Saga - 1990, Qupperneq 195
RITFREGNIR
193
forvitnilegt að skoða teikningar af klausturhúsum á Munkaþverá eins og þau
munu hafa verið við lok miðalda þegar þar var starfandi klaustur og lesa
skýringar Harðar sem fylgja með (bls. 294-5). Hér koma fram atriði sem eiga
vafalítið eftir að verða klassísk í íslenskri sagnfræði.
Fáeinir hnökrar
Að lokum má geta þess að nokkuð er um ónákvæmni í megintextanum,
fleira en ég hef getið. Undarlegasta villan finnst mér vera sú að Þorvarður
kamphundur, bóndi á Siglunesi, sem flutti skreið til Gása, er orðinn að Þor-
varði Þorgeirssyni, ríkum bónda í Eyjafirði, í meginmáli en er í nafnaskrá
orðinn að Þorvarði Þorgeirssyni, höfðingja af Hvassafellsætt, föðurbróður
Guðmundar Arasonar biskups. Skjal eitt er á einum stað árfært til 1302, á
öðrum til 1306 (bls. 167, 175) en í bestu skjalalútgáfum í Noregi, Norske mid-
delalderdokumenter og Regesta Norvegica, er það árfært til tímabilsins 1302-13.
Ég get ekki séð að þessi verk séu nefnd í ritaskrá þótt að sjálfsögðu ætti að
styðjast við þau. Lögauraskrá alþingis er árfærð til 1100 eins og gert er í
fornbréfasafni þótt Jón Jóhannesson hafi fært skýr rök fyrir að hún sé frá s.
hl. 12. aldar eða etv. frá um 1200 (bls. 134).27 Sagt er að klæðisstykki hafi ver-
ið 48 stikur en á að vera 48 álnir (bls. 137).28 Þar sem menn Ieggja mikið upp
úr máli og vog þegar rakin eru verslunarsambönd, er rétt að taka fram að
rangt mun vera að Englendingar hafi notað þá aðferð á 14. öld sem viðhöfð
var á íslandi að vega klæði (bls. 171).29
Svo eru vondar setningar eins og þessi: „Á 14. og 15 öld hófu Englendingar
og síðar Þjóðverjar og Hollendingar að veiða fisk hér við land . . ." (bls. 61)
eða skrýtin fullyrðing sem þessi: „Fyrstu áratugi 14. aldar virðist tíðindalítið
■ stjórnmálum á Islandi" (bls. 235) og var víst öðru nær eftir því sem mér hef-
ur skilist.
Annars eru prófarkir vel Iesnar og erfitt að sjá við villum eins og varnings-
áklæði fyrir varningsklæði (bls. 131) og 1598 fyrir 1589 (bls. 183) eða 27. júlí
fyrir 29. júlí en þá er átt við Ólafsmessu fyrri (bls. 141). Eiginlegar prentvillur
fann ég fáar.30
Ónákvæmni er stundum í myndatextum og bendi ég einkum á blaðsíðu
176 en þar segir að Hákonarhöll í Björgvin sé lengst til hægri en á að vera
vinstri og svo er nefnd Þýska bryggja en þetta heiti hafa Norðmenn ekki not-
að síðan fyrir seinna stríð, tala nú aðeins um Bryggen. Óljóst er um aldur og
uppruna sumra mynda (td. bls. 18, 45, 206) og myndaskrá vantar. Þá ber að
27 Jón Jóhannesson, íslendinga saga I (1956), bls. 397-8.
28 Sbr. Búalög (1915-16), III, 289, 274-5; IV, 139, 123-4.
29 Orðalag í umræddu verki er að vísu nokkuð tvírætt um þetta. Elsta dæmi sem ég
þekki enskt um vogaraðferð er frá 1468, sbr. A.R. Bridbury, Medieval English Cloth-
making (1982), bls. 109.
30 Bagalegastar eru tvær, önnur á bls. xiii (rugl um bls. 70 og 72), hin á bls. 273 (v.
dálkur, vantar III).
13-SAGA