Saga - 1967, Síða 82
374
RITPREGNIR
og sérfræðingur í jarðfræði Nýfundnalands, hafði ekki heyrt bók-
ar Munns getið, er ég skrifaði honum um hana, en síðan sendi
hann mér hana ljósprentaða og kort af landinu. Þó Nýfundn-
lendingar hafi ekki orð á sér fyrir vísindi, þá er þarna undan-
tekning.
Þeir Hermann trúa því eins og flestir íslenzkir fræðimenn, að
það, sem segir um Vínland í sögunum, sé enginn uppspuni Islend-
inga og hljóti slíkt land víns og akra að koma í leitirnar fyrr eða
síðar á hæfilegri breiddargráðu á austurströnd Ameríku. Þessu
trúir Tanner ekki, hyggur hann, að Vinland sé rétta mynd orðsins
og ætti það prýðilega við vinjarnar í Nýfundnalandi eða graslendið
þar. En ekki hefur höfundur Grænlendinga sögu ætlazt til þess.
Hann hefur skapað þýzkan mann, Tyrki, kannski frá Thiiringen,
gagngert til að hann kannist við vínber vestra, þótt hann geti
hugsað sér sem aðrir Islendingar, að vínvið megi leggja í hús eins
og annan trjávið. Rétt er það og, að Adam af Brimum nefnir bæði
vínvið og hveiti í landinu. En eins og Nansen hefur bent á í bók
sinni: In Northern Mists (London 1911), fylgja bæði fslendingar
og Adam sagnaranda um „Eyjar sælla“ allt frá dögum Hómers
og Hórazar, líklega með hjálp Isidors af Sevillu. Þessum sagnar-
anda fylgja himingnæfandi tré, vínviður og ósánir akrar, auk þess
sem þar flýtur allt í mjólk og hunangi eða sætum döggvum. Nan-
sen trúði lítt á sannfræði íslenzku sagnanna, hélt að íslendingar
hefðu haft mikið af Vínlandslýsingunum frá írlandi, og hefði eng-
inn maður verið hæfari til að fjalla um þessar kenningar en Her-
mann Pálsson, sérfræðingur í keltneskum fræðum. Auk annars
benti Nansen á það, að lýsing Vínlands í Eiríks sögu kynni að vera
dregin af landinu Eskol (vín, þrúgur) í Mósebókum, sem Björn
Þorsteinsson hefur líka tekið eftir. Af því að Eyjar sælla eru dán-
arheimar, þá hélt Nansen, að ýmislegt ætti við þá, þannig væru
Skrælingjar huldufólk eða írskt síð, en Furðustrandir hinuniegn'
grafar. En menn hafa lengi vitað, að Skrælingjar voru menn með
húðkeipa og örvar, annaðhvort Eskimóar eða Indíánar. 0g Tannei'
hefur tvímælalaust siglt fram með hvítu söndunum á Furðuströnd-
um (Sandwich Bay, Labrador). Tólf árum eftir dauða Eiríks rauða
snöri Þorfinnur karlsefni heim í Skagafjörð með viðkomu og vetr-
ardvöl í Noregi. Þar seldi hann manni frá Brimum húsasnotru
sína úr mösur, sem er eitt af sönnunargögnum Vínlandsferða. Eng-
ar sagnir eru um, að Adam hafi haft spurnir af henni, er hann
var að setja saman kirkjusögu sína um 1070. En sjálfur segist
hann hafa haft mikinn fróðleik úr frásögnum Sveins Danakonungs-
En Auðunn vestfirzki hafði fært Sveini konungi bjarndýr af Græn-
landi, svo sem segir í þætti hans. Þetta taka þeir Hermann °S