Saga - 1967, Page 3
Bjöi'n Þorsteinsson:
Eru varbveittar myndir aj Jóm Arasym
og hörnum hans?
Myndskuröur í Kaupmannahöfn.
Á þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn (National-
museet) stendur íslenzkur stóll (nr. 7726), lágur og breið-
ur með kistusæti, og sver sig að allri gerð til miðalda.
Mikill og fjölslunginn útskurður skreytir alla framhverfa
fleti hans, en sérstaka athygli vekja mannamyndir á efri
bakfjöl og rimlum. 1 fjölina eru greyptir 5 hringlaga
uiyndreitir, og stendur biskup fyrir altari með krossmarki
á í miðreitnum. Hann er með mítur á höfði, bagal í vinstri
hendi og lyftir þeirri hægri til blessunar, en pálmagrein
sveigist frá vinstri brún kringlunnar móti andliti bisk-
upsins, sem snýr hægra vanga fram. Hann er toginleitur,
ennishár, með beint nef og þóttasvip til munnsins. Mynd-
in er skorin æfðri hendi, er einföld og lifandi. Hinn odd-
hagi meistari hefur haft fullkomið vald yfir efni sínu og
^uyndfleti og greypt í hann það eitt, sem umbúðalaust lýsti
fyrirmynd hans, eins og hún hefur komið honum fyrir
sjónir.
Það eru 5 bakrimlar í stólnum. Hver gengur úr herða-
fJöl hans undan miðri myndkringlu og ofan í neðri bak-
fjölina, sem er viðlíka breið og sú efri og skreytt margs
honar flúri. Á rimlunum eru andlitsmyndir, sem horfa
fl um og bera sterk persónuleg sérkenni: sorg, mildi, höfð-
lngsþótta, glaðlyndi og þó miklu meira en býr í slíkum
0l ðum. Myndskerinn hefur haft náin kynni af þeim per-
s°num, sem hann greypir í íslenzkt birki óbornum kyn-
slððum til þekkingarauka, en hann hefur einnig dáð þær
haft næman skilning á eiginleikum þeirra. Á miðriml-
19