Saga - 1952, Blaðsíða 26
284
ar yrðu, og gefur henni jafnframt í skyn, að
hún Ijúgi, ef hún lýsi annan en Tómas Böðvars-
son föður að barni sínu. Til þess að firra sig
harðri pyndingu hlýtur hún því að gefa í skyn,
að Tómas sé barnsfaðir sinn. Aðferðin, pynding
eða hótun þar um, var, eins og sagt var, alger-
lega óheimil að íslenzkum lögum. Jafnvel í
galdramálum, þar sem þó annars staðar var
beitt margskonar pyndingum, var hér ekki, svo
að séð verði, nokkurn tíma höfð sú meðferð á
sökunautum. 0g játningar eða aðrar umsagnir
aðilja, sem pyndaður er eða hótað pyndingu,
voru þá taldar algerlega ófullnægjandi til undir-
stöðu refsidóms. 0g því fráleitara var að byggja
slíkan dóm á þvingunarjátningu sem refsingin
var harðari. Þetta hefur mönnum hér verið full-
Ijóst, enda segir í dómi umboðsdómendanna, að
dómendur hér á landi hafi ekki þorað að dæma
Þórdísi líflát vegna þess, hvernig ástatt var. En
umboðsdómendurnir reisa dóm sinn á lýsingu
konunnar, sem hún lætur uppi mitt í hótunum
um pynding, og styðja þeir niðurstöðu sína á
líkum þeim, sem þeir telja fólgnar í inum ranga
eiði Þórdísar 1608, synjun hennar um faðernis-
lýsingu og brottreið Tómasar Böðvarssonar af
Vallalaugarþingi. Loks segja dómendurnir, að
þeir finni hvorki í andlegum né veraldlegum
lögum nokkuð, sem megi staðfesta (bekræfte)
það, að Tómas hafi kunnað að komast yfir kon-
una með fjölkynngi. Samkvæmt trú þeirra tíma
hefur athugasemd verjenda konunnar um fjöl-
kynngi Tómasar þó alls ekki verið nein fjar-
stæða, og þetta atriði mátti því verða henni til
málsbóta, jafnvel þótt sök hennar teldist sönn-
uð, sem þó ekki var. Þó að Þórdís hefði miklar
'A