Saga - 1952, Blaðsíða 83
341
dóttur hennar og biskupsins 10—11 ára að
aldri.
Benda má á það hér, að svo einkennilegt vill
til, að einungis á einum stað öðrum og við ann-
að tækifæri notar höfundur Þorláks sögu eldri
orðið „skapraun", en þar segir svo: „hann (Þor-
lákur) veitti ástsamlega ásjá systrum sínum:
Ragnheiði, móður Páls, er síðan varð biskup
eftir Þorlák biskup, en annarri Eyvöru, ok
hafði hann mjög langa skapraun af þeirra hátt-
um, er eigi váru eptir hans skaplyndi; en þó
kom þat til góðra lykta um síðir, með guðs
miskunn og góðu tilstilli þeirra manna, er hlut
áttu í, ok góðvilja þeirra sjálfra"1). Og vissu-
lega mun sama raun hafa orðið á um lyktir þess
máls, sem hér er rætt um.
Vér þykjumst hér hafa svarað rétt spurn-
ingunni, sem áðan var borin upp, en svarið
gefur tilefni til annarrar spurningar, sem er
þessi: Eru líkur til, að Klængur biskup hefði á
því skeiði biskupsdóms síns, er hann var hinn
rómaði glaðværi ljóðasmiður og veizluhöfðingi,
valið hinn lítt þekkta, fámála og stirðmælta
klausturmann í Þykkvabæ fyrir eftirmann sinn,
ef einnig var kostur að velja þekktan dýr-
legan kennimann og lærdómsmann og kunnan
skörung, eins og var í þetta sinn? Vér teljum,
að þessari spurningu verði að svara neitandi.
Þegar höfundur Hungurvöku segir: „má oss
sýnast, sem eigi hafi slíkur skörungur verið
fyrir margra hluta sakir á Islandi, sem Klæng-
1) Bisk. I. 92.