Saga - 1967, Page 27
MYNDUNARSAGA LANDEYJA
319
arar breiðu höfum við séð í þverskurðunum við Affall,
og eru þau gerð úr fínni möl, sandi og leir. Augljóst var,
að á þessu svæði er breiðan eldri en fyrra Affallsskeið,
og ef dæma má eftir þykkt þess jarðvegs í Kanastaða-
þverskurðinum, sem er eldri en fyrra Affallsskeið, gæti
framburðurinn verið nokkrum árþúsundum eldri en það
skeið.
En austur við Ála horfir þetta öðruvísi við. Þar er hæð-
armunur auranna frá fyrra Affallsskeiði og hinnar al-
mennu breiðu sáralítill, og verður því strax að hafa þann
möguleika í huga, að vatn hafi borizt í flóðum vestur yfir
neðri hluta almennu breiðunnar, einkum á fyrra Affalls-
skeiði, og borið inn yfir hana sand og leir, enda þótt ekki
kæmi til malarburðar eða landbrots. Þverskurðir austan
og neðan til í Austur-Landeyum benda eindregið til, að
þetta hafi átt sér stað; almennt sand- og leirlag hér undir
jarðvegi er mun yngra en framburðurinn í bökkum fyrri
Affallsdals. Skal nú litið á nokkra þverskurði, sjá 5. mynd,
en staðsetning þeirra er sýnd með númerum á 4. mynd.
Þverskurður nr. 4 er um 800 m vestan Ála. Kalla ég
staðinn Miðey, þótt hann liggi raunar um 2 km norðan
við bæinn. Nr. 6 er 700 m norðan gatnamóta hjá Búðar-
hóli og er kallaður Búðarhóll. Nr. 8 er skammt frá Krossi
og ber það nafn. Þessir þverskurðir hafa það sameigin-
legt, að jarðvegur er þunnur, aðeins 60 cm, og liggur á
svörtum, fínum sandi og leir, sem ekki sést niður úr. Þetta
er óveruleg þykkt jarðvegs, þegar borið er saman við þá
almennu jarðvegsþykkt, sem svarar til alls tímans eftir
ísöld, en hún er víða 3—4 m. Á hinn bóginn er hún mjög
sambærileg við jarðvegsþykkt á aurum fyrra Affallsskeiðs,
1—1,3 m, þegar tekið er tillit til, að jarðvegurinn frá
Miðey að Krossi er ósendinn. Þetta styðst og við Ijóst,
þunnt öskulag neðst í jarðveginum í þverskurðum nr. 5
og 8. Þess er loks að geta, að í Búðarhólsjarðveginum er
talsvert af fínmöl á víð og dreif, og hlýtur hún að hafa
borizt frá Álasvæðinu. Virðist mér þá, að góðar stoðir