Saga - 1967, Page 50
342
HARALDUR SIGURÐSSON
þess, sem prentaðar voru í Strassburg 1525, 1527 og 1530.
Þetta ber einmitt upp á þær slóðir, sem líklegast má telja
upphaflega átthaga Vínlandskortsins. Þessi tilgáta úti-
lokar að sjálfsögðu ekki, að önnur, nú ókunn forrit, komi
til greina. Miklu ólíklegra verður að teljast, að höfund-
ur Vínlandskortsins hafi átt kost hinna portúgölsku korta
að beinu handsali. Þau voru óprentuð og í fárra hönd-
um. Var það lengi vel vart á færi annarra en stórhöfð-
ingja, andlegrar eða veraldlegrar stéttar, að eignast slíka
kjörgripi. Waldseemiiller naut þar vináttu og fulltingis
René hertoga í Lothringen.
IV.
Gildi textans.
Liggur þá næst fyrir að líta á texta Vínlandskortsins,
frásagnir þær, sem segja frá fundi Vínlands og för Eiríks
ufsa Gnúpssonar Grænlendingabiskups til Vínlands. Voru
þær raktar í upphafi greinarinnar, en skulu nú athugaðar
nánar, einkum vegna þess að útgefendur Vínlandskortsins
leggja megináherzlu á sjálfstætt gildi textans sem fram-
lag til landfundasögu Ameríku. Þar segir, að þeir Bjarni
og Leifur hafi fundið Vínland í sameiningu (Vimlanda
(eða Vinilanda) Jnsula a Byarno reperta et leipho socijs).
íslenzkar heimildir greinir á um fund landsins, og eru
tvær mismunandi gerðir frásagnarinnar. Grænlendinga
saga hermir, að Bjarni Herjólfsson hafi í hafvillu séð til
landa suðvestur af Grænlandi, er hann vitjaði föður síns,
er fluttist til Grænlands með Eiríki rauða (985 eða 986).
Síðar fór Leifur að vitja landa þessara á stjórnarárum
Eiríks jarls Hákonarsonar. Hann fann þrjú lönd, sem
hann nefndi Helluland, Markland og Vínland. I hinni frá-
sögninni, Eiríks sögu rauða, finnur Leifur Vínland, er
hann hrakti af Grænlandsleið frá Noregi árið 1000. I
þeirri frásögn er Bjama að engu getið. Hér skiptir ekki
máli, hvor þessara frásagna lcann að vera réttari. Þæi'