Saga - 1967, Síða 53
VÍNLANDSKORTH)
345
legar eða traustar þær voru, því að fátt er til frásagna
í stuttum lesmálsgreinum á litlu landabréfi. Allt bendir
þó til, að heimildin hafi verið harla brotakennd, annáll eða
ftiunnleg frásögn, sem höfundurinn eða heimildarmenn
hans misskildu eða afbökuðu. Meðan þau gögn eru ókunn,
ei' varlegast að láta frásögn Vínlandskortsins af ferð-
11111 þessum liggja á milli hluta. Það er tilgangslaust að
leiða getum að ferli frásagna þessara suður á meginlandi
alfunnar. Hann verður ekki rakinn eftir kunnum leiðum.
í'ser gátu hvarvetna verið á flækingi um álfuna og segja
°kkur það eitt, að suður í álfu var mönnum við lok mið-
Mda framar kunnugt um Vínlandsferðir en áður var vitað
með fullri vissu. Ekki styður Vínlandstextinn aldurs-
rök útgefenda kortsins, því að frásagnir þessar gátu jafnt
verið á ferli á 16. öld sem hinni 15. Ef tilgáta mín um
aldur og uppruna kortsins fær staðizt, sýnir kortið svo
ekki verður um villzt, að höfundi þess er ljóst, að landið,
sem Portúgalar fundu vestur í hafi og sýndu á kortum
smum, var hið sama og þeir Bjarni og Leifur sigldu til
endur fyrir löngu.
V.
Helztu hugmyndir um Vínlandskortið.
Vínlandskortið vakti nokkurn úlfaþyt, þegar það birt-
ist, og vafalaust er þess langt að bíða, að niðurstaða fá-
lsk sem allir sætta sig við. Tóku sumir upp þykkjuna fyrir
Kólumbus, en fæstir voru þeir tilburðir með þeim hætti,
að mark væri á takandi. Öðrum mun hafa þótt vegur
kinna fornu Vínlandsfara vaxa við fund kortsins. Aug-
ijóst var, að fræðilegar deilur mundu hefjast, og guldu
utgefendur þess, að undirstöður rannsóknarinnar voru
ekki nógu traustlega skorðaðar í öndverðu og verkefninu
því ekki gerð tæmandi skil. Sitthvað benti til, að niður-
staðan væri um of lögð fyrirfram og fremur reynt að fella
stoðir að henni þannig en að láta hana rísa á grunni rann-
sóknarinnar.
22