Saga - 1967, Síða 30
322
TRAUSTI EINARSSON
renni undir þá ályktun, að jarðvegurinn austan og neðan
til í Austur-Landeyjum sé tilkominn eftir fyrra Affalls-
skeið og’ að fínsetið, sem hann liggur á, hafi borizt inn
yfir almennu breiðuna, er áin flaut yfir bakka sína í
stórflóðum á fyrra Affallsskeiði. Sama tel ég að eigi við
um láglendið austan Markarfljóts, að minnsta kosti aust-
ur á móts við Hvamm; þar er þunnur jarðvegur á fín-
sandslagi.
Áður var minnzt á svart leirlag í þverskurði nr. 1 og
að það líktist eldfjallaösku. Leirlög með sandinum hér
undir lágsvæði Landeyja eru einnig af sömu gerð, en hér
er ekki um að villast, að leirinn er fínn framburður, sem
setzt hefur til úr lygnu gruggugu vatni, en ekki eldfjalla-
aska. í þessu sambandi er rétt að benda á, að glerkornin,
sem aska er gerð úr, geta verið óþekkjanleg frá sand- og
leirkornum, sem á ber fram frá móbergssvæði. Þetta bygg-
ist á því, að þótt grófur árframburður núist og máist,
sleppur fínn sandur og leir að mestu eða öllu leyti við
þá meðferð sökum svifs; kornin eru hvassbrýnd líkt og
í eldf jallaösku. Þetta hef ég kannað t. d. í Þjórsá og Ölfusá;
sandkorn upp í 1 mm stærð mást mjög lítið við það að ber-
ast eftir þeim ám frá upptökum til ósa. Og þegar um er að
ræða Markarfljót og enn minni kornastærð, er alls engrar
slípunar að vænta. 1 foksandi mást korn hinsvegar nokkuð,
og má af því, svo og ýmsum foksandseinkennum í þykku
lagi, greina foksand frá eldfjallaösku, og þó hefur menn
stundum greint á um túlkun slíkra laga. Svo mikið er víst,
að fara verður mjög varlega í það að telja öll svört „ösku-
lög“ í jarðvegi bera vitni um eldgos. Á 5. mynd er sýnd-
ur jarðvegsþverskurður um 500 m norðan við Dufþaksholt
eða um 1 km frá Þverá. Liggur hann utan við framburð-
arsvæði Markarfljóts, og ætlaði ég að nota hann til við-
miðunar. En þessi þverskurður er allur morandi í svört-
um „öskulögum", sem ekki finnst hliðstæða við í jarð-
vegi á framburðarsvæðinu. Verða þessi lög því trauðla
notuð til viðmiðunar og alveg sérstaklega, ef þau að ein-