Saga - 1952, Blaðsíða 71
329
biskup „greinilega öll leyndarmál fyrir Þor-
valdi, áðr þeir skildust, þau er honum mátti
nauðsynleg þikkja, sum til leyndar, en sum til
uppburðar eftir sinn dag"1). Lítill vafi getur
á því leikið, að Klængur biskup hefur borið
sig að á sama hátt sem hér var sagt, er hann
taldi rétt að láta það uppi, að hann væri faðir
meybarns þess, er Yngvildur Þorgilsdóttur hafði
þá fætt. Engum blöðum er heldur um það að
fletta, hver sá trúnaðarmaður var, er geyma
skyldi þetta leyndarmál til réttrar stundar.
Það hefur verið Gizur Hallsson. En vera má,
að Jón Loftsson hafi einnig verið trúnaðar-
maður biskups um þetta mál. „Þeir váru hans
vinir traustastir", segir Hungurvaka, og enn-
fremur mest virðir á Islandi.
Þótt barneign biskupsins hafi líklega með
þessum hætti verið leynt fyrir alþýðu manna
um hans daga, er ekki ósennilegt, að eitthvað
hafi kvisast um samband hans og Yngvildar,
er hún hafði fætt barn sitt. Vér vitum þó ekk-
ert um, hvar hún hefur dvalizt á þessum árum
og hinum næstu, meðan Jóra var í bernsku.
1 Hungurvöku segir: „Klængur biskup hélt allt
til elli vegsemd sinni ok vinsældum, svá at all-
ir virðu hann mikils, þeir er mest váru verðir“.
Þessi frásögn er etfirtektarverð. Eftir allri
lýsingu höfundar á þessum biskupi, hefði hún
átt að vera óþörf. Setningin vekur því grun
um, að hér leynist á bak við orðin sú stað-
reynd, að biskup hafi einhvern hnekki beðið á
virðingu sinni meðal sumra manna. Er ekki
1) Bisk. I. 295 og 296.