Saga - 1952, Blaðsíða 27
285
líkur sér í óhag, þá var sök hennar alls ekki
sönnuð hvorki samkvæmt þágildandi lögum né
núgildandi. Það hefði átt að dæma henni tylft-
areið, eins og áður er sagt, og málsúrslit áttu
svo að fara þar eftir.
Jafnframt dauðadómi um Þórdísi dæmdu um-
boðsdómendur Tómas Böðvarsson einnig til
dauða fyrir samfarir við mágkonu sína Þórdísi,
jafnskjótt sem hann kynni að nást. Tómas hafði
ekki verið tekinn til rannsaks, svo að kunnugt
sé, nema hvað fógeti bar hann sök á Vallalaugar-
þingi, enda hafði hann boðið eið bæði á alþingi
1609 og á téðu þingi. Byggðarrómur hefur sjálf-
sagt beinzt að honum. In raunverulega synjun
Þórdísar um faðernislýsingu, pyndingarlýsing
hennar á Vallalaugarþingi og brottreið hans af
þinginu fal í sér líkur gegn honum, sem leiða
máttu til þess, að honum yrði dæmdur tylftar-
eiður til synjunar samfara við Þórdísi. En þessi
atriði voru alls ónóg til þess að byggja á þeim
dauðadóm, eins og umboðsdómendur gerðu. Og
dómendur brutu þá einnig íslenzk lög með upp-
kvaðningu þessa dóms yfir Tómasi. Það var því
engin furða, þó að mönnum þætti ekki dæmt að
íslenzkum lögum, enda segir Björn á Skarðsá
svo: „Þóttust þá flestir ekki ná íslenzkum lög-
um'1.1) Sagt er, að Jón lögmaður Sigurðsson,
sem umboðsdómendur dæmdu af embætti 2. júlí
á alþingi, hafi lýst yfir því, að hann væri beitt-
ur ólögum, með því að hann hefði þegar bætt
fyrir þá sök, sem hann var borinn, og hafa um-
boðsdómendur engan dóm kveðið upp eftir það,
heldur farið þegar af þingi og voru komnir til
1) Annales Isl. I. 209.