Saga - 1952, Blaðsíða 39
297
hans verkahring að biðja lögréttuna leyfis til
að sættast um frændsemis spell hið meira og
kveða jafnframt á um fjárhæð þá, sem sá er
sök átti, skyldi láta sér lynda sakborningi til
sýknu1). Á þessum tíma var Klængur Þor-
steinsson biskup í Skálholti. Mál, er hafin
kynnu að verða útaf fyrrgreindum atburðum,
komu því til hans kasta.
Er orðrómurinn um atburðina á Ballará barst
til eyrna Einari á Staðarhóli, sem var réttur
sóknaraðili vegna sæmdar ættar sinnar, leit-
aði hann umsagnar Þorvarðs og kvaðst vænta,
að hann vildi láta hið sanna uppi um þessi
efni, „en þau svör komu hér í móti af hendi
Þorvarðs að synja, og var festur járnburður
fyrir. En Klængur biskup skyldi gera um,
hversu sem skírsla gengi“2). Af þessum orð-
um mun mega ráða, að Einar og Þorvarður
hafi eigi sjálfir ræðst við, heldur hafi sendi-
boðar farið á milli.
Járnburður fór ætíð fram á þingi og undir
yfirsýn kennimanna. Hér mat biskup þá fyrst
og fremst, hvort hönd járnberans væri ósködd-
uð eftir burð hins glóandi jáms — hvort mað-
urinn væri skír —, og þar með sannað sakleysi
hins sakborna manns. Ef svo reyndist, átti
biskup að ákveða, hver gjöld sakaráberi skyldi
greiða fyrir rangan sakaráburð. Ef hinsvegar
hönd járnberans, að dómi biskups, reyndist
sködduð, kvað hann á um refsingu sakborn-
ings.
1) Grg. Ib 69.
2) Sturl. I 73.