Saga - 1952, Blaðsíða 62
320
arnir stóðu henni ekki á sporði, og hún kenndi
mörgum grammaticam og fræddi hvern, er
nema vildi. Hún leiðrétti latínubækur þannig,
að hún lét lesa þær fyrir sér, en saumaði á
meðan, tefldi eða vann hannyrðir með heilagra
manna sögum. Höfðingjadóttir af skálda- og
sagnamannaætt, og af gerð Yngvildar, er sann-
arlega vís til að hafa numið bókleg fræði af
bróður sínum, þegar því varð við komið, og
jafnvel hafa verið við nám annarstaðar. Tím-
ans vegna fengi það staðizt, að hún gæti hafa
dvalizt á Hólum um skeið í tíð Klængs frænda
síns.
Áður voru nefnd nokkur efnisatriði, þar sem
frásögn Laxdælu og Sturlu sögu svipar saman.
Hver veit, nema höfundur Laxdælu hafi einmitt
haft Yngvildi í huga, er hann lýsir hinni ungu
Guðrúnu Ósvífursdóttur í 32. kap. á þessa leið :
„hon var kvenna vænst, er upp óxu á Islandi,
bæði at ásjánu ok vitsmunum. Guðrún var
kurteis kona, svá at í þann tíma þótti allt
barnasvipr, þat er aðrar konur höfðu í skarti
hjá henni. Allra kvenna var hon kænst ok bezt
orðifarin; hon var örlynd kona“. Við þessa
ágizkun er þó það athugavert, að upphafsorð
lýsingarinnar: „hon var kvenna vænst er upp
óxu á íslandi", svara til orða Sturlu sögu:
„Hon var vænst kvenna í þann tíð á lslandi“,
um Ingibjörgu Þorgeirsdóttur, húsfreyju í
Hvammi. En þetta bendir til, ásamt því, sem
áður er talið, að konur í Sturlu sögu hafa verið
í huga höfundar Laxdælu. Eðlilegast og senni-
legast finnst manni það, að þessi höfundur hafi
haft í huga ákveðna lifandi konu eða konu,