Saga - 1967, Qupperneq 86
378
RITPREGNIR
Hann kvartar réttilega undan, að enginn hagmenntaður maður skuli
hafa lagt í það að gera þjóðhagsleg reikningsskil framfara vorra
og afkomu áratugina næst á undan fyrra heimsstríði, en þá var
sá atvinnugrundvöllur markaður og tilsniðinn, sem nægja varð
gjaldeyrisútflutningi vorum til þessa dags, og flokkaskipun vor
síðan 1917 hefur byggzt á þeim stéttaandstæðum, sem það ár voru
komnar til sögu, fyrir 50 árum. Við hlæjum að mörgu ágreinings-
atriðinu, sem kom feðrum og öfum í uppnám, en í sams konar rök-
villuhring kann mörg nútíðardeilan enn að snúast. Sagan þyrfti
að geta aukið skilning á því. Hvorki þessu endurmati né viðleitn-
inni að ráða flóknar gátur um orsakir viðburða geta þau upprifj-
anarit fullnægt, sem nú eru blómlegasti hluti íslenzkra sagnfræði-
rita. Ævisögur merkismanna eða bækur helgaðar sögu stofnana
eða afmælum mynda ekki heldur sögu fslands, þótt góð rit kunni
að vera.
Heimildir sínar greinir Þorsteinn aðeins á köflum, stundum óbeint,
og er það galli. Þótt bókin sé sniðin fyrir almenning, er óþarft að
byggja tilvitnunum út. En ástundun höfundar að lifa með persón-
unum og forðast hlutdrægni heppnast oftast og fylgir lögmálum
hressilegrar blaðamennsku. Bókin er t. d. með óþvingaðra raun-
sæi og óhlutdrægari en hin heimildaríka (og þó hæpna) 3 binda
ævisaga Hannesar Hafsteins eftir Kr. Albertsson, enda ætluð a
köflum til mótvægis henni og til dálítils endurmats, þegar svo ber
við, að báðar fjalla um sömu þingskörungana. Benda ber á það;
að einnig kemur fyrir, að Þorsteinn vill ekki hætta á að setja fram
endanlega skoðun um umdeild atriði, sem hann hlýtur þó að renna
grun í. Dæmi (bls. 123, árið 1895): „Það er og verður óleyst gáta,
hvers vegna Nellemann fór þessar baktjaldaleiðir“ (að senda Valty
inn í Alþingi að öllum óviðbúnum með tilboðið um íslandsráðgjafa
búsettan í Höfn og gefa andstæðingum sem stytzt ráðrúm til að
sameinast gegn því; þó varð Nellemann að grun sínum, tilboðið
féll). Löng upptalning hliðarorsaka að þessu fylgir í bók Þorsteins
(sbr. einnig bls. 151). — Þótt lesendur langi í skýrt svar, er þess*
hófsemi miklu oftar kostur en ávöntun.
Ekki er ég viss, hvort menn taka undirtitil ritsins í gamni eða
alvöru, en hvort tveggja er leyft. Enginn getur sannað, að nem*1
partur aldar vorrar hafi verið gullaldarár, iíklega sízt hinn fyrsti-
En þá má hafa gullaldarnafnið að tákni til að lýsa, hve uppveði11
varð hin reykvíska útgerðar- og verzlunarstétt af viðbrigðunum
fyrst eftir stofnun íslandsbanka. Okkur hinum, sem lifðum æsku
skeið í öðrum landshlutum, fannst vera lítil gullöld, en kunna
á allmörg störf fór vaxandi.