Saga - 1967, Blaðsíða 45
VÍNLANDSKORTIÐ
337
er kunnur um forna kortag’erð Islendinga, ef undan eru
skildar kortaskissur, harla fornlegar á svip, sem varð-
veittar eru í Árnasafni og alkunnar eru, og „landablað",
sem var í eigu Munkaþverárklausturs árið 1550, en ekki
koma þau þessu máli við, enda vitum við ekkert um efni
„landablaðsins", sem vafalaust er löngu glatað.
En hér er sitthvað að athuga, áður en frekari álykt-
anir verða dregnar af orðum Resens. Þess er þá fyrst
að geta, að í málum meginlandsþjóðanna í norðvestan-
verðri Evrópu á 16. öld þurfti kort ekki endilega að þvða
hið sama, sem okkur er tamast að tengja því orði. Mér
er ókunnugt, hvaða orð það hefur verið, sem Resen þýðir
með mappa (þ. e. kort). En ekki verður gengið fram hjá
því, að orðin kort eða sjókort þýddu oft blátt áfram sjó-
leiðabók, leiðsagnir um stefnur og vegalengdir milli hafna
eða annarra áfangastaða. Var sá háttur á hafður lengi
fram eftir 16. öld. Ef frekari skilgreiningar var þörf,
var talað um leskort (sjóleiðabók) eða passkort (sjókort
i venjulegri merkingu). Elzta sjóleiðabók Hollendinga, sem
prentuð var og kom út 1532, hét De kaert vander zee, fyrsta
sjóleiðabók Dana, prentuð 1568, hét SoJcartet over oster
°9 vester soen, og þýzk sjóleiðabók, er kom út 1561, nefn-
!st De Sekarte ost vnd ivest tho segelen. I engri þessara
bóka eru sjókort, þær eru leskort, fyrirrennarar sjóleiða-
bóka þeirra, sem enn tíðkast og allir farmenn þekkja.
Fleiri slík dæmi mætti nefna, en þess gerist ekki þörf.
Ekki er vitað, hvenær Norður-Evrópumenn fóru að gera
sjókort að hætti Miðjarðarhafsþjóða. Getið er um kort
(karte) í Hansaskipi árið 1441, þar sem talið er fylgifé
þess í sambandi við sjótjón (Hansisches Urkundenbuch
1, bls. 425). Af frásögninni verður ekki ráðið, hvort
Uni leskort eða passkort er að ræða, en líklegra er les-
kort, því að Fra Mauro segir á heimskorti sínu 1457, að í
Eystrasaltssiglingum noti menn ekki sjókort. Englend-
lngar telja elztu sjókort sín gerð nálægt 1510, og um svip-
að leyti, eða ef til vill nokkru fyrr, byrja Hollendingar að