Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.09.2009, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 2009 Framleiðendur leik-fanga hafa oft sættgagnrýni fyrir að selja leikföng, sem for- eldrum þykja ýta undir ofbeldi eða vera á annan hátt óæskileg fyrir börn- in. Nú er komin á markað dúkka, sem virðist slá fyrri met hvað þetta varðar. Dúkkunni fylgir hringlaga svið með blikk- andi diskóljósum og á sviðinu er súla. Dúkkan getur farið „upp og niður og hring eftir hring“ eins og framleiðendurnir aug- lýsa stoltir. Markaðssetningin virðist hins vegar misráð- in, ef marka má frétta- flutning og bloggskrif er- lendis. Viðbrögðin eru flest á sömu lund: Foreldrar eru ævareiðir yfir að nokkrum skuli detta í hug að búa til dúkku, sem er súludansmær. Hvaða skilaboð senda slíkar dúkkur til barnanna, sem leika sér með þær? Fyrir tæpum þremur árum varð mikið uppnám í Bretlandi, þegar verslanakeðjan Tesco seldi súlur í leikfangadeildinni. Súlurnar voru í bleikum kössum og fylgdi sögunni að þær væri auðvelt að setja upp heima og svo gæti hver dansað af hjartans lyst. Síðar kom í ljós, að súlurnar voru alls ekki ætlaðar til sölu í leikfangadeildum, svo ekki var við framleiðandann að sakast. Tesco fékk hins vegar skömm í hattinn fyr- ir að setja þær í hillurnar hjá Bar- bie-dótinu. Þegar fréttist af súludansdúkk- unni urðu margir til að benda á ýmis vafasöm leikföng önnur. Til dæmis fæst dúkka, sem gefur frá sér hljóð eins og barn sem drekkur af brjósti. Það gerir hún þó aðeins, þegar and- lit hennar er lagt upp að sérstökum bol eigandans. Litla stúlkan, því oft- ast eru það stúlkur, klæðist sem sagt bleikum bol með áföstum blóm- um í geirvörtustað. Í dúkkunni eru skynjarar, sem kveikja á hljóðinu í dúkkunni þegar hún er lögð að barmi barnsins. Hverjum líkist barnið? Börnin eru ekki ein um að vilja leika sér með dúkkur. Hugmynd læknis í London gengur út á að verðandi foreldrar fái dúkku, sem lítur út eins og ófætt barn þeirra. Eftir að móðirin hefur farið í þrívíddarómskoðun er myndin af fóstrinu notuð til að skapa ná- kvæma eftirmynd af því. Foreldr- arnir geta farið stoltir og glaðir með eftirmyndina heim í lófanum, í stað þess að sýna ættingjum óskýrar, svarthvítar myndirnar, sem hingað til hafa nægt flestum. Uppfinningamaðurinn segir dásamlegt að sjá svipinn á foreldr- unum, þegar þeir átti sig á hversu smátt fóstrið er. Framfarir? Dæmi hver fyrir sig. rsv@mbl.is Brjóstagjöf Dúkkan sýnir viðbrögð um leið og hún er lögð upp að „geirvörtu“ eigandans. Mamma, ég vil fá súludansmey! Súludans Kannski gefur svona dúkka börnum hugmyndir um framtíðarstarf? © Royal College of Art London Fóstur Svona lítur sá stutti út, alveg eins og pabbi sinn. Það er800 7000 • siminn.is E N N E M M /S ÍA /N M 38 91 8 INTERNET SÍMANS Internet Símans er annað og meira en venjuleg nettenging Leið 3: Þú hefur möguleika á hraðari nettengingu, meira gagnamagni, öruggri gagnageymslu, Sjónvarpi Símans með fjölda sjónvarpsstöðva og vídeóleigu heima í stofu. Auk þess fylgir Netvarinn öllum áskriftarleiðum. Skráðu þig í eina af nýju leiðunum. Hraði, 16 Mb/sek*. Gagnamagn, 120 GB. Verð 7.190 kr. * Hraði allt að 16 Mb/sek.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.