Saga - 1967, Síða 34
326
TRAUSTI EINARSSON
fok borizt 1 loftinu lengra að. Loks tekur svo einnig fyrir
þetta áfok og moldin verður hrein, nema hvað dökku
lögin kunna að vera fínt duft, sem í miklum stormum hef-
ur fallið yfir svæðið.
Af þessum þverskurði er ljóst, að foksandshólarnir taka
að myndast beint ofan á almennu sandbreiðunni, áður en
hún grær upp, þ. e. einnig á fyrra Affallsskeiði, sem verið
hefur stormasamur tími. Á þessu skeiði fór því saman
framskrið jökla, aukinn vatnagangur og framburður mal-
ar og sands, og stormasöm tíð, sem leiddi til sandhóla-
myndunar. Kemur þetta vel heim við veðráttu á mótum
bronz- og járnaldar, fyrir 2500 árum.
Hólarnir í Landeyjum liggja um eða neðan við 12 m
hæð yfir sjó á svæði, sem flóð frá Álasvæðinu hafa borið
sand á. En neðri mörk þeirra, og mestur fjöldi, eru á línu
samsíða ströndinni, eins og áður var sagt. Þetta táknar
líklega, að gljá hefur þakið ræmu bak við sjávarkamp
þessa tíma. Við gljána greri sandurinn síðast upp, og þar
var lengst að finna efni í sandhóla. 1 gljánni eða á votu
belti var ekki um fok að ræða og finnst samsvörun við
þetta annars vegar á láglendinu austan Markarfljóts og
hins vegar um austanverðan lág-Flóa, þar sem hraunið
er þakið leirlagi, sem flóð í Þjórsá báru vestur. Á hvorugu
þessara svæða er að finna teljandi foksandshóla, forna
eða nýja.
Það, að neðri mörk hólanna í Landeyjum liggja sam-
síða núverandi strönd, bendir eindregið til þess, að strönd-
in þarna hafi verið samsíða núverandi strönd og líklega
legið svipað, eins og áður var ályktað.
Miseldri jarövegs og áhrif á gróSur og dýralíf.
Ég vil að lokum vekja athygli á því, að niðurstöður mín-
ar um miseldri gróðurþekjunnar á hinum ýmsu svæðum
gætu átt sér samsvaranir innan gróður- og dýraríkisins á
sömu svæðum.