Saga - 1967, Síða 68
360
ÓLAFUR HANSSON
Af ævisagnaritum Kohts vakti bók hans um Ibsen mesta
athygli, enda er hún einna viðamest af ritum hans. Ekki
voru allir sammála mati Kohts á Ibsen. Þótti sumurn
hann leggja of mikla áherzlu á hið jákvæða í boðskap
Ibsens, en reyna að draga fjöður yfir neikvæði hans, efa-
hyggju og kaldhæðni. 1 bók Kohts birtist Ibsen að ýmsu
leyti í nýju ljósi, en enn er deilt mjög um þennan snilling
bæði í heimalandi hans og víðar. Koht gaf einnig út bréfa-
söfn þeirra Ibsens og Björnsons, og eru það mikil verk
og vönduð. Hann ritaði einnig bók um Bismarck og ýmis
rit um ameríska sögu og menningu. Verk hans í Norður-
landasögu eru mörg og fást m. a. í bókasöfnum, þar sem
lesendur Sögu geta kynnt sér þau.
Koht lýsti sjálfur margsinnis yfir, að hann væri marx-
isti í söguskoðun í meginatriðum. Og það er satt, að hann
lagði meiri áherzlu á efnahagslífið sem undirstöðu stjórn-
mála- og menningarþróunar en gert hafði verið í norskri
sagnaritun fyrir hans daga. En þó er oft eins og áhugi
hans sé mestur á persónusögu, og hann er þar sterkari
í frásögn og stíl en þegar hann lýsir aldarfari og almennri
þróun. I þessu er hann eigi aðeins mótaður af Marx, held-
ur ef til vill engu síður af hinum franska sagnfræðiskóla
19. aldar, Guizot, Taine, Tocqueville og öðrum, svo og
norska sagnfræðingnum Ernst Sars. Slík leit að stórum
línum í þróuninni er alltaf freistandi viðfangsefni, en
suma sagnfræðinga hefur hún lokkað á hálar brautir og
hættulegar. Hið einfalda skema sagnfræðingsins fer þá
stundum að standa í harla litlu sambandi við hinn fjöl-
breytilega raunveruleika sögunnar. Þó gekk Koht aldrei
eins langt í þessu og sumir frönsku sagnfræðinganna.
Þó að Koht væri prófessor í sögu við Oslóarháskóla i
aldarfjórðung, ætla ég að kennslustörf hafi ekki haft nánd-
ar nærri eins mikil áhrif og rit hans. Kennslan var hon-
um oftast aukastarf, og hún sat stundum á hakanum vegna
ritstarfa hans. Mörg ár hafði hann orlof til þeirra frrt
háskólakennslu. Og hann gekk ekki að kennslunni með