Saga - 1967, Page 18
310
TRAUSTI EINARSSON
breiðan gerð úr grófum framburði, en niðri í Landeyjum
víðast úr miklu fíngerðara efni, eins og síðar verður nán-
ar vikið að. Landeyjar mætti kalla óshólma Markarfljóts.
Framburðarbreiðan er mynduð af síbreytilegu fljóti á
tímanum eftir ísöld, og má strax kveða nokkru nánar á
um myndunartímann. Þegar jöklar tóku að hörfa inn til
lands í lok síðustu ísaldar, fyrir 12—15 þúsund árum, var
landið í fyrstu bælt undan jökulfarginu, sjórinn hækkaði
jafnframt vegna aukins magns, er jöklar skiluðu vatninu,
og fyrir um 11 þúsund árum stóð hann hæst við strendur
hins bælda lands. Eftir það reis landið hraðar en sjór-
inn steig, þ. e. sjávarmörk tóku að falla og voru komin
sem næst í núverandi horf fyrir 8—9 þúsund árum, svo
að vart skakkaði nema fáum metrum í mesta lagi. Þetta
eru almenn drög, sem eiga við landið í heild og eru eink-
um byggð á rannsóknum á Seltjörn við Reykjavík, Þjórsár-
hrauni í Flóa, svo og á aldri skelja við efstu sjávarmörk á
Suðurlandsundirlendinu (1).
Um hástöðu sjávar bera vitni m. a. háir marbakkar allt
í kringum land. Gera má ráð fyrir, að slíkir marbakkar
hafi myndazt á Merkurdal af framburði fljótsins, en þeirra
gætir nú ekki, svo mér sé kunnugt. Hafa þeir annaðhvort
grafizt undir síðari framburði eða eyðzt af vatnagangi.
Hamrar vestan við Múlakot eru sennilega sjávarhamrar
frá hástöðu sjávar. Hæð áreyranna við rætur hamranna
er um 80 m, sjór hefur verið nokkru lægri, en mörkin
verða nú ekki greind hér. Hér og innar á Merkurdal geta vel
leynzt marbakkar frá hástöðunni undir áreyrunum.
öll núverandi framburðarbreiða hnígur jafnt og eðli-
lega að sjávarmáli, og verður að líta svo á, að hún sé al-
gerlega mótuð eftir að sjávarmál hafði fallið sem næst
til núverandi stöðu, þ. e. eftir 9000 B.P. (B.P. = fyrir
nútímann) og yngri hlutar hennar vafalaust miklu síðar.
er ég bezt veit, og er það bagalegt í landlýsingu. Ég nota hér til hægð-
arauka nafnið Merkurdalur.