Saga - 1952, Blaðsíða 72
330
ólíklegt, að einmitt orðrómur um barneign
hans hafi verið orsök þessa. Telja má nokkurn
veginn víst, að þetta atvik, þótt vitnazt hafi,
muni eigi hafa orðið til þess að skerða vin-
sældir og virðingu biskupsins meðal höfðingj-
anna. Margir þeirra höfðu sjálfir kirkjulegar
vígslur, voru djáknar og prestar, og létu leika
nokkuð á lausu í kvennamálunum. Kirkjuleg
þjónusta og veraldleg völd fóru saman. Og
hinir vígðu höfðingjar hafa skilið það til hlít-
ar, að jafnvel biskupsvígsla afmáði ekki mann-
legt eðli um ástir karls og konu. Þess verður
eigi vart, að það hafi verið talið foreldrum til
vanza að eiga bam í þremenningsmeinum, þótt
skóggang varðaði að lögum, enda mátti bæta
fyrir þá yfirsjón með fjárútlátum til lögrétt-
unnar og biskups.
En hvað sem þessu líður, og hvort sem þessi
barneign biskupsins hefur verið á vitorði fleiri
eða færri og virðing hans liðið við það hjá
einhverjum, má telja það víst, að þessi atburð-
ur hafi fengið mjög á biskupinn sjálfan og
breytt lifnaðarháttum hans. Eftir fyrri frásögn
höfundar Hungurvöku kemur hann lesandanum
á óvart, er hann skýrir frá því, að Klængur
biskup hafi í mörgu lagi verið meinlátsamari
en aðrir biskupar höfðu verið, í vöku, föstum
og í klæðabúnaði. Hann hafi oft gengið ber-
fættur um nætur í snjóum og frostum. Ólíklegt
er það, að biskupinn hafi iðkað þenna mein-
lætalifnað á sama tíma biskupsdóms síns og
hann hélt hóflitlar veizlur og bar af í kæti og
gannaði sér og öðrum á keskifimi. Getur ekki
hjá því farið, að lífsvenjubreytinguna hafi