Saga - 1967, Page 33
MYNDUNARSAGA LANDEYJA
325
Fomir foksandshólar.
Eins og áður er getið, er jarðvegur sendinn á aurun-
um frá fyrra Affallsskeiði, en hvergi vottar þar fyrir
myndun foksandshóla. Áfokið hefur ekki skriðið með jörð-
inni, heldur fallið úr lofti, breiðzt jafnt yfir stór svæði
og yfirleitt samlagazt jarðveginum. En á 4—5 km ræmu
neðst í Landeyjum er mergð gamalla, gróinna foksands-
hóla. Standa bæirnir yfirleitt á þessum hólum, enda vot-
lendi allt í kring. Helztu hólana og hólaþyrpingarnar má
því kenna við bæina, sem á þeim standa: Búðarhóll, Hólm-
ar, Vatnshóll, Kúfhóll, Skíðbakki, Snotra, Stóra-Hildis-
ey, Litla-Hildisey, Kross, Hallgeirsey, og í Vestur-Landeyj-
um Bergþórshvoll (hvoll=hóll), Arnarhóll, Miðkot, Yzta-
kot, Álfhólar, Sleif. Flestir liggja hólarnir á línu alveg
samsíða ströndinni og 21/2—3 km frá henni, allt frá Hólm-
um til Álfhóla og raunar alla leið út í Þykkvabæ.
Þverskurður af einum þessara hóla er sýndur á 5. mynd
undir heitinu Vatnshóll. Hér er um að ræða ás um 1 km
vestan við bæinn Vatnshól, eða nánar tiltekið við akveg-
inn heim að Ljótarstöðum. Efst er um 1 m ósendið moldar-
lag með nokkrum þunnum dökkum „öskulögum", í botni
sést 1 m þykkt lag af svörtum hreinum sandi, en þarna
á milli er um 1 m lag, sem ég kalla móhellu. Neðri hluti
hennar, 70 cm, er sandur eins og í botni, en með mörgum
þunnum brúnum gróðurmoldarlögum. Efri hlutinn, 30
cm, er hins vegar sendin mold. Þetta sambland af sandi
og mold gefur efninu nokkra herzlu og réttlætir móhellu-
nafnið. Neðri hluti móhellunnar táknar bersýnilega fok-
sandshól, sem þekst gróðri alltaf annað slagið, en gróð-
urinn drukknar í áfoknum sandi þess á milli. Efri hluti
móhellunnar sýnir, að þótt sandfok haldi áfram, nær það
aldrei að yfirbuga gróðurinn; þar mun ekki lengur um
að ræða skríðandi sand, heldur fínt sandáfall, líkt og áð-
ur var sagt um .jarðveginn á aurum fyrra Affallsskeiðs.
Hefur þá svæðið umhverfis hólinn verið orðið gróið, en