Saga - 1967, Page 95
RITFREGNIR
387
í Uppsölum. V. Aðrir vitnisburðir fornfræðinnar. VI. Goðadýrkun-
arstaður og kirkja.
Gildi þessarar ritgerðar er nokkurt fyrir íslenzk fræði og bygg-
ist það á gagnrýni þeirri, sem höfundur beitir. Stundum er þó svo,
að sú hugsun gerir vart við sig hjá lesanda, að gagnrýnin sé helzt
til neikvæð án þess, að ábending skýr komi fram til þess að leysa
vandamál viðfangsefnisins, svo sem t. a. m. bls. 21 þar sem nefnt
er endurskoðunarstarf og endurmat á sögulegum heimildum 13.
aldar. I því sambandi mætti drepa á, að höfundur reynir að mynda
sér skoðun um gerðir Landnámu, en mætti eflaust endurskoða álit
sitt.
Bls. 41 er nefnt, að Hof-bæjarnöfn á Islandi muni vera 44, en
Ms. 57 eru Hof talin 24, en Hofstaðir 13; að auki er nefnt, að sam-
setningar með náttúrunöfnum séu þó nokkrar til, en þær hljóti að
vera myndaðar án sambands við goðadýrkun. Þetta gefur tilefni
til að birta lista bæjarnafna, sem hefjast á Hof- eða Hörg-. Öll
ból eru merkt með merkjakerfinu i The old Icelandic land registers,
Lund 1967, og finnast þar, nema Hofgarður og Hofskot á Snæ-
fellsnesi og Hofstaðir í Strandasýslu, en þar er Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns til hliðsjónar. Sama gildir um Hof
1 Hjaltadal. Eignarhald og dýrleiki eru tilgreind, en stjörnumerkt
þau býli, sem nefnd eru í Landnámu, íslendinga- og Biskupasögum.
Rang.
Árn.
Gullbr.
Kjós.
Borg.
Mýr.
Hnapp.
Snæf.
Hal.
Barð.
Is.
Strand.
1. Minna-Hof 1— 6—15 Einkaeign 15 C
2. Stóra (Neðra) Hof 1— 6—16 Einkaeign 60 C*
3. Stóra-Hof 2— 7— 4 Skálholt 30 C
4. Minna-Hof 2— 7— 5 Skálholt 20 C
5. Hörgsholt 2— 8—17 Einkaeign 30 C
6. Hofstaðir 3— 5—37 Krúnueign 10 C
7. Hof 4— 2—20 Einkaeign 86 C 160 áh*
8. Hofstaðir 5— 9— 8 Kirkjueign 20 C*
9. Hofstaðir 6— 4—16 Kirkjueign 20 C
10. Hofstaðir 6— 6—15 Einkaeign 23 C 80 ál.
11. Hofstaðir 7— 3— 5 Einkaeign 30 C
12. Hörgsholt 7— 3—12 Krúnueign 20 C*
13. Hofgarðar 8— 1—31 Krúnueign 1694, en hjá-
14. Hofakot 8— 1—31 leigur frá Y.-Görðum*
15. Hofstaðir 8— 5—13 Kirkjueign 20 C*
16. (Hof) Akur 9— 5—12 Kirkjueign 24 C
17. Hofstaðir 10— 2—23 Einkaeign 16 C 160 ál.*
18. Hof 11— 2—12 Einkaeign 6 C
19. Hörgshlíð 11— 10— 5 Einkaeign 20 C
20. Hofstaðir 12— 3— 9 Kirkjueign, en eyðibýli