Saga


Saga - 1967, Side 92

Saga - 1967, Side 92
384 RITFREGNIR Þingeyinga, sem Benedikt frá Auðnum (1846—1939) hélt uppi langa ævi með þekkingu, eldfjöri og seiglu. Mannfélagsþróun stefnir ætíð hlykkjótt. Allan seinni hluta 19. aldar voru samtök að fæðast eða lognast út af. Aðeins sjaldan hvessti, en undiröldu linnti ekici. Þegar eftir glæstan kosningasiguv Benedikts Sveinssonar sýslumanns í Eyjafirði 1886 varð árekstur við hann um kaupfélagsmál til þess, að þar og í S-Þing. gat hann ekki náð kosningu oftar þrátt fyrir ljóma, sem af honum stóð í stjórnfrelsisbaráttu (var því næst þingmaður N-Þing. til æviloka). Segir þarna m. a. af samblæstri Huldufélags um ráð til að flæma hann frá sýsluvöldum og í framhaldi þess af viðureign Einars Bene- diktssonar í Dagskrá við kaupfélögin. Nöfn eins og búnaðarfélag, bókafélag, söngfélag, Undiralda (flokkur), Þjóðlið íslendinga (flokkur), Ófeigur í Skörðum og félagar, sem öðru nafni hét Huldufélagið (leynifélag), voru ný og ný tilbrigði sömu hreyfingar síðasta þriðjung 19. aldar, og þó for- ystuskipti væru tíð, bar mjög á sömu ættum og málsvörum í þeim öllum. Lítum frá því sögusjónarmiði á þá 19 menn, sem héldu fundi „Ófeigs í Skörðum o. f.“ Af þeim voru 16 náfrændur eða mágar, sem Skútustaða- og Hlíðarætt tengdu Gautlöndum og Yztafelli- Allir voru þeir annaðhvort glímnir vel, skíðfærir eða búnir annarri líkamskennd yfirburða og jafnvægis. Þessi kennd átti eftir að ráða miklu um þingeyskt sjálfstraust í ræðu og riti. Kapp þessa hóps og hispursleysi var orðlagt í viðureign við betur menntaða andstæð- inga nyrðra, t. d. amtmenn, og eins þó í Reykjavík væri. Bætt ástand alþýðu veitti skilyrðin til þess, að í hverri sveit og hvarvetna um land kæmu upp forystuhópar svipaðrar tegundar. Fásénari týpa vormanna þykja mér þrír menn leynifélagsins af nítján. Þeir uxu upp í dalskorum austan meginbyggðar, smávaxnir og eitthvað sérvitrir greindarmenn, náðu vart upp í handkrika Sig' urði í Felli og alls ónýtir í bændaglímu. Það voru þeir Benedikt á Auðnum og Snorrar tveir, sem urðu vegna dagbókagerðar sinnar hinir beztu heimildarmenn þessa rits, m. a. um ráðabrugg og urg í leynifélaginu 1888—93. Orðbragð Þverárbræðranna margfróðu, Benedikts og Snorra, vai eins og margir muna róttækara en sómt hefði Nýjum félagsritum, Gautlöndum eða Yztafelli, og enn sleppir Jón í Felli ásökunum ur, sem hann dæmir eigi prenthæfar hér, en birtir dágóð sýnishorm Snorri fordæmir þær „rammeitraðar og útdjöflaSar“ greinar í anda stjórnar, sem blaðið Fróði hafi birt, og Huldufélagið hótar að sja um, að Fróði deyi, nema hann betri sig. Óþvegin orð fá hjá Snoria hin dönsku hægriblöð og Amljótur Ólafsson og Grímur Thomsen, — Isafoldargrein eftir Grím (1886) sé „svo ill og fölsk, a'ö ég te
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.