Saga - 1967, Síða 4
298
BJÖRN ÞORSTEINSSON
inum er höfuð krýnt mítri, en út frá því stafar f jórum geisl-
um í kross, mörkuðum pálmagreinum. Þessi andlitsmynd
er auðsæilega af sama manni og stendur í biskupsskrúða
fyrir altari á bakfjölinni fyrir ofan. Hátt, kúpt enni og
andlitsdrættir eru hinir sömu, en hér ríkir óskoraður
innri friður, tign og himnesk ró yfir svip myndarinnar,
hún hefur á sér allt yfirbragð heilags manns. Það er eins
og myndskerinn vilji hér árétta margt það, sem litla vanga-
myndin fyrir ofan gat ekki sýnt. Einfaldari og ágætari
dýrlingsmynd mun torgæt, og þó skortir hana gloríuna.
Listamaðurinn hefur sjálfur talið, að biskup þessi væri
sannheilagur, þótt honum leyfist ekki að setja á hann hið
opinbera helgitákn.
Á rimlinum til hægri er sorgbitið konuandlit og ber mjög
sama yfirbragð og biskupinn. Undarlega fáir virðast hafa
reynt að átta sig á því, hvaða fólk hafi verið fyrirmyndir
listamannsins, sem skar stólinn. Handaverk hans bera því
vitni, að honum hefur verið mjög annt um það og varla
dottið í hug, að sú kæmi tíð, að enginn vissi, hverjum þau
hefðu verið helguð. Sigurður Ólason hæstaréttarlögmað-
ur hefur einn mér vitanlega komið fram með tilgátu um
það, að ákveðin persóna eða Jón biskup Arason hefði verið
fyrirmyndin að biskupnum á stólnum.1) Þetta er skemmti-
leg ágizkun og verður hér tekin til athugunar.
Grundarstólamir.
Árið 1843 sendi bóndinn á Grund í Eyjafirði, Ólafur
timburmeistari Briem, tvo forna útskorna stóla Finni
prófessor Magnússyni í Kaupmannahöfn. Stóla þessa hafði
Ólafur keypt ásamt ýmsum gömlum munum af Grundar-
kirkju, og þar eð þetta var fyrir daga forngripasafnsins
hér heima, þá taldi hann, að þeir væru bezt komnir í vörzlu
lærðra manna í höfuðborg ríkisins. Finnur prófessor af-
J) Sig. Ólason: Yfir alda haf, 38—56.