Saga - 1967, Síða 41
VINLANDSKORTIÐ
333
uni milli bókbindara, og svo er öldungis óvíst, að hið forna
band, sem nú fylgir Söguskuggsjá, hafi fylgt henni í önd-
verðu. Menn brugðu því stundum fyrir sig að nota bindi
af eldri bókum utan um nýjar, og hér er um spjöldin ein
að ræða, því að kjölurinn er nýlegur. Loks hafa útgef-
endur bent á samstöðu í orðavali með texta Vínlands-
kortsins og Tatarafrásögn bókarinnar, en allar eru þær
samsvaranir svo smávægilegar og almenns eðlis, að lítið
er á að byggja og ekkert meðan aldur þeirrar uppskriftar
er jafn óviss sem kortsins.
Ekkert þessara fjögurra atriða sannar aldur kortsins,
svo að óumdeilanlegt sé, og þau gera það ekki heldur í
sameiningu. Þó hefðu menn vafalítið látið sitja við aldurs-
rök þeirra félaga, ef ekki kæmi fleira til og kortið byði
upp á nokkrar nýjungar, sem benda til síðari tíma.
En látum þetta nægja um aldursákvarðanir höfund-
anna á kortinu og frásögnum þeim, er því fylgja, og snú-
um okkur að kortinu sjálfu.
Við fyrstu sýn virðist hér vera um ósköp venjulegt mið-
aldakort að ræða, ef undan eru skildar eyjar í norðanverðu
Atlantshafi og við austurströnd Asíu, enda hefur Skelton
bent á hliðstæðu þess eða fyrirmynd í heimskorti Andrea
Biancos frá 1436. Samjöfnuð þennan er ekki að efa, en
hann segir því miður ekkert til um aldur Vínlandskorts-
ins annað en það, að kortið muni vart eldra. Landaskipan,
sem einu sinni komst inn á kort, gat verið ótrúlega þaul-
sætin. Mætti þar nefna sem dæmi Fixlanda (Island) kata-
iónsku kortanna. Ferill þess verður rakinn til miðrar 15.
aldar, og það víkur ekki sessinn að fullu og öllu fyrr en
i lok hinnar 16. Menn höfnuðu ekki fornum hugmyndum
í þann tíð fyrr en í fulla hnefana. Kunnur danskur húm-
anisti, Christiern Pedersen, gerði sér t. a. m. heimskort
arið 1521, sem enn er varðveitt og af drjúgum eldra og
frumstæðara stofni en Vínlandskortið. Hér er aðeins vikið
að tveimur dæmum, en fleiri slík mætti nefna,