Saga - 1967, Page 39
VÍNIiANDSKORTIÐ
331
Vimlandam] insulam appellauerunt. henricus / Grone-
fonde regionumque finitimarum sedis apostolicae episcopus
Izgatus in hac terra / spaciosa vero et opulentissima in
posterimo anno p. s.nrj. [ = pontificis eða patris sanctissimi
nostri] Pascali accessit in nomine dei / omnipotentis longo
tempore mansit estiuo et brumali postea versus Grone-
lundam redit / ad orientem hiemalem deinde humillima
obediencia superiori voluntati processit“.
„Þeir félagar Bjarni og Leifur Eiríksson (erissonius)
fundu nýtt land, mjög frjósamt og jafnvel vaxið víni, eftir
uð guðs vilji hafði leitt þá langa vegu um ísi þaktar slóð-
lr frá eyjunni Grænlandi til suðurs um fjarlægustu hluta
vesturhafsins. Þeir nefndu eyna Vínland. Eiríkur (hen-
ricus), legáti postullegs sætis (þ. e. páfans) og biskup yfir
Grænlandi og nálægum löndum, kom til þessa mikla og
auðuga lands í nafni almáttugs guðs á síðasta aldurs-
ári vors blessaða föður Pascals (1117—18), dvaldi þar
ianga hríð, bæði sumar og vetur. Síðan beindi hann för
sinni norðaustur til Grænlands og hélt þaðan áfram (til
Evrópu?) í auðmjúkustu hlýðni við vilja yfirboðara síns“.
Hér er vert að geta þess, að superiori voluntati getur eftir
°rðanna hljóðan engu síður átt við vilja guðs en annarra
yfirboðara.
Niðurstaða þeirra félaga er í stytztu máli sú, að Vín-
Nndskortið og frásagnir þær, sem áður segir frá, séu allar
ritaðar af sama manni nálægt miðri 15. öld. Ameríku-
toönnum er tæplega láandi, þótt þeir brigðust vel við slík-
Ujn tíðindum. Ef allt var með felldu um tímasetninguna,
var hér komið kort, sem sýndi hluta af meginlandi Norður-
Ameríku og var að minnsta kosti hálfri öld eldra en elztu
kort, er menn höfðu áður spurnir af frá þeim slóðum.
Hófst nú upp mikið og dálítið óhugnanlegt auglýsinga-
skvaldur. Bumbur voru barðar af engu minni ákafa en
vænta má, þegar fyrsti tunglfarinn stígur heilum fæti á