Saga


Saga - 1967, Page 18

Saga - 1967, Page 18
310 TRAUSTI EINARSSON breiðan gerð úr grófum framburði, en niðri í Landeyjum víðast úr miklu fíngerðara efni, eins og síðar verður nán- ar vikið að. Landeyjar mætti kalla óshólma Markarfljóts. Framburðarbreiðan er mynduð af síbreytilegu fljóti á tímanum eftir ísöld, og má strax kveða nokkru nánar á um myndunartímann. Þegar jöklar tóku að hörfa inn til lands í lok síðustu ísaldar, fyrir 12—15 þúsund árum, var landið í fyrstu bælt undan jökulfarginu, sjórinn hækkaði jafnframt vegna aukins magns, er jöklar skiluðu vatninu, og fyrir um 11 þúsund árum stóð hann hæst við strendur hins bælda lands. Eftir það reis landið hraðar en sjór- inn steig, þ. e. sjávarmörk tóku að falla og voru komin sem næst í núverandi horf fyrir 8—9 þúsund árum, svo að vart skakkaði nema fáum metrum í mesta lagi. Þetta eru almenn drög, sem eiga við landið í heild og eru eink- um byggð á rannsóknum á Seltjörn við Reykjavík, Þjórsár- hrauni í Flóa, svo og á aldri skelja við efstu sjávarmörk á Suðurlandsundirlendinu (1). Um hástöðu sjávar bera vitni m. a. háir marbakkar allt í kringum land. Gera má ráð fyrir, að slíkir marbakkar hafi myndazt á Merkurdal af framburði fljótsins, en þeirra gætir nú ekki, svo mér sé kunnugt. Hafa þeir annaðhvort grafizt undir síðari framburði eða eyðzt af vatnagangi. Hamrar vestan við Múlakot eru sennilega sjávarhamrar frá hástöðu sjávar. Hæð áreyranna við rætur hamranna er um 80 m, sjór hefur verið nokkru lægri, en mörkin verða nú ekki greind hér. Hér og innar á Merkurdal geta vel leynzt marbakkar frá hástöðunni undir áreyrunum. öll núverandi framburðarbreiða hnígur jafnt og eðli- lega að sjávarmáli, og verður að líta svo á, að hún sé al- gerlega mótuð eftir að sjávarmál hafði fallið sem næst til núverandi stöðu, þ. e. eftir 9000 B.P. (B.P. = fyrir nútímann) og yngri hlutar hennar vafalaust miklu síðar. er ég bezt veit, og er það bagalegt í landlýsingu. Ég nota hér til hægð- arauka nafnið Merkurdalur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.