Saga - 1967, Page 49
VINLANDSKORTIÐ
341
ur Vínlands, þegar norrænum heimildum sleppir. Kredd-
an um kringlu heimsins var lífseig og féll ekki við fyrsta
högg.
Niðurstaða mín er í stuttu máli: Sá, sem gerði Vín-
landskortið, hefur haft fyrir sér 15. aldar kort, áþekkt
Biancokortinu, en aukið við það eftir öðrum heimildum
að austan og vestan. Má hér minnast þess, að fróðir menn
telja, að þegar Juan de la Cosa gerði hið fræga heimskort
sitt árið 1500, þá notaði hann eldra kort af hinum forna
heimi, en skeytti við það löndum vestan hafs í allt öðrum
niælikvarða, en eftir nýjustu og beztu heimildum, sem hann
átti völ á. Hvert höfundur Vínlandskortsins hefur sótt
eyj arnar við austurströnd Asíu, hef ég ekki athugað. Þær
gsetu verið sóttar í Tatarafrásögnina eða fengnar að láni
fi’á heimskorti Henricusar Martellusar h. u. b. 1480. Það
kort er nýlega komið í leitirnar og í eigu Yale-háskólans.
Eg hef aðeins mjög minnkaða og óglögga mynd af því.
Önnur kort koma að sjálfsögðu einnig til greina. Vínland
sýnist mér vera Terra Corterealis, eða hvað landið ann-
ars heitir á hinum ýmsu kortum, og því ekki eldra en
Ameríkusiglingar Portúgala árið 1500. Hins vegar er það
eða forrit þess varla miklu yngra, því að þessi landaskip-
an hverfur fljótlega úr sögunni.
Þannig þykja mér öll vötn streyma að einum ósi, að höf-
undur Vínlandskortsins hafi haft fyrir sér portúgalskt
kort frá fyrstu árum 16. aldar eða eftirmyndir þeirra,
begar hann dró upp löndin í norðvesturhorni kortsins:
Vínland, Grænland og Island. Þar og hvergi annars stað-
ar verður sá hluti kortsins nokkurn veginn samstiga við
eðlilegan þróunarferil kortagerðar á vesturslóðum eins og
við þekkjum hann bezt af þeim tiltölulega fáu kortum,
Sem aldirnar hafa leift og enn eru kunn. Sé Vínlandskortið
gert í Þýzkalandi eins og útgefendur telja og ekki skal
rengt sérstaklega, er hendi næst að gera ráð fyrir, að höf-
undurinn hafi haft fyrir sér heimskort Waldseemúllers
(Carta marina navigatoria) frá 1516 eða eftirmyndir