sem notaði vinnu-
brögð einræðisherra, þegar hann
ákvað, hverjir skyldu hafa mál-
frelsi á fundunum og hverjir
ekki?
Hvar er nú maðurinn, sem fór
með gítar upp á Arnarhól til að
syngja Davíð og samstarfsmenn
hans út úr Seðlabankanum?
Hvar er nú „höfundur“ þjóð-
arinnar, sem réðist að Geir
Haarde þáverandi forsætisráð-
herra fyrir utan stjórnarráð lýð-
veldisins?
Ég hef áður spurt þessara
spurninga. Ég spyr enn.
Axel Kristjánsson
Hvar eru þeir núna?
Höfundur er lögmaður.
UMRÆÐAN um
ræktun ORF Líf-
tækni á erfðabreytt-
um jurtum utandyra
hefur, að mati höf-
undar, snúist of lítið
um hvaða áhrif hún
getur haft á mögu-
leika íslenskra fyr-
irtækja á að vitna til
hreinleika íslenskrar
náttúru í sínu mark-
aðsstarfi.
Þessi pistill er ekki gagnrýni á
almenna starfsemi ORF Líftækni,
svo því sé haldið til haga.
Mín skoðun er sú, að ein aðal-
ástæðan fyrir því að banna eigi
tilraunir með erfðabreyttar líf-
verur utandyra á Íslandi sé mark-
aðsleg og tengist vörumerkjunum
„Ísland“ og „íslensk náttúra“.
Hugtakið „Iceland’s pristine
nature“ er í hættu, að mínu mati.
Þetta hugtak er óspart notað af
fjölmörgum fyrirtækjum í ferða-,
heilsu- og matvælageirunum.
Einnig er það notað af stjórnvöld-
um í samhengi við aukið mik-
ilvægi ferðaþjónustu á Íslandi,
sbr. greinin „Fixing Iceland“ sem
birtist 21. ágúst á Forbes.com.
Tilraunaræktun ORF Líftækni
gefur tilefni til þess að ætla að
neikvæðar tengingar við íslenska
náttúru verði algengari í framtíð-
inni, því um sérstaklega umdeilt
mál er að ræða og slík ræktun
víða bönnuð.
Mér þykir nokkuð lýsandi hvað
þetta mál gæti orðið erfitt við-
fangs fyrir íslensk fyrirtæki ef
reynt er að svara mögulegri
spurningu um hreinleika náttúr-
unnar frá erlendum aðila, á ensku.
Á því tungumáli munum við þurfa
að svara fyrir okkur og því hentar
það best fyrir slíka æfingu.
Líklegast geta þar til bærir að-
ilar komið með trúverðugra svar,
en svona gæti ég ímyndað mér að
mörg íslensk fyrirtæki reyndu að
svara slíkum erindum að utan,
kysu þau að verja ræktun ORF
Líftækni og þar með
vörur sínar í leiðinni:
„Yes, Iceland al-
lows outdoor rese-
arch on genetically
modified organisms.
However, it has been
thoroughly explained
to us at [XYZ comp-
any] that the genes in
question are biologi-
cally incapable of
spreading into other
lifeforms. Further-
more, heavy precau-
tion is taken in the form of nets
and buffer zones so as to ensure
that plant material is contained
and isolated from the surrounding
environment. We are aware of the
negative attention this generates.
However, there is widespread
consensus in the scientific comm-
unity on the fact that this type of
research does not have any ad-
verse effects on the environment.
Icelandic nature is clean and I
assure you that [XYZ company’s]
products are among the purest on
the market, and in fact, in the
world.“
Það er sama hversu skil-
merkilega er svarað. Hinn íslenski
viðmælandi er kominn í vörn.
Hver er kostnaðurinn fyrir
þjóðina við að vera í vörn í svona
máli?
Það er eitt að halda hreinleika
íslenskrar náttúru á lofti. Annað
að þurfa að verja hann. Hversu
mikið kostar að verja ímynd nátt-
úrunnar og hvað kostar það í
samanburði við kynningu á henni
ósnortinni?
Hér þarf að sjálfsögðu að huga
að almenningsáliti, en þess konar
álit snýst ekki endilega um rök-
hyggju. Staðreyndir á bakvið
hlutina, í slíkum tilvikum nota
bene, geta fljótt orðið aukaatriði.
Gera íslenskir ráðamenn sér grein
fyrir því, að ekki þarf nema eina
grein í ágætlega útbreiddum er-
lendum fjölmiðli til að sá þeirri
hugmynd í huga markhópa ís-
lenskra fyrirtækja, að Íslendingar
séu búnir að sleppa jurtum með
erfðaefni úr mönnum út í íslenska
náttúru og að það muni hugs-
anlega hafa ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar?
Erlendir viðskiptavinir geta
einfaldlega valið sér aðrar vörur
sem eru ekki, að þeirra mati, úr
umhverfi þar sem erfðabreyttar
lífverur fyrirfinnast. Það er til-
hugsunin hjá viðkomandi kaup-
endum, en ekki vísindaleg stað-
reynd sem skiptir hér höfuðmáli.
Það skiptir engu máli hvort um-
ræddar jurtir ORF Líftækni séu
undir neti, eða að færustu vís-
indamenn haldi því fram að þær
dreifi sér ekki annað. Yrði útkom-
an hagfelld fyrir Íslendinga ef fólk
færi að tengja lífverur í náttúru
Íslands við mannaprótein, hvort
sem slíkar tengingar ættu við rök
að styðjast eða ekki?
Þó við kysum að banna svona
tilraunir eftir fáein ár er ekki víst
að við gætum sannfært erlenda
neytendur um að umrædd gen
hafi ekki „sloppið út“ og muni
ekki haldast áfram í lífríkinu, hver
sem raunin yrði.
Hér er því mögulega í uppsigl-
ingu varanlegur skaði á ímynd ís-
lenskrar náttúru og þeirra vara
sem unnar eru úr henni, í huga út-
lendinga.
Er hugsanlegt að ákvörðunin
um að leyfa þessa ræktun hafi
verið tekin útfrá þröngum for-
sendum þar sem aðeins var tekið
tillit til erfðafræðilegra stað-
reynda, en látið vera að íhuga
málið útfrá sjónarhóli annarra
fræðigreina, svosem markaðs- og
hagfræði?
Ég vil hvetja ríkisstjórnina til
að endurskoða þetta mál á heild-
rænan hátt og taka til greina
verðmæti þess álits sem útlend-
ingar hafa á íslenskri náttúru.
Þeir eru nefnilega viðskiptavinir
margra, ef ekki allra Íslendinga.
Við slíka endurskoðun væri
nauðsynlegt að líta til hagsmuna
allra þeirra fyrirtækja sem nýta
sér íslenska náttúru í markaðs-
setningu erlendis.
Eftir Kristin
Leifsson »Erlendir viðskipta-
vinir geta einfald-
lega valið sér aðrar
vörur sem eru ekki, að
þeirra mati, úr umhverfi
þar sem erfðabreyttar
lífverur fyrirfinnast.
Kristinn Leifsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Íslensk náttúra sem vöru-
merki og tilraunir með það