Saga - 1967, Page 9
MYNDIR AF JÓNI ARASYNI?
303
ing, sem sumir álíta að eigi að tákna blóm. í skrautverki
minni stólsins, segir Kristján Eldjárn, er mjög mikil til-
breytni, en forðazt allt samhverft og reglulegt. „Þó er
stóllinn í heild samhverfur að lagi til, eins og raunar ligg-
ur í hlutarins eðli, en að öðru leyti ekki nákvæmlega smíð-
aður, smiðnum hefur ekki þótt það neinn galli, þótt fætur
væru ekki alveg beinir eða fletir sléttheflaðir. Framan
á stuðlum öllum, svo og bakfjölum og framan á sæti er
mikill skrautskurður, sem ýmist eru jurtalíki eða óhlut-
ræns eðlis, munstur, sem annars sjást oftar á málmgrefti
og útsaumi en tréskurði. Virðist sennilegt, að listamaður-
inn hafi haft fyrir sér fyrirmyndabók og reynt að koma
sem flestum afbrigðum að."1 Þessi lýsing á að mestu við
um báða stólana; það sem einkum skilur milli þeirra eru
Wannamyndirnar á Biskupsstólnum, en mánaðamerkin
hvert í sinni kringlu á hinum.
»Munu myndir þessar settar af ásettu rðÆ og í áJcveðnum
tilgangi, ekki til þess aS skreyta stólinn.“
(Matthías Þórðarson).
Þess er áður getið, að á efri bakfjöl Biskupsstólsins frá
Grund séu markaðir 5 hringlaga reitir greyptir manna-
^yndum. 1 miðreit stendur biskup í fullum skrúða fyrir
aItari, og sé vel að gáð, kemur í ljós skýrt hnífsbragð,
skora, þvert yfir hálsinn, og kemur hún sæmilega skýrt
fl’am á ljósmyndinni, sem hér fylgir. Hér er hvorki um
ræða galla í við né flaska, heldur ákveðinn skurð senni-
^ega eftir meistarann sjálfan, Benedikt Narfason. Þetta
^1- a. gefur til kynna, að hér sé dregin mynd af hinum
hálshöggna biskupi Norðlendinga og sé stóllinn gerður
að einhverju eða öllu leyti eftir 7. nóv. 1550. Mynd bisk-
uPsins ber ótvíræðan helgisvip, en hvorki gloríu né píslar-
fseki. Þótt Jón biskup Arason félli sem píslarvottur og
1) Hundrað ár í þjóðminjasafni, nr. 66.