Saga


Saga - 1967, Page 50

Saga - 1967, Page 50
342 HARALDUR SIGURÐSSON þess, sem prentaðar voru í Strassburg 1525, 1527 og 1530. Þetta ber einmitt upp á þær slóðir, sem líklegast má telja upphaflega átthaga Vínlandskortsins. Þessi tilgáta úti- lokar að sjálfsögðu ekki, að önnur, nú ókunn forrit, komi til greina. Miklu ólíklegra verður að teljast, að höfund- ur Vínlandskortsins hafi átt kost hinna portúgölsku korta að beinu handsali. Þau voru óprentuð og í fárra hönd- um. Var það lengi vel vart á færi annarra en stórhöfð- ingja, andlegrar eða veraldlegrar stéttar, að eignast slíka kjörgripi. Waldseemiiller naut þar vináttu og fulltingis René hertoga í Lothringen. IV. Gildi textans. Liggur þá næst fyrir að líta á texta Vínlandskortsins, frásagnir þær, sem segja frá fundi Vínlands og för Eiríks ufsa Gnúpssonar Grænlendingabiskups til Vínlands. Voru þær raktar í upphafi greinarinnar, en skulu nú athugaðar nánar, einkum vegna þess að útgefendur Vínlandskortsins leggja megináherzlu á sjálfstætt gildi textans sem fram- lag til landfundasögu Ameríku. Þar segir, að þeir Bjarni og Leifur hafi fundið Vínland í sameiningu (Vimlanda (eða Vinilanda) Jnsula a Byarno reperta et leipho socijs). íslenzkar heimildir greinir á um fund landsins, og eru tvær mismunandi gerðir frásagnarinnar. Grænlendinga saga hermir, að Bjarni Herjólfsson hafi í hafvillu séð til landa suðvestur af Grænlandi, er hann vitjaði föður síns, er fluttist til Grænlands með Eiríki rauða (985 eða 986). Síðar fór Leifur að vitja landa þessara á stjórnarárum Eiríks jarls Hákonarsonar. Hann fann þrjú lönd, sem hann nefndi Helluland, Markland og Vínland. I hinni frá- sögninni, Eiríks sögu rauða, finnur Leifur Vínland, er hann hrakti af Grænlandsleið frá Noregi árið 1000. I þeirri frásögn er Bjama að engu getið. Hér skiptir ekki máli, hvor þessara frásagna lcann að vera réttari. Þæi'
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.