Saga - 1952, Blaðsíða 20
278
því að til Englands komst hann síðan. Segir
Björn á Skarðsá, að Bergljót, kona hans, hafi
borizt til Vestfjarða, sennilega til sira Ólafs að
Stað, og gifzt þar í annað sinn. Hafi Tómas
komið aftur og viljað sækja hana, en hún hafi
ekki viljað fara með honum til Englands.* 1)
Þetta sýnist rétt vera. Böðvar, sonur þeirra
Tómasar og Bergljótar, hefur farið til Englands
og kvænzt þar enskri konu. Kemur sonur þeirra,
Nathanael að nafni, hér við sögu 70 árum eftir
að mál þeirra Tómasar og Þórdísar hófust.2)
Mætti láta sér detta í hug, að biskupi og fleir-
um hafi ekki verið það óljúft, að Tómas gæti
sloppið. Hvers vegna kallar biskup fógeta á ein-
tal, einmitt þegar dómendur voru að verki? Var
það ekki til þess að leiða athygli fógeta frá Tóm-
asi, svo að honum veittist færi á að komast und-
an? Þessum spuringum verður vitanlega ekki
svarað með vissu, en hver má hafa sinn grun.
Og sjálfsagt hafa þar einhverir aðrir verið, sem
eigi hafa harmað undankomu Tómasar. Auðvit-
að urðu þingmenn að segja fógeta til, er Tómas
steig hesti sínum á bak, og ekki gátu þeir skor-
azt undan að hlýða skipun fógeta um að veita
honum eftirför. Þeir mundu hafa borið að sér
böndin um það, að þeir vildu hlífa honum og
standa lagaframkvæmd í vegi, ef þeir hefðu
eigi orðið við skipun fógeta.
Tómas hafi stokkið af Vallalaugarþingi og strokið aust-
ur um land, og ber Birni saman við skýrslu umboðs-
mannsins að þessu leyti.
1) Annales Isl. I. 200.
2) Alþb. ísl. VII. 427, 456. Sbr. Sýslum. æfir II. 321,
1. nmgr.