Saga - 1952, Blaðsíða 15

Saga - 1952, Blaðsíða 15
273 að segja sannleikann, en hún stóð við það, sem hún hafði áður sagt. Þá er sagt í dóminum, að fógeti hafi engin góð ráð eða uppörfun fengið til málarekstrarins, heldur hafi allir ráðið hon- um frá frekari afskiptum af því og sagt, að bezt væri að fela guði dóm um það. í skrifi sínu til konungs frá þessum árum,1) sem síðar verður vikið að, segir Herluf Daa og ber fógeta sinn fyrir því, að Guðbrandur biskup hafi mælt þeim orðum, að bezt væri að fela drottni málið, því að það væri skilningi manna of vaxið. Verður þessi sögn fógetans ekki véfengd, og er hún ljós vottur þess, að fyrirmönnum Skagfirðinga hafi ekki verið sérstaklega hugleikið, að meiri reki væri gerður að máli þessu. Sjálfur biskupinn, inn áhrifaríki maður Guðbrandur Þorláksson, er talsmaður þeirra, og notar þá röksemd, sem trúuðum manni - og það voru menn í þá daga - var erfitt að neita, að drottinn kynni enn að hafa gert kraftaverk eða dásemdar, sem mann- legum skilningi væri of vaxið. Biskup - og víst eigi síður lögmaður - hefur viljað hlífa Þór- dísi, frændkonu sinni, og Tómasi, við frekari aðgerðum, enda hafa þeir vafalítið búizt við því, að reynt mundi annars verða að koma fram pyndingum við hana, eftir því sem fram hafði farið á alþingi áður um sumarið. Jörgen Daníel kvaðst hafa stranga skipun höfuðsmanns um það að pína konuna til sagna, ef hún vildi ekki segja sannleikann með fúsum vilja. Hann sinnti því ekki ráðleggingu biskups. Spurði fógeti Þórdísi þá enn, hvort hún vildi ekki segja sannleikann, en þá segir, að hún hafi 1) Alþb. ísl. IV. 327. Saga.18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.