Saga


Saga - 1967, Side 80

Saga - 1967, Side 80
372 RITFREGNIR gosa telur hann hafa orðið á þessum árum: 1104, 1158, 1206, 1222, 1300, 1341, 1389, 1510, 1597, 1636, 1693, 1766, 1845 og 1947. Senni- lega vantar gos frá 15. öld í þessa töflu. Óeðlilega langur tími eða 120 ár líða, ef ekkert vantar, milli 7. gossins 1389 og þess 8. 1510, en líklega hefur 15. aldar gosið verið tilþrifasmátt og stórskaðalítið. í miðaldaheimildum er nokkrum sinnum getið um kirkjustaðinn Skarð eystra á Rangárvöllum og Tjaldastaði þar skammt frá, en samtíma annálar greina, að þá bæi hafi eytt í Heklugosi 1389. Nokkru síðar geta máldagar um eignir Skarðskirkju, eins og ekk- ert hafi í skorizt. Frá því á 18. öld a. m. k. hafa menn talið, að bæir þessir hafi staðið austan eða sunnan og austan Selsundsfjalls, og bent á örnefni því til stuðnings. Heldur eru þær slóðir hrjóstr- ugar og óyndislegar til búskapar, eins og nú er umhorfs. Hraun eru þar úfin, liggja hátt og hafa verið þagmælsk um aldur sinn. Það er jarðeðlisfræðingurinn Ari Brynjólfsson, sem á heiðurinn af því að hafa lagt endanlegan grunn að aldursákvörðunum svo- nefndra Selsundshrauna: Suðurhrauns og Norðurhrauns, og stað- sett Skarð og Tjaldastaði vestan Selsundsfjalls. Þeir Sigurður eru ekki með öllu sammála um aldur Norðurhraunsins og endanlegt eyðingarár Skarðs eystra, en þar mun erfitt að ganga gegn frásögn- um samtímaheimilda, sem telja þá atburði orðna 1389. Norður- hraunið mun frá því ári, en yngsti máldaginn frá Skarði eystra gildislítið afrit eldri máldaga, eins og Sigurður telur. Ekki eyddist allt gróðurlendi Skarðs eystra, þótt mjög væri að því kreppt í gosunum 1300 og 1389. Eftir var valllendissund milÞ hraunanna, og þar hefur snemma verið sett sel, sennilega þegaí fyrir 1400. Úr því varð til jörðin Selsund. Þar stendur merkilegt hús álögum bundið og vandað að viðum framan við fornt bæjar- stæði. Þetta er skemma, sem sumir hafa trúað, að verið hafi bæu- hús að fornu. Svo sagði mér séra Ragnar Ófeigsson á Fellsmúla, að þar hefðu þau verið gefin saman Guðjón Þorbergsson, f. 1858, o? Sigríður Sæmundsdóttir á Stóruvöllum á Landi. Það hefur verið síðasta kirkjulega athöfnin, sem þar var framkvæmd, og lýkur þai með sögu Skarðskirkju. Rit Sigurðar hefur að geyma grundvallarrannsóknir á mikluu1 örlagavaldi íslenzkra kynslóða og er stórmerkt framlag til sögu okkar. Það er fyrirmyndarverk og mun skipa virðulegan sess meðal eldfjallarita. Þegar Hekluritum Vísindafélagsins lýkur, hafa vlS' indamenn okkar skilað rækilegri skýrslu um frægasta eldfjall þessa lands. Björn Þorsteinsson■
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.