Saga - 1952, Blaðsíða 62

Saga - 1952, Blaðsíða 62
320 arnir stóðu henni ekki á sporði, og hún kenndi mörgum grammaticam og fræddi hvern, er nema vildi. Hún leiðrétti latínubækur þannig, að hún lét lesa þær fyrir sér, en saumaði á meðan, tefldi eða vann hannyrðir með heilagra manna sögum. Höfðingjadóttir af skálda- og sagnamannaætt, og af gerð Yngvildar, er sann- arlega vís til að hafa numið bókleg fræði af bróður sínum, þegar því varð við komið, og jafnvel hafa verið við nám annarstaðar. Tím- ans vegna fengi það staðizt, að hún gæti hafa dvalizt á Hólum um skeið í tíð Klængs frænda síns. Áður voru nefnd nokkur efnisatriði, þar sem frásögn Laxdælu og Sturlu sögu svipar saman. Hver veit, nema höfundur Laxdælu hafi einmitt haft Yngvildi í huga, er hann lýsir hinni ungu Guðrúnu Ósvífursdóttur í 32. kap. á þessa leið : „hon var kvenna vænst, er upp óxu á Islandi, bæði at ásjánu ok vitsmunum. Guðrún var kurteis kona, svá at í þann tíma þótti allt barnasvipr, þat er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni. Allra kvenna var hon kænst ok bezt orðifarin; hon var örlynd kona“. Við þessa ágizkun er þó það athugavert, að upphafsorð lýsingarinnar: „hon var kvenna vænst er upp óxu á íslandi", svara til orða Sturlu sögu: „Hon var vænst kvenna í þann tíð á lslandi“, um Ingibjörgu Þorgeirsdóttur, húsfreyju í Hvammi. En þetta bendir til, ásamt því, sem áður er talið, að konur í Sturlu sögu hafa verið í huga höfundar Laxdælu. Eðlilegast og senni- legast finnst manni það, að þessi höfundur hafi haft í huga ákveðna lifandi konu eða konu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.