Saga - 1967, Síða 58
Magnús Már Lárusson:
Athugasemd um árshyrjun í Hákonar
sögu
Það er reyndar svo, að enn skortir nægar rannsóknir
á tímatali í fornum heimildum íslenzkum. Þær eru óhemju
tímafrekar og er vart rétt að ætlast til, að öll vandamál
verði leyst þar í einu lagi. 1 þessari athugasemd skal ein-
vörðungu rifjuð upp staðreynd, er varðar tímatalshug-
myndir Sturlu Þórðarsonar, eins og þær liggja skýrt fyrir í
286. kapítula Hákonar sögu gamla, en hér er stuðzt við út-
gáfu Guðna Jónssonar 1957.
1 niðurlagi kapítula þessa segir: „Hákon konungr var
jarðaðr þrim náttum fyrir Máríumessu. Þá var liðit frá
burð og holdgan várs herra, Jesú Christi, þúshundruð tvau
hundrað sextíu og þrjú ár og þrim náttum minnr.“ Eftir
þessu ætti líkferðin að hafa fram farið 22. marz 1263. 1
upphafi kapítulans segir svo, að lík konungs var tekið úr
jörðu í Magnússkirkju í Kirkjuvogi í Orkneyjum ösku-
dag, sem var samkvæmt sögunni þriðja nonas Martii, en
það var þá að nútímatali 5. marz. Svo var líkið flutt vest-
an um haf og komið í Laxavog í Björgvin daginn fyrir
Benediktsmessu, en hann er 21. marz. Messudaginn sjálfan
var líkið borið upp í sumarhöll konungsgarðsins, en morg-
uninn eftir, 22. marz, var líkið borið út til Kristskirkju
og jarðsett. Sagan er því samkvæm sjálfri sér í ofannefndri
útgáfu.
Sé nú reiknað upp, hvenær öskudag ber á 5. marz, þa
kemur í ljós, að um árið 1263 getur ekki verið að ræða-
Þá ber öskudag á 15. febrúar. En árið 1264 ber öskudag á
5. marz. Niðurlag kapítulans ber því glöggt með sér, að
Sturla Þórðarson noti svonefnt boðunarár, er hann semur