Saga - 1967, Side 67
ólafur Hansson:
Halvdan Koht
Hinn 12 des. 1965 lézt Halvdan Koht, f. prófessor við
Oslóarháskóla, á 93. aldursári. Með honum er genginn
vísindamaður, sem um margra áratuga skeið kom mjög
við sögu norrænnar sagnfræði.
Halvdan Koht var fæddur í Tromsö 7. júlí 1873, en þar
var faðir hans þá kennari. Hann varð stúdent 17 ára, og
6 árum síðar lauk hann prófi í sögu og málfræði við Osló-
arháskóla. Árið 1901 varð hann stundakennari við háskól-
ann og prófessor 1910. Þá hafði hann varið, 1908, doktors-
^itgerð, sem fjallaði um afstöðu Svía og Norðmanna í
styrjöld Dana og Þjóðverja 1864. Annars fékkst Koht
mikið við ritstörf allt frá aldamótum. Hann ritaði bækur
um norsku skáldin Wergeland, Aasen, Vinje og Ibsen. Þeir
Aasen og Vinje voru honum hugstæðir vegna þess, að
hann var nýnorskumaður eins og þeir. Þó mun sú tunga
ekki hafa verið honum töm í æsku. Hann var alinn upp
í umhverfi, þar sem ríkismál ríkti að mestu. En hann taldi
uýnorskuna bæði þjóðlegri og alþýðlegri en ríkismálið,
sem honum fannst alltaf vera óþjóðlegt yfirstéttarmái.
Þó var Koht ekki ánægður með hina venjulegu nýnorsku.
Honum fannst gæta þar um of áhrifa frá vesturnorsku
Uiállýzkunum, en hann vildi láta taka meira tillit til tal-
^álsins austan fjalls. Vék hann því í ritmáli sínu allveru-
lega frá nýnorsku Aasens, og sætti þetta gagnrýni sumra
^ýnorskumanna. Sögðu sumir, að Koht hefði einkaritmál,
Sem enginn notaði nema hann. Og ég verð að segja, að
^er þótti mál Kohts stundum talsvert óþjált og stirfið,
ems og hálfgert gervimál, sem honum væri í rauninni
ekki eðlilegt.